Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 26

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 26
IB Gröf minninganna Höf: Bjarki Bjarnason Fátækt og rótleysi setja sterkan svip á æsku ungrar stúlku og lesandinn horfir á heiminn með hennar augum . Við sögu kemur einnig eftirminnileg þátttaka nokkurra Íslendinga í borgarastyrjöldinni á Spáni á 4 . áratug síðustu aldar . Undarleg tilviljun veldur því að stúlkan fær stórt hlutverk í kvikmynd við upphaf íslenska kvikmyndavorsins . 288 bls . Bókaútgáfan Sæmundur KIL Hefndir Höf: Guðjón Baldursson Maður fer austur fyrir fjall um hávetur og kveikir í sumarbústað þar sem einn lætur lífið . Ári síðar er ung kona numin á brott á íslensku farþegaskipi og flutt til Brasilíu . Hún sleppur og mannræninginn finnst myrtur . Þriggja manna teymi lögreglumanna reynir að leysa gátuna . Hefndir er sérlega vel skrifuð sakamálasaga um skipulagða glæpastarfsemi . 284 bls . Bókaútgáfan Sæmundur KIL Heim fyrir myrkur Höf: Eva Björg Ægisdóttir Heim fyrir myrkur fékk Blóðdropann – Íslensku glæpasagnaverðlaunin 2023 . Eva Björg hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir glæpasögur sínar, bæði heima og erlendis . Þær sitja á metsölulistum víða um heim og fá hvarvetna frábæra dóma . „Eva Björg er í fremstu röð íslenskra glæpasagnahöfunda .“ The Times . 391 bls . Veröld IB Himintungl yfir heimsins ystu brún Höf: Jón Kalman Stefánsson Árið 1615 skrifar presturinn Pétur um atburði sem hafa skekið sveitina á Brúnasandi, um ástina, mennskuna og ábyrgðina sem við berum hvert á öðru . Á ystu rönd heimsins blása alþjóðlegir vindar og flytja með sér nýja heimsmynd, hugmyndir og bækur, enskar duggur, spánska hvalfangara og tilskipanir frá konunginum . Og penninn er beittari en sverðið . 360 bls . Benedikt bókaútgáfa IB RAF HLB Hittu mig í Hellisgerði Höf: Ása Marin Bráðskemmtileg og rómantísk vetrarsaga . Jólin hafa verið eyðilögð fyrir Snjólaugu . Barnsfaðir hennar ætlar að vera erlendis með dóttur þeirra í þrjár heilar vikur yfir hátíðarnar og Snjólaug sér fram á afar einmanalegt aðfangadagskvöld . En þá fær hún hugljómun: Hún ætlar að finna ástina í tæka tíð fyrir klukknahringinguna í Ríkisútvarpinu . 265 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell SVK Hótelsumar Höf: Gyrðir Elíasson Skáldsaga sem var einskonar forsmekkur að hinum rómaða þríleik, Sandárbókinni, Suðurglugganum og Sorgarmarsinum. Í Hótelsumri snýr sögumaður aftur á heimaslóðir eftir erfiðan skilnað og reynir að ná sambandi við sjálfan sig að nýju . Bókin hefur lengi verið ófáanleg en kemur nú út í nýrri ritröð af verkum höfundarins . 112 bls . Dimma IB Hulda Höf: Ragnar Jónasson „Hulda er ein af hinum miklu harmsögulegu hetjum nútímaglæpasagna,“ segir Sunday Times . Hulda er ný bók, forleikur að bókunum um þessa stórkostlegu persónu Ragnars Jónassonar sem lesendur þekkja úr Dimmu, Drunga og Mistri . Bálkurinn um hana hefur farið sigurför um heiminn og nú hefur verið gerið sjónvarpsþáttaröð eftir Dimmu . 248 bls . Veröld RAF HLB Hún gengur í myrkri Höf: Kolbrún Valbergsdóttir Les: Sigríður Láretta Jónsdóttir Undir friðsælu yfirborði smábæjarins Þorlákshafnar leynist þreifandi myrkur . Lára þarf að kafa ofan í djúp leyndarmál bæjarbúa og rífa af gömlum sárum til að leysa ráðgátuna um heyrnarlausa stúlku sem hvarf með húð og hári . En hvað ef lausnin er nær en virðist? Storytel B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa26 Skáldverk ÍSLENSK Sæmundargata 4, Háskólatorgi, 102 Reykjavík Þú færð jólapakkann hjá okkur Kíktu í jólaka  og notalega stemningu. Alltaf hei‚ á könnunni á ka húsinu. Opið mánudaga-föstudaga 9-17 og allan sólarhringinn í vefverslun okkar, boksala.is góð gjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.