Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 152
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
Guðfinna Helgadóttir frá Ey
Guðfinna Helgadóttir fæddist 15. júní 1922 í Ey í
Vestur-Landeyjum. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi
Pálsson bóndi í Ey og Margrét Arnadóttir húsfreyja. Hún
lést 24. apríl 2004 á Sjúkrastofnun Suðurlands á Selfossi.
Útförin fór fram 1. maí 2004 frá Breiðabólstað.
Helgi og Margrét í Ey eignuðust 5 böm og var Guð-
finna í miðið en hin eru þessi í aldursröð: Kristín búsett á
Selfossi, sambýlismaður hennar var Einar Sigurjónsson
sem nú er látinn. Næst er Ásta búsett í Hvítanesi, gift Jóni
M. Jónssyni bónda, Amheiður búsett á Selfossi, sambýlis-
maður hennar er Böðvar Stefánsson og yngstur er Helgi, einnig búsettur á
Selfossi, kvæntur Maríu Friðþjófsdóttur.
Guðfinna átti ljúf uppvaxtarár með foreldrum sínum og systkinum í Ey, enda
bar mildi hennar og staðfesta góðu og grandvöru uppeldi fagurt vitni. Ekki þarf
þó nokkrum að blandast hugur um að á sveitabýli þess tíma hafa börnin þurft að
taka til hendinni á ungum aldri.
Eftir að Guðfinna hafði notið barnuppfræðslu síns tíma sótti hugurinn út fyrir
túnjaðarinn heima í Ey. Fljótlega eftir fermingu réðst hún í vist hingað á
Breiðabólstað til frú Þórhildar og sr. Sveinbjarnar. Þaðan lá leið hennar í vist til
Bjöms Fr. Bjömssonar sýslumanns á Hvolsvelli og Margrétar konu hans. Því næst
tók hún stóra skrefið og flutti sig um set til höfuðstaðarins til starfa hjá Jens
Jóhannssyni lækni sem bjó við Tjarnargötuna. Og það var einmitt á Reykjavíkur-
árunum, kannski fyrir sunnan Frflcirkjuna, sem hún hitti þennan unga vörpulega
mann úr Austur-Landeyjum sem hún gat svo vel hugsað sér að vaka lengur með.
Það var svo 20. ágúst árið 1949 að Guðfinna giftist Karli Hafsteini Halldórs-
syni hér í kirkjunni á Breiðabólstað. Hann fæddist 4. febrúar 1925 að Arnarhóli í
Vestur-Landeyjum, sonur hjónanna Guðbjargar Guðmundsdóttur húsfreyju og
Halldórs Jóhannssonar bónda á Syðri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum.
Karl og Guðfinna tóku við búsforráðum í Ey árið 1949, þar sem þeirra biðu
mörg verk og vandasöm. Má þar nefna ræktun og framræslu jarðarinnar ásamt
uppbyggingu íbúðar- og útihúsa. Segja má að þau hafi hafið búskap í upphafi þess
tíma sem véltæki og tól komust í almenna eigu bænda hér á landi. Þá var öldin
önnur í landbúnaði. Menn kepptust við að hafa búin sem stærst og afköstin sem
mest. Það var á þeim árum sem menn máttu vera duglegir, forsjálir og afkasta-
miklir. Eðli máls samkvæmt bretti ungt og dugandi fólk í bændastétt upp ermar og
hófst handa við stækkun og eflingu búa sinna með auknum og bættum tækjakosti.
Þar létu ungu Eyjarhjónin ekki sitt eftir liggja, drifu búið upp til þátímalegs horfs
og búnaðist vel alla tíð.
-150-