Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 19

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 19
IB RAF HLB NammiDagur Höf: Bergrún Íris Sævarsdóttir Myndh: Sigmundur B. Þorgeirsson Bráðfyndin hrollvekja í bland við sjóðheita ástarsögu . Dagur og Ylfa ranka við sér í líkhúsinu, hissa á að vakna aftur eftir skotárás sérsveitarinnar . Þau leggja á flótta, húkka sér far út á land og hreiðra um sig í bústað með nóg af grillkjöti í nesti . . . 108 bls . Bókabeitan KIL Persepolis Höf: Marjane Satrapi Þýð: Snæfríð Þorsteins Ógleymanleg uppvaxtarsaga íranska höfundarins Marjane Satrapi (f . 1969), sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom fyrst út . Spaugilegar hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar fléttast listilega saman þessari margrómuðu myndasögu sem lætur engan ósnortinn . 172 bls . Angústúra IB Ragnarök Saga úr sagnabálkinum Hvísl hrafnanna Höf: Malene Sølvsten Þýð: Ragnar Hauksson Drápsvél, þjálfuð í bardaga og hlýðni . Hvernig gat mesti stríðsmaður ríkisins skipt um lið? Loksins fáum við svarið við því hvers vegna Varnar gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna og gerðist verndari Önnu . Þegar þau hittust breyttist ekki aðeins líf þeirra beggja heldur framtíð heimsins að eilífu . 158 bls . Ugla SVK Anna í Grænuhlíð Rilla á Arinhæð VIII Höf: L.M. Montgomery Þýð: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir Börn Önnu og Gilberts eru næstum fullorðin, fyrir utan hina fallegu og skapmiklu Rillu Blythe . Þegar sagan hefst er Rilla tæplega fimmtán ára og getur ekki hugsað um annað en að fara á sinn fyrsta dans og fá sinn fyrsta koss frá myndarlegum Kenneth Ford . En ófyrirséðar áskoranir bíða hinnar taumlausu Rillu þegar heimur hennar kemst í uppnám . 350 bls . Ástríki útgáfa IB RAF HLB Skólaslit 3 Öskurdagur Höf: Ævar Þór Benediktsson Myndir: Ari H.G. Yates og Lea My Ib Endalokin nálgast! Myrkrið hefur sigrað . Ísland verið lagt í rúst . Þau örfáu sem eftir lifa hafa leitað skjóls á litlum víggirtum bóndabæ á Reykjanesinu . En þau geta ekki falið sig endalaust . Handan við hornið bíður þeirra barátta upp á líf og dauða, þar sem eitt er víst: Það munu ekki allir lifa af . 249 bls . Forlagið - Mál og menning IB RAF HLB Vinkonur Strákamál 3: Ákvörðun Amöndu Höf: Sara Ejersbo Þýð: Ingibjörg Valsdóttir Amanda fer í skíðafrí með stjúpbræðrum sínum – og með tognaðan ökkla . Ekki beint draumafríið, en svo hitter hún Melvin . Hann er sætur og það er svo gott að tala við hann að Amanda opnar sig á annan hátt en hún hefur áður gert . Líður Melvin eins og henni eða er hann bara að vera almennilegur? 136 bls . Bókabeitan IB Undir sjöunda þili Höf: Elísabet Thoroddsen Tinna er í sínu fyrsta ferðalagi með skátunum þegar óveður og óvæntir atburðir breyta ævintýrinu í martröð . Hóparnir eru sendir út um miðja nótt að leysa þrautir en Tinnu hættir að lítast á blikuna þegar vísbendingarnar verða sífellt skrítnari og óhugnalegri . Skyndilega skellur á blindbylur og Tinna verður viðskila við hópinn . . . 115 bls . Bókabeitan KIL Lockwood og Co. Öskrin frá stiganum Höf: Jonathan Stroud Þýð: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Myndh: Alessandro „Talexi“ Taini Draugafaraldur herjar á England en einu manneskjurnar sem greina drauga eru börn og ungt fólk og flest vinna þau í stórum fyrirtækjum sem draugabanar . Lockwood og Co . er minnsta sjálfstæða draugabanafyrirtækið og þar er að finna sérlega hæfileikaríka einstaklinga en þeirra bíður flókið úrlausnarefni . Spennandi bók fyrir 10+ 430 bls . Kver bókaútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 19GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Unglingabækur SK ÁLDVERK Við erum sérfræðingar í prentun bóka og bjóðum upp á Svansvottaða framleiðslu Kiljur og harðspjaldabækur Lyngháls 1, 110 Rvk 5 600 600 Eyravegi 25, 800 Selfoss 482 1944 Glerárgötu 28, 600 Akureyri 4 600 700 prentmetoddi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.