Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 51

Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 51
Goðasteinn 2005 Ef til vill hafa kringumstæður mínar og viðhorf til framtíðarinnar þá átt sinn ríka þátt í því hve ungur ég var þegar ég vandist af því að taka móðurhöndum á lífinu og viðbrögðum þess enda var mér fljótt ljóst að það tilheyrði ekki því starfi sem ég hafði þá að verulegu leyti tileinkað mér. Hvernig þessum hálfrar aldar hugleiðingum og meira og minna barnalegu sjónarmiðum hefur svo reitt af í hinum oft andstæða byr og ölduróti mannlegrar tilveru er ekki hlutverk mitt að svara. Ég legg það algjörlega undir annarra dóm og lofa að hlíta honum, enda öll tækifæri til að bæta þar um löngu liðin. Fiskiríið hefur víst gengið vel, annars hafði ég þá ekkert vit á hvort það gekk vel eða illa. Þó fór það ekki fram hjá mér ef trollið rifnaði því þá var ég látinn rekja í nálar. Það var ekki talin nein virðingarstaða. Þá kölluðu netamennirnir „Nál!“ hver í kapp við annan og átti ég að vera þeirra auðmjúkur þjónn. Að fiskiríinu loknu lögðum við af stað til Englands. Ég undi því ferðalagi vel, enda var ég nú hættur að finna til sjóveiki. Ég fékk oft að stýra og fannst mér það mikill heiður. Þeir sögðu mér líka vel til með að læra á kompásinn. Þegar við komum í enska höfn varð ég að eins konar viðundri en á skipinu var ágætur maður sem Sigurður hét og hafði hann í æsku sinni verið smaladrengur á næsta bæ við foreldra mína. Það var að vísu áður en ég fæddist en samt sem áður naut ég þeirra kynna. Hann tók mig algjörlega að sér, fór með mér í land og aðstoðaði mig við að versla. Að vísu voru fjármunirnir af skornum skammti. Þó keypti ég mér blátt sifjot í föt og var ég í fullri þörf fyrir það, enda lét ég fljótlega sauma mér föt úr því þegar heim kom og voru það fyrstu fötin sem ég gat skammlaust látið sjá mig í á þessa heims vegferð. Ég keypti golftreyju og gaf móður minni og var ég töluvert hreykinn af þessari verslun og yfirleitt af komunni til breska heimsveldisins. Við Sigurður fórum inn á vínsjoppu en ekki fékk ég að drekka annað en límonaði. Ég hafði þó grun um að Sigurður drykki annað og betra. Ég hugsaði með sjálfum mér að næst þegar ég kæmi á svona hús skyldi ég prufa að skipta um drykkjarföng, enda minnist ég ekki að hafa drukkið límonaði síðan, en því er nú kannski verr. Þegar við komum frá Englandi var ákveðið að skipið skyldi fiska í salt og breyttist þá vinnuaðferð við aflann og frágang hans. Nú átti að hausa fiskinn og fletja og átti einn maður að hausa fyrir hverja fjóra flatningsmenn sem stóðu saman við borð og flöttu tveir sama fiskinn: annar risti fyrir, hinn tók hrygginn úr. Mér var sagt að hausa fyrir eitt borðið. Við það flöttu fjórir heiðursmenn sem voru mér eins konar fyrirmyndir. Þeir virtust kunna á öllu skil um borð og mér fannst allt sem þeir sögðu og gerðu fullgilt lögmál fyrir mig. Þó efast ég um að orðbragð þeirra og tilsvör hefðu alltaf vakið mikla aðdáun í kvöldboðum eða samkvæmum með siðavöndu fólki, enda var lífið og starfið um borð í hreinni andstöðu við allar þess háttar samkundur. Þeir tóku mig allir sem eins konar fósturbarn, enda átti ég -49-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.