Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 25

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 25
RAF HLB Ég elska þig meira en salt Höf: Sjöfn Asare Les: Sólbjört Sigurðardóttir og Berglind Alda Ástþórsdóttir Dag einn hefur ung kona samband og biður Sóleyju að rannsaka andlát litla bróður síns . Hún heldur því fram að móðir þeirra hafi ráðið honum bana . Nú reynir á Sóleyju að komast að hinu sanna . En málið er flóknara en virðist við fyrstu sýn . Er ungu konunni treystandi? Hvað býr að baki ásökunum hennar? Hvað gæti fengið móður til að skaða eigið barn? Storytel IB Ég færi þér fjöll Höf: Kristín Marja Baldursdóttir Manuel er kominn til Íslands þar sem hann hefur leigt herbergi hjá eldri hjónum . Á sama tíma er Sigyn á leið til Spánar . Ferðalög þeirra virðast í fyrstu ótengd og tilviljunum orpin – eða hvað? Eftir því sem sögunni vindur fram kemur í ljós að ekkert er sem sýnist og fortíðin lifnar við . Ný saga frá höfundi Karítas án titils . 219 bls . Bjartur IB Ég læt sem ég sofi Höf: Yrsa Sigurðardóttir Einstæð móðir tveggja barna fær íbúð leigða á mjög góðum kjörum en kemst fljótlega að því að það er engin tilviljun . Húsið á sér afar sorglega sögu . Lögreglan er send heim til smákrimma og þar finnst fyrir tilviljun taska sem kann að varpa ljósi á margra ára gamalt mál – þegar ung stúlka hvarf úr garðskúr og sást aldrei aftur . 350 bls . Veröld IB RAF HLB Ferðalok Höf: Arnaldur Indriðason Skáld fellur í stiga um miðja nótt og fótbrotnar . Næstu daga liggur hann fársjúkur á spítala og rifjar upp sælar og sárar stundir – hugurinn leitar í fornar ástarraunir og meinleg örlög smalapilts heima í Öxnadal . Söguleg skáldsaga um misjöfn kjör og hverfula gæfu, spunnin út frá ævi þjóðskáldsins Jónasar . Magnað og óvænt verk frá meistara Arnaldi . 267 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Friðsemd Höf: Brynja Hjálmsdóttir Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi . Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi . Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt . 224 bls . Benedikt bókaútgáfa SVK Fyrir afa - Nokkrar smásögur Höf: Sigurgeir Jónsson Myndh: Katrín Hersisdóttir Snilldarlega skrifaðar smásögur af Sigurgeiri Jónssyni, fyrrverandi kennara, sjómanni og blaðamanni með meiru, og ávallt býður hann okkur upp á óvænt endalok . Hver var t .d . ókurteisi ferðafélaginn? Fékk læknirinn sæðisprufuna? Hvað gerðist í sendibílnum á leiðinni til Akureyrar? Og hver var sá „framliðni“ sem fjallað er um og er dagsönn saga? 86 bls . Bókaútgáfan Hólar SVK RAF Gegnumtrekkur Höf: Einar Lövdahl Askur ætlar að flytja til útlanda . En það virðist vera sama hvert hann fer, alltaf er mamma hans – sem hann hefur ekki hitt í meira en áratug – með í för . Hnyttin og heiðarleg skáldsaga um stritið við að standa í lappirnar í vindasamri tilverunni og í samskiptum við sína nánustu . 272 bls . Forlagið - Mál og menning IB Gestabók MMXXIV Höf: Ýmsir höfundar Hvað eiga ungur rannsóknarblaðamaður, þeyttur fetaostur og kjölturakkinn Járnfrúin sameiginlegt – annað en að vera hugarfóstur meistaranema í ritlist? 189 bls . Króníka SVK Glerþræðirnir etnógrafísk brot Höf: Magnús Sigurðsson Með frumlegum og áhugaverðum hætti er atvikum og persónum úr sögu lands og þjóðar teflt fram gegn lífsskilyrðum nútímans . Hér er þó ekki tekið mið af stórviðburðum Íslandssögunnar heldur sagðar hversdagssögur af mönnum og málleysingjum, af þeirri fundvísi sem einkennir fyrri verk höfundar . 279 bls . Dimma IB RAF Gólem Höf: Steinar Bragi Grípandi saga úr myrkum framtíðarheimi . Ung kona vinnur fyrir valdamikið fyrirtæki við að lengja líf ríkasta fólks heims . Dag einn er tilvist fyrirtækisins ógnað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum . Bækur Steinars Braga njóta vinsælda víða um heim og hér fylgir hann eftir verðlaunasögunum Trufluninni og Dánum heimsveldum . Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 25GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÍSLENSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.