Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 27

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 27
SVK Innanríkið - Alexíus Höf: Bragi Ólafsson Faðir höfundar vaknar eina nótt við að ókunnugur maður stendur í svefnherbergisdyrunum, og aldarfjórðungi síðar rifjar sonurinn upp atvikið . Í framhaldi fer hann á stefnulaust flakk um fortíð og nútíð, frá Reykjavík upp á Mýrar og út í heim . Hér sýnir Bragi Ólafsson á sér nýja hlið; hann beinir athyglinni að því sem ekki er endilega skáldskapur . 270 bls . Smekkleysa IB Innsti kroppur í búri Höf: Helgi Jónsson Beint framhald af Bónorðunum tíu . Fjórar grínsögur í seríu um venjulega Íslendinga . 272 bls . Bókaútgáfan Tindur KIL RAF Í djúpinu Höf: Margrét S. Höskuldsdóttir Margslungin og spennandi Vestfjarðaglæpasaga með dulrænum undirtónum . Athafnamaður finnst látinn í heitum potti við heimili sitt í Reykjavík og rannsókn lögreglu teygir sig inn á slóðir sem liggja aftur til fortíðar og á heimavist vestur á fjörðum . Hvaða leyndarmál búa í djúpinu? 334 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Í skugga trjánna Höf: Guðrún Eva Mínervudóttir Í skugga trjánna er skáldævisaga í anda Skeggs Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016 og hlaut frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda . Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann af einlægni og áræðni, svo úr verður áhrifamikil saga – full af húmor, hlýju og skáldlegri visku . 328 bls . Bjartur IB Kafalda Höf: Úlfar Þormóðsson Metnaðarfullur aðstoðarmaður ráðherra verður fyrir netárás sem hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar . Þróaðar símanjósnir og ný kynslóð tölvutækni gerir ósýnilegum óvinum hans auðvelt að leika sér með orðstír hans, æru og fyrirætlanir . Samstarfsmenn hans halda að sér höndum og það hriktir í stoðum fjölskyldunnar . 189 bls . Veröld IB Klökkna klakatár Höf: Ragnhildur Bragadóttir Eftir andlát þjóðfrægs rithöfundar sest ekkja hans niður og tekur til við að koma skikki á gífurlegt safn skjala sem hann lét eftir sig . Hún reynir að henda reiður á þeim óvæntu upplýsingum sem koma upp úr kös gulnaðra pappíra úr slitnum plastpokum . Hún les og tengir sögu hans við sína, enda höfðu þau átt langt samlíf og stormasamt . 445 bls . Ugla KIL Kona á buxum Höf: Auður Styrkársdóttir Heimildaskáldsaga um Þuríði formann á Stokkseyri sem varð strax á barnsaldri dugandi sjómaður og gekk uppkomin á buxum . Hún fór ótroðnar slóðir og varð fræg fyrir að koma óvænt upp um illræmda glæpamenn í Flóanum . Höfundur sem á sér langa sögu í heimi fræða hefur kafað djúpt í heimildir um Þuríði sem um tíma gekk undir nafninu Þormóður . 360 bls . Bókaútgáfan Sæmundur IB Krydd lífsins Höf: Einar Örn Gunnarsson Krydd lífsins er safn tólf smásagna sem allar gerast í nútímanum í höfuðborgum Norðurlanda, allt frá Nuuk til Helsinki . Sögurnar, sem eru skrifaðar af innsæi, varpa ljósi á mannlegt eðli og eru í senn áleitnar, grátbroslegar, fyndnar og harmrænar . Sjaldnast er allt sem sýnist og hvaðeina getur umturnast eða afhjúpast í sviphendingu . 288 bls . Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 27GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÍSLENSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.