Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 47
Listir og ljósmyndir
IB
Á slóðum íslenskra hreindýra
Í fylgd með Skarphéðni G. Þórissyni
Höf: Skarphéðinn G. Þórisson
Skarphéðinn G . Þórisson var mikill náttúruunnandi
og stundaði jafnframt ljósmyndun af mikilli elju .
Þessi bók sýnir úrval hreindýramynda hans og ber
vitni mikilli snilli við að fanga augnablikið og góðu
auga fyrir litum og landslagi í umhverfi hreindýra .
Skarphéðinn lést í flugslysi á síðasta ári .
128 bls .
Bókstafur
IB
Crawling Beast
Skriðjöklar
Höf: Pétur Sturluson
„Líkt og örin mín eru sprungurnar til vitnis um kraft
og þanþol náttúrunnar og þjóna sem áminning um
þá leyndardóma sem búa í djúpum jarðar .“
Magnaðar ljósmyndir Péturs
Sturlusonar af stórfenglegri fegurð og
ægikrafti íslenskra skriðjökla .
80 bls .
Ugla
SVK
Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir
alheimsins
Ritstj: Ingibjörg Jóhannsdóttir
Listasafn Íslands kynnir veglega sýningarskrá
fyrir sýninguna Egill Sæbjörnsson og
óendanlegir vinir alheimsins .
Skráin er ríkulega myndskreytt og inniheldur
aðfaraorð Ingibjargar Jóhannsdóttur safnstjóra,
grein eftir sýningarstjórann Arnbjörgu
Maríu Danielsen og grein eftir listfræðinginn
Margréti Elísabetu Ólafsdóttur .
127 bls .
Listasafn Íslands
IB
Gullsmíði í 100 ár
Skrás: Félag íslenskra gullsmiða
Innsýn í hönnun og handverk íslenskrar
gull- og silfursmíði fyrr og nú .
Hér ber fyrir augu fjölskrúðug djásn, allt frá
skartgripum til skúlptúra og nytjahluta . Dýrindis
safn muna sem íslenskir gullsmiðir hafa skapað
á undangengnum hundrað árum .
Bókin er gefin út í tilefni hundrað ára
afmælis Félags íslenskra gullsmiða .
236 bls .
Sögur útgáfa
IB
Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár
Ný útgáfa í tilefni 140 ára afmælis Listasafns Íslands
Ritstj: Anna Jóhannsdóttir, Dagný Heiðdal og
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Safneign Listasafns Íslands er bæði umfangsmikil
og margslungin og geymir fjölmörg mikilvæg
og merk verk sem eiga erindi við almenning .
Tilefni þessarar útgáfu, þar sem fjallað er um
valin listaverk úr safneigninni, er 140 ára afmæli
safnsins . Hér er í máli og myndum fjallað um
140 af um 16 .000 verkum í eigu safnsins .
296 bls .
Listasafn Íslands
IB
Smárit Listasafns Íslands
Korriró og Dillidó - Þjóðsagnamyndir
Ásgrímur Jónsson
Höf: Dagný Heiðdal
Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar
Bókin inniheldur aðfaraorð og texta eftir Dagnýju
Heiðdal ásamt ljósmyndum af þjóðsagnaverkum
Ásgríms Jónssonar . Bókin tilheyrir nýrri
ritröð veglegra smárita sem Listasafn Íslands
hóf að gefa út undir lok síðasta árs .
128 bls .
Listasafn Íslands
IB
Loftleiðir 1944–1973
Icelandic Airlines
Höf: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Ljósmyndabók á íslensku og ensku um Loftleiðir . Í
bókinni er ævintýralegum ferli Loftleiða gerð skil,
frá því þrír ungir menn stofnuðu fyrirtæki með
eina litla flugvél og þar til félagið fór fimm ferðir á
dag á risaþotum milli Lúxemborgar og New York,
með viðkomu á Íslandi . Loftleiðaandinn sprettur
ljóslifandi upp af blaðsíðum bókarinnar .
336 bls .
Heimildarmyndir
IB
Óli K
Höf: Anna Dröfn Ágústsdóttir
Mndrtstj: Anna Dröfn Ágústsdóttir og Kjartan
Hreinsson
Óli K . var fyrsti fastráðni blaðaljósmyndari landsins .
Starfsævin spannaði um hálfa öld og á þeim tíma
markaði hann sér sess sem mikilvægur þátttakandi
á sviði íslenskrar menningar . Hér birtist úrval
af verkum Óla K ., bæði víðkunnar myndir sem
óþekktar, um leið er saga hans sögð ítarlegar en
áður hefur verið gert . Einstakur gripur .
232 bls .
Angústúra
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 47GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Listir og ljósmyndir
Listir og ljósmyndir
Hafðu það notalegt
um jólin með
Guðrúnu Evu
góð
gjöf
Bóksala stúdenta, boksala.is