Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 66
Íþróttir og útivist
IB
Bestu karlarnir
Öflugustu fótboltamenn heims
Höf: Illugi Jökulsson
Viltu kynnast þeim allra bestu? Lestu allt um
hetjurnar . Hverjir eru þeir? Hvað geta þeir?
Hverjar eru þeirra sterkustu hliðar?
Hér kynnist þú betur helstu snillingum heims
í fótbolta, Mbappé, Bellingham, Vinícius Júnior,
Musiala, Lamine Yamal og öllum hinum .
Líflegur og fróðlegur texti, flottar myndir,
skemmtilegar staðreyndir .
64 bls .
Sögur útgáfa
IB
Fótboltaspurningar Illuga Jökulssonar
Höf: Illugi Jökulsson
Hér er komin mögnuð spurningabók sem snýst
eingöngu um fótbolta! Í bókinni eru 15 leikir sem
innihalda 15 spurningar hver . Alls 225 spurningar!
Veistu allt um fótbolta? Nú kemur það í ljós!
112 bls .
Drápa
IB
Íslensk knattspyrna 2024
Höf: Víðir Sigurðsson
Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu
eru einstakar og eiga engan sinn líka í heiminum .
Þessi vinsæli bókaflokkur hefur nú komið út í rúm
fjörutíu ár og hefur aldrei verið betri . Hér finnur
áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska
boltanum á árinu 2024 í máli og myndum . Ómissandi
árbók allra áhangenda íslenskrar knattspyrnu .
272 bls .
Sögur útgáfa
IB
Real Madrid
Konungar knattspyrnunnar
Höf: Illugi Jökulsson
„Að spila fyrir Real er eins og að snerta himininn,“ segja
Spánverjar . Margir bestu fótboltamenn sögunnar hafa
spilað með liðinu og sigurgangan er rétt að byrja .
Í þessari skemmtilegu bók, sem er fyrir alla
aldurshópa, er saga liðsins rakin frá snillingum
fyrri tíma til stjarna samtímans .
Líflegur texti, flottar myndir, fróðlegar staðreyndir .
80 bls .
Sögur útgáfa
IB
Við straumana
veiðibók
Myndh: Guðmundur Einarsson frá Miðdal
Við straumana er falleg bók fyrir veiðimenn til
að skrá veiðisögur sínar og afla . Bókina prýða
tilvitnanir um veiði og myndir eftir Guðmund
frá Miðdal . Skyldueign stangveiðimanna!
128 bls .
Salka
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa66
Íþróttir og útivist
Íþróttir og útivist