Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 25
RAF HLB
Ég elska þig meira en salt
Höf: Sjöfn Asare
Les: Sólbjört Sigurðardóttir og Berglind Alda
Ástþórsdóttir
Dag einn hefur ung kona samband og biður Sóleyju
að rannsaka andlát litla bróður síns . Hún heldur því
fram að móðir þeirra hafi ráðið honum bana . Nú
reynir á Sóleyju að komast að hinu sanna . En málið
er flóknara en virðist við fyrstu sýn . Er ungu konunni
treystandi? Hvað býr að baki ásökunum hennar?
Hvað gæti fengið móður til að skaða eigið barn?
Storytel
IB
Ég færi þér fjöll
Höf: Kristín Marja Baldursdóttir
Manuel er kominn til Íslands þar sem hann hefur
leigt herbergi hjá eldri hjónum . Á sama tíma er
Sigyn á leið til Spánar . Ferðalög þeirra virðast í
fyrstu ótengd og tilviljunum orpin – eða hvað?
Eftir því sem sögunni vindur fram kemur í ljós
að ekkert er sem sýnist og fortíðin lifnar við .
Ný saga frá höfundi Karítas án titils .
219 bls .
Bjartur
IB
Ég læt sem ég sofi
Höf: Yrsa Sigurðardóttir
Einstæð móðir tveggja barna fær íbúð leigða á
mjög góðum kjörum en kemst fljótlega að því að
það er engin tilviljun . Húsið á sér afar sorglega
sögu . Lögreglan er send heim til smákrimma og
þar finnst fyrir tilviljun taska sem kann að varpa
ljósi á margra ára gamalt mál – þegar ung stúlka
hvarf úr garðskúr og sást aldrei aftur .
350 bls .
Veröld
IB RAF HLB
Ferðalok
Höf: Arnaldur Indriðason
Skáld fellur í stiga um miðja nótt og fótbrotnar . Næstu
daga liggur hann fársjúkur á spítala og rifjar upp sælar
og sárar stundir – hugurinn leitar í fornar ástarraunir
og meinleg örlög smalapilts heima í Öxnadal .
Söguleg skáldsaga um misjöfn kjör og hverfula
gæfu, spunnin út frá ævi þjóðskáldsins Jónasar .
Magnað og óvænt verk frá meistara Arnaldi .
267 bls .
Forlagið - Vaka-Helgafell
IB
Friðsemd
Höf: Brynja Hjálmsdóttir
Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í
erótískum spennusögum, sem Fatima, besta
vinkona hennar, framleiðir á færibandi . Hennar
eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi . Þegar
besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum
heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af
er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt .
224 bls .
Benedikt bókaútgáfa
SVK
Fyrir afa
- Nokkrar smásögur
Höf: Sigurgeir Jónsson
Myndh: Katrín Hersisdóttir
Snilldarlega skrifaðar smásögur af Sigurgeiri Jónssyni,
fyrrverandi kennara, sjómanni og blaðamanni með
meiru, og ávallt býður hann okkur upp á óvænt
endalok . Hver var t .d . ókurteisi ferðafélaginn? Fékk
læknirinn sæðisprufuna? Hvað gerðist í sendibílnum
á leiðinni til Akureyrar? Og hver var sá „framliðni“
sem fjallað er um og er dagsönn saga?
86 bls .
Bókaútgáfan Hólar
SVK RAF
Gegnumtrekkur
Höf: Einar Lövdahl
Askur ætlar að flytja til útlanda . En það virðist
vera sama hvert hann fer, alltaf er mamma hans
– sem hann hefur ekki hitt í meira en áratug –
með í för . Hnyttin og heiðarleg skáldsaga um
stritið við að standa í lappirnar í vindasamri
tilverunni og í samskiptum við sína nánustu .
272 bls .
Forlagið - Mál og menning
IB
Gestabók
MMXXIV
Höf: Ýmsir höfundar
Hvað eiga ungur rannsóknarblaðamaður, þeyttur
fetaostur og kjölturakkinn Járnfrúin sameiginlegt –
annað en að vera hugarfóstur meistaranema í ritlist?
189 bls .
Króníka
SVK
Glerþræðirnir
etnógrafísk brot
Höf: Magnús Sigurðsson
Með frumlegum og áhugaverðum hætti er atvikum
og persónum úr sögu lands og þjóðar teflt fram gegn
lífsskilyrðum nútímans . Hér er þó ekki tekið mið
af stórviðburðum Íslandssögunnar heldur sagðar
hversdagssögur af mönnum og málleysingjum, af
þeirri fundvísi sem einkennir fyrri verk höfundar .
279 bls .
Dimma
IB RAF
Gólem
Höf: Steinar Bragi
Grípandi saga úr myrkum framtíðarheimi . Ung
kona vinnur fyrir valdamikið fyrirtæki við að
lengja líf ríkasta fólks heims . Dag einn er tilvist
fyrirtækisins ógnað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum .
Bækur Steinars Braga njóta vinsælda víða um
heim og hér fylgir hann eftir verðlaunasögunum
Trufluninni og Dánum heimsveldum .
Forlagið - Mál og menning
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 25GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Skáldverk ÍSLENSK