Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 19
IB RAF HLB
NammiDagur
Höf: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Myndh: Sigmundur B. Þorgeirsson
Bráðfyndin hrollvekja í bland við sjóðheita ástarsögu .
Dagur og Ylfa ranka við sér í líkhúsinu, hissa á
að vakna aftur eftir skotárás sérsveitarinnar . Þau
leggja á flótta, húkka sér far út á land og hreiðra
um sig í bústað með nóg af grillkjöti í nesti . . .
108 bls .
Bókabeitan
KIL
Persepolis
Höf: Marjane Satrapi
Þýð: Snæfríð Þorsteins
Ógleymanleg uppvaxtarsaga íranska höfundarins
Marjane Satrapi (f . 1969), sem fór sigurför um
heiminn þegar hún kom fyrst út . Spaugilegar
hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur
þjóðar fléttast listilega saman þessari margrómuðu
myndasögu sem lætur engan ósnortinn .
172 bls .
Angústúra
IB
Ragnarök
Saga úr sagnabálkinum Hvísl hrafnanna
Höf: Malene Sølvsten
Þýð: Ragnar Hauksson
Drápsvél, þjálfuð í bardaga og hlýðni . Hvernig gat
mesti stríðsmaður ríkisins skipt um lið?
Loksins fáum við svarið við því hvers vegna Varnar
gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna og gerðist
verndari Önnu . Þegar þau hittust breyttist ekki aðeins
líf þeirra beggja heldur framtíð heimsins að eilífu .
158 bls .
Ugla
SVK
Anna í Grænuhlíð
Rilla á Arinhæð
VIII
Höf: L.M. Montgomery
Þýð: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
Börn Önnu og Gilberts eru næstum fullorðin, fyrir
utan hina fallegu og skapmiklu Rillu Blythe . Þegar
sagan hefst er Rilla tæplega fimmtán ára og getur
ekki hugsað um annað en að fara á sinn fyrsta dans
og fá sinn fyrsta koss frá myndarlegum Kenneth
Ford . En ófyrirséðar áskoranir bíða hinnar taumlausu
Rillu þegar heimur hennar kemst í uppnám .
350 bls .
Ástríki útgáfa
IB RAF HLB
Skólaslit 3
Öskurdagur
Höf: Ævar Þór Benediktsson
Myndir: Ari H.G. Yates og Lea My Ib
Endalokin nálgast! Myrkrið hefur sigrað . Ísland
verið lagt í rúst . Þau örfáu sem eftir lifa hafa leitað
skjóls á litlum víggirtum bóndabæ á Reykjanesinu .
En þau geta ekki falið sig endalaust . Handan við
hornið bíður þeirra barátta upp á líf og dauða, þar
sem eitt er víst: Það munu ekki allir lifa af .
249 bls .
Forlagið - Mál og menning
IB RAF HLB
Vinkonur
Strákamál 3: Ákvörðun Amöndu
Höf: Sara Ejersbo
Þýð: Ingibjörg Valsdóttir
Amanda fer í skíðafrí með stjúpbræðrum sínum –
og með tognaðan ökkla . Ekki beint draumafríið, en
svo hitter hún Melvin . Hann er sætur og það er svo
gott að tala við hann að Amanda opnar sig á annan
hátt en hún hefur áður gert . Líður Melvin eins og
henni eða er hann bara að vera almennilegur?
136 bls .
Bókabeitan
IB
Undir sjöunda þili
Höf: Elísabet Thoroddsen
Tinna er í sínu fyrsta ferðalagi með skátunum þegar
óveður og óvæntir atburðir breyta ævintýrinu í
martröð . Hóparnir eru sendir út um miðja nótt
að leysa þrautir en Tinnu hættir að lítast á blikuna
þegar vísbendingarnar verða sífellt skrítnari og
óhugnalegri . Skyndilega skellur á blindbylur
og Tinna verður viðskila við hópinn . . .
115 bls .
Bókabeitan
KIL
Lockwood og Co.
Öskrin frá stiganum
Höf: Jonathan Stroud
Þýð: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir
Myndh: Alessandro „Talexi“ Taini
Draugafaraldur herjar á England en einu
manneskjurnar sem greina drauga eru börn og
ungt fólk og flest vinna þau í stórum fyrirtækjum
sem draugabanar . Lockwood og Co . er minnsta
sjálfstæða draugabanafyrirtækið og þar er að finna
sérlega hæfileikaríka einstaklinga en þeirra bíður
flókið úrlausnarefni . Spennandi bók fyrir 10+
430 bls .
Kver bókaútgáfa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 19GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Unglingabækur SK ÁLDVERK
Við erum sérfræðingar í
prentun bóka og bjóðum upp
á Svansvottaða framleiðslu
Kiljur og harðspjaldabækur
Lyngháls 1, 110 Rvk 5 600 600
Eyravegi 25, 800 Selfoss 482 1944
Glerárgötu 28, 600 Akureyri 4 600 700
prentmetoddi.is