Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 13

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 13
IB Ævintýri hinna fimm fræknu Fimm og ævintýri í vetrarfríinu Höf: Enid Blyton Þýð: Huginn Þór Grétarsson Smásaga eftir Enid Blyton skreytt glænýjum litmyndum: Tommi tekur eftir mjög grunsamlegu fólki um borð í lest . Hvað er svona óvenjulegt við einn farþegann? Hvernig munu hin fimm fræknu leysa þessa ráðgátu? 80 bls . Óðinsauga útgáfa IB Fíasól í logandi vandræðum Höf: Kristín Helga Gunnarsdóttir Myndh: Halldór Baldursson Áttunda bókin um hina heimsfrægu Fíusól sem er í logandi vandræðum . Það er eldgos í Vindavík, Bjössi byssó flytur í götuna, Fíasól tínir upp skítalummur og syngur í Skólóvisjón . Halldór Baldursson teiknar sem fyrr veröld Fíusólar . 232 bls . Bjartur IB Fjársjóður í mýrinni Höf: Sigrún Eldjárn Þriðja bókin um krakkana í Mýrarsveit, þau Stellu, Ella og Bellu sem búa með pabba sínum í gráa húsinu og Móses sem býr með mæðrum sínum þremur í bláa húsinu . Einn daginn birtast óprúttnir gestir með ískyggileg plön um framtíð mýrarinnar í farteskinu . Skemmtileg og spennandi saga sem tekur á brýnum málum eins og umhverfisvernd og börnum á flótta . 97 bls . Forlagið - Mál og menning IB Fóa og Fóa feykirófa Höf: Huginn Þór Grétarsson Myndir: Katrín Vigfúsdóttir Ýmsar munnmælasögur hafa varðveist um Fóu og Fóu feykirófu . Þessi saga segir af því þegar Fóa feykirófa kastar Fóu úr heita og feita hellinum sínum . Fóa fer að gráta en þá koma þau eitt af öðru; lambið, ærin, sauðurinn og hrúturinn … Sagan um Fóu og Fóu feykirófu er ein vinsælasta þjóðsaga Íslendinga . 34 bls . Óðinsauga útgáfa IB Gling Gló og bletturinn Höf: Hrafnhildur Hreinsdóttir Myndir: Diandra Hwan Bókaflokkurinn fjallar um Gling Gló sem fer stundum í pössun til ömmu og leikur sér þar við Óbó vin sinn . Þetta er fjórða bókin um Gling Gló . Dag nokkurn gerir hún svolítið sem hún ekki má og skrökvar svo um það . Amma sem er hjátrúarfull segir að börn fái svartan blett á tunguna ef þau segja ekki satt . Fallegar myndir eru í bókinni . 46 bls . Gimbill bókasmiðja IB Ævintýri hinna fimm fræknu Hárið á Georg er of sítt Höf: Enid Blyton Þýð: Huginn Þór Grétarsson Georg vill bara komast í klippingu en hún flækist inn í mál bíræfinna þjófa . Júlli, Jonni og Anna eru of upptekin við ísát til að hjálpa til . Hver mun bjarga deginum? Hin fimm fræknu Júlli, Jonni, Georg, Anna og Tommi hafa glatt lesendur í meira en 70 ár! 80 bls . Óðinsauga útgáfa IB Bekkurinn minn 8 Hendi! Höf: Yrsa Þöll Gylfadóttir Myndh: Iðunn Arna Hendi! Fjallar um fótboltastrákinn Hallgrím og eftirminnilegt atvik á battavellinum . Þegar þeir Amir keppa á móti eldri krökkum í fótbolta heyra þeir sögu sem ásækir þá . Missti Úlfur í alvörunni hendina í ísbjarnarárás á Grænlandi? Eða var það hákarl…? 64 bls . Bókabeitan KIL Heyrðu Jónsi: Allt í köku Höf: Sally Rippen Jónsi er hlédrægur strákur sem þarf að takast á við alls konar áskoranir, stundum með hjálp bestu vinkonu sinnar, hennar Binnu B . Í þessari bók ákveða Jónsi og Binna að taka upp matreiðsluþátt . Ætli þau séu góðir bakarar? Bækurnar um Jónsa henta vel fyrir yngstu lesendurna . 44 bls . Rósakot KIL Heyrðu Jónsi: Galdur í garðinum Höf: Sally Rippen Jónsi er hlédrægur strákur sem þarf að takast á við alls konar áskoranir, stundum með hjálp bestu vinkonu sinnar, hennar Binnu B . Í þessari bók finnur Jónsi púpu í garðinum og bíður spenntur eftir því að fiðrildið skríði út . En er þetta örugglega fiðrildapúpa? Bækurnar um Jónsa henta vel fyrir yngstu lesendurna . 44 bls . Rósakot IB Hin eini sanni jólasveinn Höf: Hjalti Halldórsson Myndh: Herborg Árnadóttir Jólympíuleikarnir! Matthildur var svo viss um að það væri frábær hugmynd að láta jólasveinana keppa í alls konar jólaþrautum í sjónvarpinu . Þá myndu þeir hætta að rífast um hver væri mestur og bestur . Jólaandinn færðist aftur yfir bæinn og pabbi héldi starfinu hjá sjónvarpsstöðinni . En núna er allt farið í vaskinn . 176 bls . Bókabeitan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 13GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur SK ÁLDVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.