Goðasteinn - 01.09.2009, Page 43
Goðasteinn 2009
var Grímur, hann var prestur í Kirkjubæ á Síðu um 1260, í Holti um 1270, í Odda
1274-1284, á Breiðabólsstað 1284-1290 og aftur í Odda 1290-1298. Samtals var
hann prestur í Odda í 19 ár. Ekki er kunnugt að Grímur prestur ætti konu eða börn
enda máttu prestar ekki giftast á þeim tíma. Hafi jörð Björns hvíta enn verið í eigu
Holtsbænda fram á daga Gríms gæti hann hafa fengið hana í arf eftir föður sinn,
að undanskildum skóginum sem kirkjan átti. Hann hafi síðan arfleitt eða gefið
Oddakirkju hlut sinn í jörðinni sem hefur verið beitan'étturinn. I því sambandi er
vert að hafa í huga að hann á ættir að Odda því Jón Loftsson var langafi hans.
Þá passar þetta nokkuð saman. Björn hvíti bjó á miðjörðinni í Þórsmörk.
Þorgeir skorargeir í Holti skiptir við Björn á jörðum og fær honum Asólfsskála í
staðinn fyrir jörð hans á Þórsmörk og Holtskirkja eignast allan eða mest allan
skóg á miðhluta hennar fyrir 1270. Sonur auðugs bónda í Holti sem er afkomandi
hinna fornu Holtsverja gerist prestur í Odda og deyr þar 1298 eftir 19 ára prests-
þjónustu á Oddastað. Hann er sennilega ógiftur og barnlaus og auk þess tengdur
Oddaverjum ættarböndum og Oddakirkja eignast fyrir 1397 afréttarréttindi eða
beitarrétt á miðhluta Þórsmerkur. Hlut Oddakirkju í Þórsmörk fylgdi ekki réttur til
skógarhöggs enda var Holtskirkja búin að eignast skóginn á þessu sama svæði
fyrir 1270, samkvæmt máldögum kirkjunnar. Að vísu átti Oddakirkja skóganæit í
Engidal en hann er ekki á miðhluta Þórsmerkur, heldur nærri vestast á henni.
Oddakirkja hefur því sennilega ekki fengið skóginn í Engidal með afréttinum á
miðri Mörk, heldur eftir öðrum leiðum.
Þetta bendir allt til þess að frásögn Njálssögu um Björn bónda á miðbænum í
Þórsmörk og jarðaskipti Þorgeirs í Holti við hann sé rétt.
Hitt er svo annað mál hvort lýsing höfundar Njálssögu á framgöngu Björns í
bardögunum við brennumenn sé rétt. Höfundar íslendingasagnanna gerðu afar
lítið úr því að þrælar hafi verið til nokkurs gagns í bardögum enda hafa þeir
sennilega ekki verið látnir æfa vopnaburð. Enda þótt Björn hafi ekki sjálfur verið
þræll þá var hann afkomandi ófrjálsra manna og það gæti hafa verið næg ástæða
til þess að gera sem allra minnst úr framgöngu hans í bardögunum með Kára. Því
má segja að hann hafi verið gerður að skáldsagnapersónu. Kári var lfka mikill
afburðamaður til vígaferla og því hefir þurft mikið meira en meðalmann til að
standa honum á nokkurn hátt jafnfætis á þessum vettvangi. Að Björn skyldi
komast lifandi og ekki mikið særður frá þeim tveimur orustum sem þeir Kári háðu
við brennumenn bendir til þess að hann hafi verið frískleikamaður og hafi haft
einhverja æfingu í vopnaburði. Lýsing höfundar sögunnar á framgöngu Björns er í
miklu ósamræmi við þá sigra sem þeir Kári unnu í bardögunum þrátt fyrir alla
hæfileika Kára sem bardagamanns.
„Þótti Björn nú miklu heldur en áður maður fyrir sér“. Þessi setning sögunnar
bendir líka til þess að Björn hafi ekki staðið sig illa í bardögunum.
41