Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 3

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 3
Kæri bókaunnandi E nn eitt árið er skammdegisljósið ljúfa mætt, brakandi fersk Bókatíðindi, sem innihalda margskonar andans upplyftingu til að létta lund okkar allra á þessum kalda og myrka árstíma sem nú fer í hönd. Það kemur fátt í staðinn fyrir það að njóta nýrra bóka hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Það kom okkur hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda ánægjulega á óvart þegar við fórum að skoða útgáfu ársins á miðju yfirstandandi ári að fjöldi nýrra titla væri þá þegar orðinn rúmlega 200. Það gefur skýrar vísbendingar um að bókaútgáfa hérlendis er ekki eingöngu bundin við hið árlega jólabókaflóð sem er afar ánægjuleg staðreynd. Þannig að hvort sem þú ert í flugvél á leið til útlanda, situr í bíl sem flytur þig á milli landshluta, yljar þér við arineld í sumarbústað eftir snjómokstur, ert á morgungöngu með hundinn, að brjóta saman þvott, situr sötrandi sangríu á suðrænni sólarströnd eða ert bara heima í uppáhaldsstólnum þínum eftir annasaman vinnudag þá er hér að finna úrval bóka sem eru viðeigandi við hvert tækifæri. Þau fjölbreyttu útgáfuform bóka sem eru í boði, þ.e.a.s. rafbækur, vefbækur og hljóðbækur auk hinnar klassísku prentuðu bókar, styðja þig svo enn frekar við að efla í þér bókelskuna. Bókatíðindin geyma samantekt yfir bókaútgáfu ársins 2024 sem er, líkt og undanfarin ár, afar gróskumikil, fjölbreytt og metnaðarfull. Öll útgáfa ársins 2024, þar á meðal þær bækur sem ekki náðust í tíma til skráningar í prentútgáfu Bókatíðinda, er á hinum ágæta bókavef okkar bokatidindi.is. Einnig viljum við vekja athygli á því að allar eldri útgáfur Bókatíðinda, allt aftur til ársins 1890, eru nú aðgengilegar á timarit.is. Með ósk um að þú og þitt fólk njótið góðra stunda með nýjum bókum á komandi vikum og mánuðum. Gleðileg íslensk bókajól! Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Undir kápumyndum allra bóka má nú finna tákn sem vísa til útgáfuforms. Táknskýringar má finna neðst á öllum kynningarblaðsíðum. GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók – allar blaðsíður úr hörðum pappír HLB Hljóðbók IB Innbundin bók – kápuspjöld úr hörðum pappír KIL Kilja RAF Rafbók SVK Sveigjanleg kápa – líkt og kilja en í annarri stærð Merking tákna í Bókatíðindum BÓKATÍÐINDI 2024 Útgef andi: Félag íslenskra bóka út gef enda Bar óns stíg 5 101 Reykja vík Netfang: fibut@fibut.is Vef ur: www.bokatidindi.is Hönn un kápu: Halldór Baldursson og Ámundi Sigurðsson Ábm.: Bryndís Loftsdóttir Upp lag: 42.000 Prentvinnsla: Prentmet Oddi ehf., umhverfisvottað fyrirtæki ISSN 1028-6748 Efnisyfirlit Barna- og ungmennabækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Myndríkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Skáldverk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Unglingabækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Teiknimyndasögur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Fræði og bækur almenns efnis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Skáld verk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Íslensk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Þýdd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33 Myndasögur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Náttúra, dýralíf og landshættir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Ljóð og leikhandrit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Listir og ljósmyndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47 Ævi sög ur og end ur minn ing ar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48 Fræðirit, frásagnir og handbækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn . . . . . . . . . . . . . . . . 64 Hannyrðir og matreiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65 Íþróttir og útivist . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66 Titl askrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68 Útgef end askrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72 B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 3GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Slökun. Lestur veitir hvíld frá raunveruleikanum, dregur úr streitu og hefur róandi áhrif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.