Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 183
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
starfsmaður að Gunnarsholti. Á Freyvangnum leið þeim systkinum vel, Sigurþór
starfaði í nokkur ár í Samverk og tók fullan þátt í starfi eldri borgara í sýslunni og
ferðaðist um landið með vinum og félögum en naut þess til fullnustu að draga sig
í hlé frá erli daganna og eyða efri árunum í félagsskap hollvina. Eftir að
Sigurbjörg lést 1992, tók Sigurþór yfir heimilisstörfin og annaðist um þau sjálfur,
lærði á heimilistækin, sá um matseldina, þvoði og þreif. Hann var gleðimaður í
þess orðs bestu merkingu. Hann lifði lífinu lifandi og var óspar á sjálfan sig til
hinstu stundar
Það bar skugga á í huga okkar sem þekktum hann þegar við fréttum að hann
hefði greinst með krabbamein. En hann var samur og jafn og lét sér hvergi
bregða. Hann gekk sinn veg ótrauður og kjarkmikill, ákveðinn í að láta það ekki
trufla líf sitt eða hamla því að hann gæti sem best notið ævikvöldsins. Og það
tókst honum svo sannarlega og var aðeins rúmfastur í 6 vikur undir það síðasta.
Æðrulaus og sáttur við sitt hlutskipti tók hann því sem koma skyldi og kveinkaði
sér aldrei, heldur þakklátur þeim sem á allan hátt aðstoðuðu hann í veikindunum
og léttu honum baráttuna. Hann andaðist á Landsspílanum í Reykjavík 3. júní sl.
og jarðsunginn í Skarðkirkju 12. júní.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
/
Stefán Runólfsson Berustöðum I, Asahreppi.
Stefán var fæddur þann 7. apríl 1924, sonur hjón-
anna Runólfs Þorsteinssonar og Önnu Stefánsdóttur á
Berustöðum. Hann var næstelstur 7 systkina og ólst
upp við hefðbundnar aðstæður þeirra tíma þar sem
störf og leikir fléttuðust saman og mótuðu jákvæð
lífsviðhorf í hugum barna og unglinga. Snemma
lærði hann að hjálpa til við bústörfin og að bera
ábyrgð á þeim verkefnum sem honum voru falin.
Iðjusemi og vandvirkni voru þar í fyrin’úmi.
Systkini Stefáns eru Ingigerður, f. 1922; Margrét, f. 1926; Þorsteinn, f. 1927,
dáinn 2001; Ólafur, f. 1929; Steinþór, f. 1932; og Trausti, f. 1933.
Stefán aflaði sér haldgóðrar menntunar, var nemandi Sigurðar Greipssonar við
íþróttaskólann í Haukadal einn vetur og lauk einnig námi frá Bændaskólaum að
Hólum í Hjaltadal. Á sumrin vann hann við bústörf heima en einnig var hann
vinnumaður á Þórustöðum í Ölfusi og um skeið var hann sauðfjárveikivörður
meðfram Þjórsá.
Hann var vel heima á ýmsum sviðum, var um skeið farkennari á Ásahreppi,
meðhjálpari var hann um langt árabil hér í Kálfholtskirkju.
-181-