Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 173
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring,
um hásumar flý ég þér að hjarta.
O, tak mig ífaðm, minn söknuð burt ég syng
um sumarkvöld við álftavatnið bjarta.
Ólafur heitinn hreifst löngum af óviðjafnanlegum fjallahringnum í Rangárþingi
og eftir að hann flutti til Selfoss, ók hann gjarnan austur þangað, hann vissi hve
mjög auganu léttir við að líta víðáttuna og bláfjallageiminn.
Ólafur Gíslason fæddist í Lambhaga á Rangárvöllum hinn 10. maí 1919. For-
eldrar hans voru hjónin Gísli Nikulásson, bóndi í Lambhaga, og Ingileif
Böðvarsdóttir, fyrri kona hans. Þeim Gísla og Ingileifi varð fjögurra barna auðið
og eru systkini Ólafs þau Nikulás sem á heima í Kópavogi, Guðrún Helga í
Vestmannaeyjum, hún átti Svein Sigurðsson sem er látinn - og Böðvar sem býr í
Butru í Fljótshlíð. Seinni kona Gísla heitins var Valgerður Sigurþórsdóttir og
eignuðust þau tvær dætur, hálfsystur Ólafs og systkina hans, þær Ingileif í
Reykjavík, hún er látin, og Sigríði Þóru sem á heima í Reykjavík, gift Sigurði
Þórðarsyni.
Ólafur vann á uppvaxtarárum sínum við hin hefðbundnu störf búskapar eins og
þau tíðkuðust á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Má með sanni segja að hann hafi,
eins og aðrir samtíðarmenn hans, lifað tímana tvenna með virkri þátttöku í þeim
stórfelldu breytingum sem átt hafa sér stað frá því í upphafi 20. aldar en þá má
telja að hin fornu vinnubrögð hafi enn verið allsráðandi í öllum búskaparháttum á
íslandi. Fáum áratugum áður en hann byrjaði sjálfur að búa, höfðu nýjungarnar
byrjað að ryðja sér til rúms, t.d. hestvagnarnir sem þóttu heldur betur bylting, þótt
notkun þeirra væri enn erfið vegna vegleysis þar sem aðeins voru lestagötur, vötn
óbrúuð og ýmsar torfærur aðrar. En framundan voru hvorki meira né minna en
mestu umbótatímar í samanlagðri sögu mannkynsins.
Skólaganga Ólafs fyrir fermingu var stopul eins og þá tíðkaðist. En þessi stutti
tími varð nemendum oft ærið notadrjúgur og jafnvel fullkomið vafamál hvort hin
langa skólaganga í nútímamannfélaginu skilar samsvarandi árangri þegar allt
kemur til alls.
Ólafur fór ungur á vertíð til Vestmannaeyja og eftir það gerðist hann sjómaður
á botnvörpuskipum. Þá lenti hann í miklum lífsháska er hann tók út af togara og
stóð björgun hans mjög tæpt er hann fyrir Guðs miskunn kom innbyrðis aftur með
öðru lagi. Leit Ólafur svo á síðar að sér hefði greinilega verið ætlað lengra líf og
hér hefði æðri máttur gripið í taumana og komið í veg fyrir að hann hlyti svo
óralangt um aldur fram hina votu gröf. Guði séu þakkir fyrir það miskunnarverk.
Árið 1951 gerðist Ólafur ráðsmaður á Geldingalæk á Rangárvöllum. Og hinn
10. maí það sama ár steig hann það mikla gæfuspor að ganga að eiga Sigríði
Vilmundardóttur frá Löndum í Grindavík, framúrskarandi dugnaðar- og myndar-
-171-