Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 27
SVK
Innanríkið - Alexíus
Höf: Bragi Ólafsson
Faðir höfundar vaknar eina nótt við að ókunnugur
maður stendur í svefnherbergisdyrunum, og
aldarfjórðungi síðar rifjar sonurinn upp atvikið . Í
framhaldi fer hann á stefnulaust flakk um fortíð og
nútíð, frá Reykjavík upp á Mýrar og út í heim .
Hér sýnir Bragi Ólafsson á sér nýja hlið; hann beinir
athyglinni að því sem ekki er endilega skáldskapur .
270 bls .
Smekkleysa
IB
Innsti kroppur í búri
Höf: Helgi Jónsson
Beint framhald af Bónorðunum tíu .
Fjórar grínsögur í seríu um venjulega Íslendinga .
272 bls .
Bókaútgáfan Tindur
KIL RAF
Í djúpinu
Höf: Margrét S. Höskuldsdóttir
Margslungin og spennandi Vestfjarðaglæpasaga
með dulrænum undirtónum . Athafnamaður finnst
látinn í heitum potti við heimili sitt í Reykjavík
og rannsókn lögreglu teygir sig inn á slóðir sem
liggja aftur til fortíðar og á heimavist vestur á
fjörðum . Hvaða leyndarmál búa í djúpinu?
334 bls .
Forlagið - Vaka-Helgafell
IB
Í skugga trjánna
Höf: Guðrún Eva Mínervudóttir
Í skugga trjánna er skáldævisaga í anda Skeggs
Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016 og hlaut
frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda .
Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann
af einlægni og áræðni, svo úr verður áhrifamikil
saga – full af húmor, hlýju og skáldlegri visku .
328 bls .
Bjartur
IB
Kafalda
Höf: Úlfar Þormóðsson
Metnaðarfullur aðstoðarmaður ráðherra verður fyrir
netárás sem hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar . Þróaðar
símanjósnir og ný kynslóð tölvutækni gerir ósýnilegum
óvinum hans auðvelt að leika sér með orðstír hans,
æru og fyrirætlanir . Samstarfsmenn hans halda að sér
höndum og það hriktir í stoðum fjölskyldunnar .
189 bls .
Veröld
IB
Klökkna klakatár
Höf: Ragnhildur Bragadóttir
Eftir andlát þjóðfrægs rithöfundar sest ekkja
hans niður og tekur til við að koma skikki á
gífurlegt safn skjala sem hann lét eftir sig .
Hún reynir að henda reiður á þeim óvæntu
upplýsingum sem koma upp úr kös gulnaðra
pappíra úr slitnum plastpokum .
Hún les og tengir sögu hans við sína, enda
höfðu þau átt langt samlíf og stormasamt .
445 bls .
Ugla
KIL
Kona á buxum
Höf: Auður Styrkársdóttir
Heimildaskáldsaga um Þuríði formann á Stokkseyri
sem varð strax á barnsaldri dugandi sjómaður og
gekk uppkomin á buxum . Hún fór ótroðnar slóðir
og varð fræg fyrir að koma óvænt upp um illræmda
glæpamenn í Flóanum . Höfundur sem á sér langa sögu
í heimi fræða hefur kafað djúpt í heimildir um Þuríði
sem um tíma gekk undir nafninu Þormóður .
360 bls .
Bókaútgáfan Sæmundur
IB
Krydd lífsins
Höf: Einar Örn Gunnarsson
Krydd lífsins er safn tólf smásagna sem allar gerast
í nútímanum í höfuðborgum Norðurlanda, allt frá
Nuuk til Helsinki . Sögurnar, sem eru skrifaðar af
innsæi, varpa ljósi á mannlegt eðli og eru í senn
áleitnar, grátbroslegar, fyndnar og harmrænar .
Sjaldnast er allt sem sýnist og hvaðeina getur
umturnast eða afhjúpast í sviphendingu .
288 bls .
Sögur útgáfa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 27GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Skáldverk ÍSLENSK