Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 50

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 50
IB Ingvar Vilhjálmsson Athafnasaga Höf: Jakob F. Ásgeirsson Ingvar Vilhjálmsson er eitt af stóru nöfnunum í sögu sjávarútvegs á Íslandi á tuttugustu öld . Um hálfrar aldar skeið rak hann eitt stærsta fyrirtæki landsins, Ísbjörninn á Seltjarnarnesi og í Reykjavík . Í þessari bók er leitast við að gefa heildarmynd af umsvifum þessa stórbrotna athafnamanns . 276 bls . Ugla IB Í spor Sigurðar Gunnarssonar Höf: Hjörleifur Guttormsson Margir helstu áhrifamenn á Íslandi 19 . aldar voru ótrúlega fjölhæfir og afkastamiklir . Einn þeirra er Sigurður Gunnarsson, sálusorgari, ferðagarpur, smiður og húsameistari, náttúrufræðingur, rithöfundur, alþingismaður og læknir . 583 bls . Skrudda IB Í veiði með Árna Bald Höf: Árni Baldursson Árni Baldursson er lifandi goðsögn í veiðiheiminum, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim . Hann hefur veitt um víða veröld, í Rússlandi, Suður-Ameríku, Skotlandi, Noregi, Grænlandi og Alaska og lent í ótrúlegum ævintýrum . Um tíma var Árni stærsti veiðileyfasali landsins og hér segir hann sögur sínar í fyrsta sinn á prenti . 224 bls . Salka IB Kallaður var hann kvennamaður Sigurður Breiðfjörð og samtíð hans Höf: Óttar Guðmundsson Sigurður Breiðfjörð skáld og samtímamenn hans er viðfangsefni Óttars Guðmundssonar geðlæknis í þessari bók . Sigurður fæddist í lok 18 . aldar . Hann var um árabil vinsælasta og mest lesna skáld þjóðarinnar . 298 bls . Skrudda KIL Konan sem í mér býr Höf: Britney Spears Þýð: Helgi Ingólfsson Þessi bók Britney Spears, sem skrifuð er af ótrúlegri hreinskilni og húmor, markar þáttaskil . Hún er til vitnis um óendanlegan mátt tónlistar og ástar – og mikilvægi þess að kona segi loks sína eigin sögu, á sínum eigin forsendum . Bók ársins 2023: Elle, The Washington Post, Rolling Stone, NPR, Financial Times, Vanity Fair, Daily Telegraph o .fl . 269 bls . Ugla IB RAF Mennska Höf: Bjarni Snæbjörnsson Bjarni ólst upp við algeran skort á hinsegin fyrirmyndum og neikvætt umtal um homma . Hvaða áhrif hefur það á mann að gangast ekki við hluta af sjálfum sér? Bók sem talar til allra þeirra sem hafa glímt við skömm og reynt að skila henni, þeirra sem finnst erfitt að taka sér pláss og óttast viðbrögð annarra . Aðgengileg og hrífandi (skyldu)lesning . 239 bls . Forlagið - Mál og menning KIL M-samtöl. Úrval Höf: Matthías Johannessen Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins í áratugi og skáld, lést í mars 2024 . Í þessari bók birtist úrval 30 samtala sem Matthías skrifaði, flest á árunum frá 1960-70 . Tvö hafa aldrei birst áður á bók, Stefán frá Möðrudal og Guðrún frá Lundi . Einstakt úrval, einstök bók . 400 bls . Bókaútgáfan Tindur KIL Óseldar bækur bóksala Höf: Shaun Bythell Þýð: Snjólaug Bragadóttir Bærinn Wigtown í Skotlandi er paradís bókaunnenda . Shaun Bythell er einn af bóksölunum í Wigtown . Búðin hans, The Bookshop, er stærsta fornbókabúð Skotlands í gömlu húsi með níu stórum herbergjum stútfullum af bókum . Bækur Shauns um bókalífið í fornbókabúðinni hans hafa slegið í gegn víða um heim . 454 bls . Ugla SVK Óvæntur ferðafélagi Höf: Eiríkur Bergmann Dag einn tók heimur alþjóðlega fræðimannsins Eiríks Bergmanns upp á því að lokast, veröldin fjötraðist í neti landamæratálmana og vegabréfa . Á sama tíma og hann var líka læstur inni í kófinu birtist skyndilega alvarlegur kvilli, severe tinnitus disorder . Eiríkur gaf kvillanum nafnið Tína og fór að halda dagbók um ástandið . 254 bls . Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa50 Ævisögur og endurminningar Hafðu það notalegt með góðri bók um jólin Bóksala stúdenta, boksala.is góð gjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.