Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 52

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 52
Fræðirit, frásagnir og handbækur IB ADHD í stuttu máli Lykillinn að skilningi og þroska Höf: Dr. Edward M. Hallowell Þýð: Nanna Rögnvaldardóttir Aðgengileg og fróðleg bók sem fjallar ekki síst um þá kosti sem geta fylgt röskuninni og hvernig fólk með ADHD getur dafnað sem best í lífi og starfi . Hér útskýrir hinn heimsþekkti ADHD-sérfræðingur, metsöluhöfundur og TikTok-stjarna, dr . Edward M . Hallowell, vísindin að baki ADHD um leið og hann hrekur mýtur og leiðréttir misskilning . 224 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Alkíbíades Höf: Platon Þýð: Hjalti Snær Ægisson Glæsimennið Alkíbíades er í þann mund að sigra heiminn þegar hann hittir heimspekinginn Sókrates á förnum vegi . Þeir taka tal saman og þegar upp er staðið þarf stjórnmálamaðurinn ungi að endurmeta flest það sem hann taldi sig vita . Þessi snjalla samræða er fyrirtaks byrjunarreitur í heimspeki Platons . 244 bls . Ófelía KIL Almanak Háskóla Íslands 2025 Höf: Gunnlaugur Björnsson og Páll Jakobsson Í almanaki 2025 er grein um fjarreikistjörnur, en það eru reikistjörnur utan okkar sólkerfis . Með þróaðri mælitækni er nú auðvelt að finna þær og nálgast staðfestur fjöldi 6000 . Einnig er fjallað um dvergstjörnur í geimnum . Loks er pistill um fjarlægðarmælingar í geimnum og fjarlægustu fyrirbæri sem fundist hafa í alheimi . 96 bls . Háskólaútgáfan KIL Almanak HÍÞ 2025 Ásamt árbók 2023 Höf: Arnór Gunnar Gunnarsson og Gunnlaugur Björnsson Hér er 151 . árgangur Almanaks Hins íslenska þjóðvinafélags ásamt árbók . Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla . Almakinu fylgir Árbók 2023 þar sem rakin eru helstu tíðindi ársins á ýmsum sviðum íslensks mannlífs . Háskólaútgáfan SVK Andvari 2024 Ritstj: Ármann Jakobsson Aðalgrein Andvara 2024 er æviágrip Ragnhildar Helgadóttur, fv . ráðherra, eftir sagnfræðingana Rósu Magnúsdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur . Ragnhildur var kjörin á þing aðeins 26 ára og sat á þingi í alls 23 ár . Hún var fyrsta konan sem var ráðherra í heilt kjörtímabil og ferill hennar er um margt merkilegur . 10 aðrar greinar eru í riti ársins . 235 bls . Háskólaútgáfan SVK Austur, vestur og aftur heim Höf: Jóhann Páll Árnason Ritstj: Ágúst Þór Árnason og Geir Sigurðsson Greinarnar níu eru þverskurður af rannsóknum á sviði félagsfræði, siðmenningargreiningu og heimspeki sem Jóhann Páll Árnason hefur lagt stund á . Auk greinanna ritar Jóhann endurminningakafla þar sem hann gerir litríku lífshlaupi sínu skil, fjallar jafnt um áhrifavalda sína sem stjórnmálaskoðanir og setur í sögulegt samhengi . Hið íslenska bókmenntafélag SVK Barnavernd á Íslandi – fyrr og nú Ritstj: Sigrún Harðardóttir, Halldór S. Guðmundsson og Hrefna Friðriksdóttir Fræðirit um þróun barnaverndar á Íslandi í hugmyndafræðilegu og sögulegu ljósi, lagaþróun, starfsaðferðir, úrræði og stofnanir í barnavernd . Í bókinni er einnig varpað upp svipmyndum úr barnaverndarstarfinu með viðtölum við fólk sem hefur starfað eða haft aðkomu að barnavernd . Áhersla er lögð á að bókin sé í senn fagleg, fræðileg og persónuleg . Háskólaútgáfan SVK Berlínarbjarmar Langamma, David Bowie og ég Höf: Valur Gunnarsson Sagnfræðingurinn Valur Gunnarsson kryfur hér sögu hinnar margslungnu Berlínar og nágrennis frá mörgum hliðum allt frá tímum keisara, nasista, heimsstyrjalda og svo aðskilnaðar til falls múrsins . Við sögu koma meðal annarra hin þýska langamma höfundar, goðsögnin David Bowie og ýmsir lykilleikmenn í sögu Evrópu . 448 bls . Salka KIL Besti vinur aðal Höf: Björn Þorláksson Blaðamenn sem beittir hafa verið grímulausu ofbeldi leggja spil sín á borðið . Söguritari, Björn Þorláksson, afhjúpar sjálfur óeðlileg inngrip valdhafa og spilltra afla á löngum ferli sínum í blaðamennsku . Einnig er rætt við þolendur og ýmsa sérfræðinga um spillingu . 352 bls . Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa52 Fræðirit, frásagnir og handbækur Fræðirit, frásagnir og handbækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.