Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 43

Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 43
Goðasteinn 2009 var Grímur, hann var prestur í Kirkjubæ á Síðu um 1260, í Holti um 1270, í Odda 1274-1284, á Breiðabólsstað 1284-1290 og aftur í Odda 1290-1298. Samtals var hann prestur í Odda í 19 ár. Ekki er kunnugt að Grímur prestur ætti konu eða börn enda máttu prestar ekki giftast á þeim tíma. Hafi jörð Björns hvíta enn verið í eigu Holtsbænda fram á daga Gríms gæti hann hafa fengið hana í arf eftir föður sinn, að undanskildum skóginum sem kirkjan átti. Hann hafi síðan arfleitt eða gefið Oddakirkju hlut sinn í jörðinni sem hefur verið beitan'étturinn. I því sambandi er vert að hafa í huga að hann á ættir að Odda því Jón Loftsson var langafi hans. Þá passar þetta nokkuð saman. Björn hvíti bjó á miðjörðinni í Þórsmörk. Þorgeir skorargeir í Holti skiptir við Björn á jörðum og fær honum Asólfsskála í staðinn fyrir jörð hans á Þórsmörk og Holtskirkja eignast allan eða mest allan skóg á miðhluta hennar fyrir 1270. Sonur auðugs bónda í Holti sem er afkomandi hinna fornu Holtsverja gerist prestur í Odda og deyr þar 1298 eftir 19 ára prests- þjónustu á Oddastað. Hann er sennilega ógiftur og barnlaus og auk þess tengdur Oddaverjum ættarböndum og Oddakirkja eignast fyrir 1397 afréttarréttindi eða beitarrétt á miðhluta Þórsmerkur. Hlut Oddakirkju í Þórsmörk fylgdi ekki réttur til skógarhöggs enda var Holtskirkja búin að eignast skóginn á þessu sama svæði fyrir 1270, samkvæmt máldögum kirkjunnar. Að vísu átti Oddakirkja skóganæit í Engidal en hann er ekki á miðhluta Þórsmerkur, heldur nærri vestast á henni. Oddakirkja hefur því sennilega ekki fengið skóginn í Engidal með afréttinum á miðri Mörk, heldur eftir öðrum leiðum. Þetta bendir allt til þess að frásögn Njálssögu um Björn bónda á miðbænum í Þórsmörk og jarðaskipti Þorgeirs í Holti við hann sé rétt. Hitt er svo annað mál hvort lýsing höfundar Njálssögu á framgöngu Björns í bardögunum við brennumenn sé rétt. Höfundar íslendingasagnanna gerðu afar lítið úr því að þrælar hafi verið til nokkurs gagns í bardögum enda hafa þeir sennilega ekki verið látnir æfa vopnaburð. Enda þótt Björn hafi ekki sjálfur verið þræll þá var hann afkomandi ófrjálsra manna og það gæti hafa verið næg ástæða til þess að gera sem allra minnst úr framgöngu hans í bardögunum með Kára. Því má segja að hann hafi verið gerður að skáldsagnapersónu. Kári var lfka mikill afburðamaður til vígaferla og því hefir þurft mikið meira en meðalmann til að standa honum á nokkurn hátt jafnfætis á þessum vettvangi. Að Björn skyldi komast lifandi og ekki mikið særður frá þeim tveimur orustum sem þeir Kári háðu við brennumenn bendir til þess að hann hafi verið frískleikamaður og hafi haft einhverja æfingu í vopnaburði. Lýsing höfundar sögunnar á framgöngu Björns er í miklu ósamræmi við þá sigra sem þeir Kári unnu í bardögunum þrátt fyrir alla hæfileika Kára sem bardagamanns. „Þótti Björn nú miklu heldur en áður maður fyrir sér“. Þessi setning sögunnar bendir líka til þess að Björn hafi ekki staðið sig illa í bardögunum. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.