Goðasteinn - 01.09.2005, Page 173

Goðasteinn - 01.09.2005, Page 173
Goðasteinn 2005 Látnir 2004 Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring, um hásumar flý ég þér að hjarta. O, tak mig ífaðm, minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Ólafur heitinn hreifst löngum af óviðjafnanlegum fjallahringnum í Rangárþingi og eftir að hann flutti til Selfoss, ók hann gjarnan austur þangað, hann vissi hve mjög auganu léttir við að líta víðáttuna og bláfjallageiminn. Ólafur Gíslason fæddist í Lambhaga á Rangárvöllum hinn 10. maí 1919. For- eldrar hans voru hjónin Gísli Nikulásson, bóndi í Lambhaga, og Ingileif Böðvarsdóttir, fyrri kona hans. Þeim Gísla og Ingileifi varð fjögurra barna auðið og eru systkini Ólafs þau Nikulás sem á heima í Kópavogi, Guðrún Helga í Vestmannaeyjum, hún átti Svein Sigurðsson sem er látinn - og Böðvar sem býr í Butru í Fljótshlíð. Seinni kona Gísla heitins var Valgerður Sigurþórsdóttir og eignuðust þau tvær dætur, hálfsystur Ólafs og systkina hans, þær Ingileif í Reykjavík, hún er látin, og Sigríði Þóru sem á heima í Reykjavík, gift Sigurði Þórðarsyni. Ólafur vann á uppvaxtarárum sínum við hin hefðbundnu störf búskapar eins og þau tíðkuðust á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Má með sanni segja að hann hafi, eins og aðrir samtíðarmenn hans, lifað tímana tvenna með virkri þátttöku í þeim stórfelldu breytingum sem átt hafa sér stað frá því í upphafi 20. aldar en þá má telja að hin fornu vinnubrögð hafi enn verið allsráðandi í öllum búskaparháttum á íslandi. Fáum áratugum áður en hann byrjaði sjálfur að búa, höfðu nýjungarnar byrjað að ryðja sér til rúms, t.d. hestvagnarnir sem þóttu heldur betur bylting, þótt notkun þeirra væri enn erfið vegna vegleysis þar sem aðeins voru lestagötur, vötn óbrúuð og ýmsar torfærur aðrar. En framundan voru hvorki meira né minna en mestu umbótatímar í samanlagðri sögu mannkynsins. Skólaganga Ólafs fyrir fermingu var stopul eins og þá tíðkaðist. En þessi stutti tími varð nemendum oft ærið notadrjúgur og jafnvel fullkomið vafamál hvort hin langa skólaganga í nútímamannfélaginu skilar samsvarandi árangri þegar allt kemur til alls. Ólafur fór ungur á vertíð til Vestmannaeyja og eftir það gerðist hann sjómaður á botnvörpuskipum. Þá lenti hann í miklum lífsháska er hann tók út af togara og stóð björgun hans mjög tæpt er hann fyrir Guðs miskunn kom innbyrðis aftur með öðru lagi. Leit Ólafur svo á síðar að sér hefði greinilega verið ætlað lengra líf og hér hefði æðri máttur gripið í taumana og komið í veg fyrir að hann hlyti svo óralangt um aldur fram hina votu gröf. Guði séu þakkir fyrir það miskunnarverk. Árið 1951 gerðist Ólafur ráðsmaður á Geldingalæk á Rangárvöllum. Og hinn 10. maí það sama ár steig hann það mikla gæfuspor að ganga að eiga Sigríði Vilmundardóttur frá Löndum í Grindavík, framúrskarandi dugnaðar- og myndar- -171-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.