Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 29

Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 29
IB Moldin heit Höf: Birgitta Björg Guðmarsdóttir Ástin í lífi Karenar deyr . Hún mætir í jarðarförina óboðin, situr aftast og segir engum hver hún er . En eftir að hafa borið eina fortíð til grafar skýtur önnur upp kollinum . Moldin heit fjallar um ástina, listina, sorg og missi . Hér er á ferðinni feikisterk skáldsaga frá nýrri og spennandi rödd í íslenskum bókmenntaheimi . 226 bls . Drápa SVK RAF Móðurást: Draumþing Höf: Kristín Ómarsdóttir Á sinn einstaka hátt heldur Kristín hér áfram að segja skáldaða sögu Oddnýjar Þorleifsdóttur langömmu sinnar á ofanverðri nítjándu öld . Oddný er á fimmtánda ári en rígheldur í bernskuna . Jónsmessugleði Setselju frænku hennar opnar augu hennar fyrir seiðandi heimi fullorðinna kvenna . Fyrsta bindi sögunnar, Oddný, hlaut Fjöruverðlaunin 2024 . 166 bls . Forlagið - Mál og menning IB RAF Múffa Höf: Jónas Reynir Gunnarsson Markús er 33 ára, býr enn hjá föður sínum og stjúpmóður og heldur sig inni í herbergi á kafi í heimi tölvuleikja . En einn daginn fær hann pakka í pósti sem markar skil fyrir þau öll . Áleitin og grípandi skáldsaga frá snjöllum höfundi, saga um fjölskyldubönd og vináttu, rými og mörk, frelsi og hyldýpi – og það hvernig fólk kýs að lifa lífi sínu . 130 bls . Forlagið - Mál og menning RAF HLB Myrkraverk Náttfarar Höf: Emil Hjörvar Petersen Les: Hjörtur Jóhann Jónsson Í þessari lokabók þríleiksins Myrkraverk gengur hrina hrottalegra ofbeldisverka yfir Reykjavík og lögreglan stendur ráðþrota frammi fyrir voðanum, í loftinu liggur ára óhugnaðar og ljóst er að eitthvað hræðilegt er í vændum . Tvíeykið Halldór og Magga þurfa að beita allri sinni reynslu til að halda lífi og finna svör . Storytel RAF HLB Ný byrjun í Höllinni Höf: Sigrún Elíasdóttir Les: Sólveig Guðmundsdóttir og Berglind Alda Ástþórsdóttir Kvikmyndatökulið flykkist inn í litla þorpið Eyravík og setur allt á annan endann . Með Trausta sér við hlið þarf Saga að tryggja að allt gangi upp - og í leiðinni kynnast þau tvö betur en nokkru sinni áður . Emilía kemur til þorpsins á flótta undan kulnandi ástarsambandi . Þetta átti að vera stundarflótti en hver veit, kannski er þetta ný byrjun? Storytel IB Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen Höf: Bragi Páll Sigurðarson Jens Ólafsson Olsen býr við hrakandi heilsu . Hann gerir sitt besta til þess að koma sér á réttan kjöl en þegar hann reynir óhefðbundnar lausnir hefur það óvæntar og óvelkomnar afleiðingar . „Bragi Páll er tabúmeistari landsins, nautabani grínsins! Ég er enn hlæjandi .“ Steinar Bragi 204 bls . Sögur útgáfa KIL Ógeðslegir hlutir Höf: Sunneva Kristín Sigurðardóttir Pardusinn, fiðraða veran, Jean-Luc, Marcelo og Paulinho ferðast hér um innri lönd og kanna hið ógreinilega og óþægilega - það sem tengir okkur saman og slítur að lokum í sundur, meltir og skítur . 67 bls . Pirrandi útgáfa KIL Óljós Höf: Geir Sigurðsson Þetta er saga sem var skrifuð til þess að hún yrði ekki birt og myndi gleymast . 201 bls . Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 29GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÍSLENSK EINBEITING OG MINNI. Lestur krefst athygli og eflireinbeitingu og eftirtekt.

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.