Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 177
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
/
Olafur Kjartansson, Eyvindarholti,
Vestur-Eyjafjöllum
Ólafur fæddist 25. apríl 1926 að Mið-Skála, Vest-
ur-Eyjafjöllum, foreldrum sínum, Kjartani Ólafssyni
frá Eyvindarholti og Guðbjörgu Jónsdóttur frá Vest-
urbænum að Ysta-Skála, og var næstelstur þriggja
barna þeirra Jóns sem lést 2001 og Sigríðar. For-
eldrar hans höfðu hafið búskap þremur árum áður að
Mið-Skála en þegar Ólafur var tveggja ára fluttu þau
að Eyvindarholti og bjuggu þar með fjölskyldu
Oddgeirs, bróður Kjartans, í sitt hvorum enda á gamla bænum. Tvær fjölskyldur
saman í litlu húsi, mótaðar af gamla tímanum, lífsbaráttunni og samheldninni, að
búa á jörðinni, hlúa að skepnum og jarðargróðri, vanda hvert verk og halda fast í
gamla góða siði og verða með því sjálfstæð í sínu umhverfi.
Skóli barnanna sex á bænum, sem voru saman eins og systkini, var að læra öll
verkin af hinum eldri og einnig háttsemi og orðatiltæki sem heima á bænum var
skilið en út í frá stundum misskilið, að segja ákveðið skoðun sína í umbúðum
svolítillar stríðni en vera jafnframt með mjúkan innri mann og gott og hlýtt hjarta.
Ólafur lauk sínu barnaskólanámi, fór á vertíðir í mörg ár til Vestmannaeyja,
vann að ræktunarstörfum í sveitinni á vegum búnaðarfélagsins og keyrði sinn
vörubíl í vegavinnu en jafnframt vann hann heimilinu og búinu í Eyvindarholti af
trúnaði og mikilli gleði. Hann varð hagleikssmiður á járn og tré og sérstakur
vélaviðgerðarmaður sem gat nánast gert við allt sem bilaði. Því var það mjög oft
sem sveitungar leituðu til hans um viðgerðir og þó að Ólafur gæti vikið köldum
orðum að biluði drasli, fann sérhver sem til hans leitaði að það var mikil gleði hjá
honum að geta hjálpað öðrum, sérstaklega þeim sem minna máttu sín. Þannig
fannst hversu heill og raungóður hann var þó hann væri í hjúpi sinna hátta.
Hann var sannarlega ekki allra og ekki gekk hann lífsveginn með sama hætti
og aðrir og óhræddur var hann við að segja hvað honum fyndist um tíðarandann,
stjórnmálin, verslunina og bankana en um fólkið sitt í sveitinni var hann orðvar.
1954 tók fjölskylda hans við Eyvindarholtsjörðinn allri til ábúðar og eignar, á
tíma uppbyggingar í sveitunum þegar jörðum var umbylt með nýjum vélum í
þurrkun, ræktun, sléttun og stækkun. Þetta var allt framkvæmt í Eyvindarholti
ásamt því að endurbyggja útihúsin og byggja nýtt íbúðarhús 1965 þar sem Ólafur
sá um þá smíðavinnu sem erfið var og kallaði á handlagni og nákvæmni. Þannig
varð Eyvindarholt um tíma eitt stærsta og besta bú þessarar sveitar. Sigríður eða
Stella eins og hún er kölluð, stofnaði sitt heimili í Reykjavík með manni sínum
Garðari Sveinbjamarsyni frá Ysta-Skála en Eyvindarholt varð þeirra annað heim-
ili þar sem bömin þeirra voru á sumrin og elsti sonur þeirra Kjartan ólst upp á
-175-