Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 32

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 32
SVK RAF Vatnið brennur Höf: Gunnar Theodór Eggertsson Gríma er komin austur til að spila á Eistnaflugi en ferðin reynist vendipunktur í lífi hennar . Margslungin og spennandi hrollvekja með sögusvið sem spannar Ísland samtímans jafnt sem Svíþjóð hippatímans en auk þess er samband mannskepnunnar við tónlist skoðað frá óvæntum og oft myrkum hliðum . 421 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell KIL Veðurfregnir og jarðarfarir Höf: Maó Alheimsdóttir Veðurfræðingurinn Lena ferðast um tíma og rúm í leit að sátt við lífið og fortíðardrauga . Íslenskar veður- og náttúrulýsingar eru aðalhrynjandi sögunnar og í þeim endurspeglast tilfinningar og ástarmál veðurfræðingsins . Saga þriggja kynslóða sem gerist á þremur stöðum: Íslandi, Frakklandi og Póllandi . 220 bls . Ós Pressan KIL Viðkomustaðir Höf: Ásdís Ingólfsdóttir Hér segir frá Lóu sem fóstruð er upp í hrakningi á 19 . öld og berst fyrir veðri og vindum vestur á sléttur Kanada . Sagan er full af ævintýrum og raunum, sigrum og ósigrum . Haldreipi Lóu er minningin um óskylda langömmu, nöfn sem eiga sér engin andlit lengur og þráin eftir samastað og rótfestu í tilveru sem er ekki nema í meðallagi velviljuð . Bókaútgáfan Sæmundur KIL RAF Eddumál #6 Voðaverk í Vesturbænum Höf: Jónína Leósdóttir Hin vinsæla Edda á Birkimelnum snýr aftur! Hver ræðst á dreng á grunnskólaaldri og skilur hann eftir stórslasaðan í hjólageymslu við Tómasarhaga? Svoleiðis ráðgátu er augljóslega ekki hægt að treysta lögreglunni einni til að leysa og hin nýstofnaða Vesturbæjarvakt, með Eddu í broddi fylkingar, tekur málið upp á sína arma . 300 bls . Forlagið - Mál og menning RAF HLB Völundur Höf: Steindór Ívarsson Allt bendir til þess að Árni Sigríðarson hafi stytt sér aldur, en þegar Rúna og Hanna kafa dýpra í líf hans reynist ekkert eins og það sýnist . Eftir því sem þær rekja upp sívaxandi vef leyndarmála og lyga leiða draugar fortíðar þær á kalda slóð morðs sem stendur Rúnu nær en hana hefði grunað . Völundur er önnur bókin um lögreglukonuna Rúnu . 441 bls . Storytel IB RAF HLB Þegar sannleikurinn sefur Höf: Nanna Rögnvaldardóttir Bergþóra, húsfreyja í Hvömmum, er nýlega orðin ekkja og nýtur þess að ráða sér sjálf . Þegar ung kona finnst látin á lækjarbakka áttar Bergþóra sig á því að henni hafi verið drekkt . Einhvers staðar leynist morðinginn og þegar sýslumaðurinn tekur að yfirheyra vitni og grunaða verður ljóst að flestir hafa eitthvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf . 240 bls . Forlagið - Iðunn SVK Þín eru sárin Höf: Þórdís Þúfa Einlæg og ögrandi skáldævisaga þar sem höfundur fjallar um eldfimt málefni af áræðni og hispursleysi . Tímabær og mikilvæg bók . Þórdís Þúfa hefur hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín, sem hafa m .a . verið gefin út á ensku og þýsku, auk þess sem ljóð hennar hafa birst í tímaritum víða um heim . 264 bls . Þúfan RAF HLB Öskrið Höf: Anna Margrét Sigurðardóttir Les: Þórunn Lárusdóttir Ekkert bendir til þess að dauða Freyju hafi borið að með saknæmum hætti - ekkert nema rósirnar og samúðarkveðjan . Skömmu síðar lyppast umdeildur þingmaður niður í mathöll í Reykjavík og liggur fyrir dauðanum . Læknarnir finna enga orsök . Ofan á þetta erfiða sakamál þarf rannsóknarlögreglukonan Bergþóra að takast á við eigin djöfla . Storytel B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa32 Skáldverk ÍSLENSK SLÖKUN. Lestur veitir hvíld frá raunveruleikanum, dregur úr streitu og hefur róandi áhrif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.