Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 177

Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 177
Goðasteinn 2005 Látnir 2004 / Olafur Kjartansson, Eyvindarholti, Vestur-Eyjafjöllum Ólafur fæddist 25. apríl 1926 að Mið-Skála, Vest- ur-Eyjafjöllum, foreldrum sínum, Kjartani Ólafssyni frá Eyvindarholti og Guðbjörgu Jónsdóttur frá Vest- urbænum að Ysta-Skála, og var næstelstur þriggja barna þeirra Jóns sem lést 2001 og Sigríðar. For- eldrar hans höfðu hafið búskap þremur árum áður að Mið-Skála en þegar Ólafur var tveggja ára fluttu þau að Eyvindarholti og bjuggu þar með fjölskyldu Oddgeirs, bróður Kjartans, í sitt hvorum enda á gamla bænum. Tvær fjölskyldur saman í litlu húsi, mótaðar af gamla tímanum, lífsbaráttunni og samheldninni, að búa á jörðinni, hlúa að skepnum og jarðargróðri, vanda hvert verk og halda fast í gamla góða siði og verða með því sjálfstæð í sínu umhverfi. Skóli barnanna sex á bænum, sem voru saman eins og systkini, var að læra öll verkin af hinum eldri og einnig háttsemi og orðatiltæki sem heima á bænum var skilið en út í frá stundum misskilið, að segja ákveðið skoðun sína í umbúðum svolítillar stríðni en vera jafnframt með mjúkan innri mann og gott og hlýtt hjarta. Ólafur lauk sínu barnaskólanámi, fór á vertíðir í mörg ár til Vestmannaeyja, vann að ræktunarstörfum í sveitinni á vegum búnaðarfélagsins og keyrði sinn vörubíl í vegavinnu en jafnframt vann hann heimilinu og búinu í Eyvindarholti af trúnaði og mikilli gleði. Hann varð hagleikssmiður á járn og tré og sérstakur vélaviðgerðarmaður sem gat nánast gert við allt sem bilaði. Því var það mjög oft sem sveitungar leituðu til hans um viðgerðir og þó að Ólafur gæti vikið köldum orðum að biluði drasli, fann sérhver sem til hans leitaði að það var mikil gleði hjá honum að geta hjálpað öðrum, sérstaklega þeim sem minna máttu sín. Þannig fannst hversu heill og raungóður hann var þó hann væri í hjúpi sinna hátta. Hann var sannarlega ekki allra og ekki gekk hann lífsveginn með sama hætti og aðrir og óhræddur var hann við að segja hvað honum fyndist um tíðarandann, stjórnmálin, verslunina og bankana en um fólkið sitt í sveitinni var hann orðvar. 1954 tók fjölskylda hans við Eyvindarholtsjörðinn allri til ábúðar og eignar, á tíma uppbyggingar í sveitunum þegar jörðum var umbylt með nýjum vélum í þurrkun, ræktun, sléttun og stækkun. Þetta var allt framkvæmt í Eyvindarholti ásamt því að endurbyggja útihúsin og byggja nýtt íbúðarhús 1965 þar sem Ólafur sá um þá smíðavinnu sem erfið var og kallaði á handlagni og nákvæmni. Þannig varð Eyvindarholt um tíma eitt stærsta og besta bú þessarar sveitar. Sigríður eða Stella eins og hún er kölluð, stofnaði sitt heimili í Reykjavík með manni sínum Garðari Sveinbjamarsyni frá Ysta-Skála en Eyvindarholt varð þeirra annað heim- ili þar sem bömin þeirra voru á sumrin og elsti sonur þeirra Kjartan ólst upp á -175-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.