Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 29

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 29
IB Moldin heit Höf: Birgitta Björg Guðmarsdóttir Ástin í lífi Karenar deyr . Hún mætir í jarðarförina óboðin, situr aftast og segir engum hver hún er . En eftir að hafa borið eina fortíð til grafar skýtur önnur upp kollinum . Moldin heit fjallar um ástina, listina, sorg og missi . Hér er á ferðinni feikisterk skáldsaga frá nýrri og spennandi rödd í íslenskum bókmenntaheimi . 226 bls . Drápa SVK RAF Móðurást: Draumþing Höf: Kristín Ómarsdóttir Á sinn einstaka hátt heldur Kristín hér áfram að segja skáldaða sögu Oddnýjar Þorleifsdóttur langömmu sinnar á ofanverðri nítjándu öld . Oddný er á fimmtánda ári en rígheldur í bernskuna . Jónsmessugleði Setselju frænku hennar opnar augu hennar fyrir seiðandi heimi fullorðinna kvenna . Fyrsta bindi sögunnar, Oddný, hlaut Fjöruverðlaunin 2024 . 166 bls . Forlagið - Mál og menning IB RAF Múffa Höf: Jónas Reynir Gunnarsson Markús er 33 ára, býr enn hjá föður sínum og stjúpmóður og heldur sig inni í herbergi á kafi í heimi tölvuleikja . En einn daginn fær hann pakka í pósti sem markar skil fyrir þau öll . Áleitin og grípandi skáldsaga frá snjöllum höfundi, saga um fjölskyldubönd og vináttu, rými og mörk, frelsi og hyldýpi – og það hvernig fólk kýs að lifa lífi sínu . 130 bls . Forlagið - Mál og menning RAF HLB Myrkraverk Náttfarar Höf: Emil Hjörvar Petersen Les: Hjörtur Jóhann Jónsson Í þessari lokabók þríleiksins Myrkraverk gengur hrina hrottalegra ofbeldisverka yfir Reykjavík og lögreglan stendur ráðþrota frammi fyrir voðanum, í loftinu liggur ára óhugnaðar og ljóst er að eitthvað hræðilegt er í vændum . Tvíeykið Halldór og Magga þurfa að beita allri sinni reynslu til að halda lífi og finna svör . Storytel RAF HLB Ný byrjun í Höllinni Höf: Sigrún Elíasdóttir Les: Sólveig Guðmundsdóttir og Berglind Alda Ástþórsdóttir Kvikmyndatökulið flykkist inn í litla þorpið Eyravík og setur allt á annan endann . Með Trausta sér við hlið þarf Saga að tryggja að allt gangi upp - og í leiðinni kynnast þau tvö betur en nokkru sinni áður . Emilía kemur til þorpsins á flótta undan kulnandi ástarsambandi . Þetta átti að vera stundarflótti en hver veit, kannski er þetta ný byrjun? Storytel IB Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen Höf: Bragi Páll Sigurðarson Jens Ólafsson Olsen býr við hrakandi heilsu . Hann gerir sitt besta til þess að koma sér á réttan kjöl en þegar hann reynir óhefðbundnar lausnir hefur það óvæntar og óvelkomnar afleiðingar . „Bragi Páll er tabúmeistari landsins, nautabani grínsins! Ég er enn hlæjandi .“ Steinar Bragi 204 bls . Sögur útgáfa KIL Ógeðslegir hlutir Höf: Sunneva Kristín Sigurðardóttir Pardusinn, fiðraða veran, Jean-Luc, Marcelo og Paulinho ferðast hér um innri lönd og kanna hið ógreinilega og óþægilega - það sem tengir okkur saman og slítur að lokum í sundur, meltir og skítur . 67 bls . Pirrandi útgáfa KIL Óljós Höf: Geir Sigurðsson Þetta er saga sem var skrifuð til þess að hún yrði ekki birt og myndi gleymast . 201 bls . Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 29GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÍSLENSK EINBEITING OG MINNI. Lestur krefst athygli og eflireinbeitingu og eftirtekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.