Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 14

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 14
IB Hlutaveikin Höf: Þórarinn Eldjárn Myndh: Sigrún Eldjárn Jólin nálgast . Freysteinn Guðgeirsson er ungur drengur sem verður æ spenntari með hverjum degi sem líður . Biðin er við það að verða óbærileg . Á endanum koma þau samt og Freysteinn getur loksins, loksins farið að opna alla jólapakkana . En þá kemur dálítið í ljós sem reynist erfitt viðureignar þó allt fari vel að lokum . Myndir gerði Sigrún Eldjárn . 46 bls . Gullbringa ehf. RAF HLB Hrekkjavökur Höf: Bragi Páll Sigurðarson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir Les: Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Vignir Rafn Valþórsson og Rúnar Freyr Gíslason Varúð! Hrekkjavökur eru hryllilega fyndnar sögur fyrir hugrökk börn . Hér leynast allskyns kynjaverur og hrikalegar skepnur sem hafa hrætt líftóruna úr kátum krökkum alla tíð síðan í eldgamla daga . Nú er tíminn til að snúa lyklinum í skránni, leiða hjá sér marrið í hurðinni og hleypa óttanum inn fyrir þröskuldinn . . . og kannski hlæja smá í leiðinni . Storytel IB Hræðileg gjöf Höf: Meritxell Martí og Xavier Salomó Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Í kvöld verður veislan Heimshryllingur þar sem koma saman níu verstu skrímsli sögunnar . Fyrst kom Húsið hennar ömmu og svo Húsið hans afa . Frá sömu höfundum kemur nú Hræðileg gjöf . 56 bls . Drápa IB Hundmann: Óbyggðirnar kvabba Höf: Dav Pilkey Þýð: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Bækurnar um Hundmann hafa slegið í gegn um allan heim og hafa selst í tugum milljóna eintaka . Raunar er leit að vinsælli barnabókum um þessar mundir . Hundmann bækurnar er fyndnar og skemmtilegar og hafa komið mörgum ungum lesandanum af stað . 240 bls . Bókafélagið IB Ísadóra Nótt fer á vampíruball Höf: Harriet Muncaster Myndh: Harriet Muncaster Þýð: Ingunn Snædal Ísadóra Nótt er sérstök af því að hún er öðruvísi . Mamma hennar er álfur og pabbi hennar vampíra og hún er blanda af þessu tvennu . Það er komið að hinu árlega vampíruballi og Ísadóra Nótt getur ekki beðið! Það er bara eitt vandamál, hún þarf að keppa í hæfileikakeppninni með hinum vampírubörnunum . 160 bls . Drápa SVK Ísadóra Nótt fer í frí Höf: Harriet Muncaster Þýð: Ingunn Snædal Þegar Ísadóra vinnur frábært frí fyrir fjölskylduna sína hlakkar hún til að fara í sólina, sjóinn og sandinn . En svo þarf að taka til hendinni þegar hún og hafmeyjan Marína finna skjaldbökuunga í vanda . Getur Ísadóra hjálpað litlu skjaldbökunni að rata heim? Mamma hennar er álfur og pabbi hennar er vampíra og hún er blanda af þessu tvennu . 128 bls . Drápa IB Kóngsi geimfari Höf: Laufey Arnardóttir Myndh: Örn Tönsberg Kóngsi er risasmár talandi páfagaukur sem vill skilja alheiminn . Hann hefur áhyggjur af Kela vini sínum sem er fluttur í nýtt hverfi og á enga vini í skólanum . Þeir deila áhuga á víðáttum geimsins og Keli smíðar geimskip með Birtu í næsta húsi . Hjartnæm og fyndin saga um vináttu, kærleika, alheiminn og gátur lífsins, sögð frá sjónarhorni páfagauks . 99 bls . Hugun – Lofn útgáfa IB Leyndarmál Lindu 10 Sögur af ekki-svo frábærri hvolpafóstru Höf: Rachel Renée Russell Þýð: Helgi Jónsson Linda og bestu vinir hennar fara út í leyniverkefni: að bjarga sjö hvolpum og Móru mömmu þeirra . Til þess þarf Linda að fela hundana fyrir foreldrum sínum! Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil . Fjörlegar teikningarnar og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt . 302 bls . Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa14 Barnabækur SK ÁLDVERK Lestu með tilþrifum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.