Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 24

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 24
RAF HLB Brúðumeistarinn Höf: Óskar Guðmundsson Les: Daníel Ágúst Haraldsson Tveir drengir finnast látnir í Reykjavíkurhöfn árið 1975 . Átta árum síðar fá fimm ólíkir einstaklingar dularfull bréf þar sem þeim er hótað dauða segi þau ekki sannleikann . Brátt finnst sá fyrsti látinn, í dauðanum stillt upp sem strengjabrúðu . Lögreglan etur kappi við tímann og eltir slóð morðingja . Daníel Ágúst les af skuggalegri innlifun . Storytel KIL Dauðaþögn Höf: Anna Rún Frímannsdóttir Hrefna hefur starfað á lögmannsstofunni Skildi frá útskrift en þar sinnir hún aðallega þinglýsingum, skilnaðarpappírum og annarri skriffinnsku . Þegar morðmál dettur óvænt inn á borð hennar teygja þræðir málsins sig í ófyrirséðar áttir og Hrefna þarf að leggja allt í sölurnar til að fóta sig í nýju hlutverki . Er hún að storka örlögunum? 314 bls . Salka IB Dauðinn einn var vitni Höf: Stefán Máni Hörður Grímsson á ekki sjö dagana sæla . Hann er að rannsaka ólöglegt verðsamráð stórfyrirtækja en saknar þess að rannsaka alvöru glæpi . Einn daginn heyrir hann undarlega yfirlýsingu óþekkts manns í lokuðu talstöðvarkerfi lögreglunnar . „Eftir þrjá daga mun ég hlaupa af stað . Eftir að ég hleyp af stað hafið þið þrjár klukkustundir til að stöðva mig .“ 286 bls . Sögur útgáfa SVK Dimma Drungi Mistur Höf: Ragnar Jónasson Bækurnar um lögreglukonuna Huldu hafa borið hróður Ragnars Jónassonar um allan heim . Dimma, Drungi og Mistur voru í einni og sömu vikunni á meðal tíu mest seldu bóka Þýskalands . Þær hlutu Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku og Dimma var valin besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023 . 524 bls . Veröld RAF HLB Dætur regnbogans Höf: Birgitta H. Halldórsdóttir Dásamleg saga sem segir af ævintýralegri lífsbaráttu og örlögum ótrúlegra persóna sem lifað hafa lengi í hugum lesenda . Birgitta H . Halldórsdóttir hefur löngum verið meðal fremstu skáldsagnahöfunda Íslands og með tímanum verður höfundarverk hennar loks aðgengilegt nýjum lesendum í hljóð- og rafbók . 330 bls . Storytel IB Eldri konur Höf: Eva Rún Snorradóttir Ung kona gefur rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum og rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsára gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana . Eldri konur er röntgenmynd af ástandi . Við kynnumst konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum og ósigrum . 160 bls . Benedikt bókaútgáfa KIL RAF HLB Eyja Höf: Ragnhildur Þrastardóttir Af hverju vill fyrrverandi stjúpmóðir Eyju að þær hittist öllum þessum árum síðar; hvað er ósagt? Eyja er saga um flókin fjölskyldutengsl, brengluð samskipti og sár sem ekki gróa . Þetta er fyrsta bók Ragnhildar Þrastardóttur en sagan bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjum röddum, árið 2024 . 122 bls . Forlagið KIL Eyjar Höf: Gróa Finnsdóttir Mæðgurnar Katrín og Magdalena hafa orðið til skiptis í sögu fjölskyldu þar sem allt virðist ósköp slétt og fellt . En brátt verður ljóst að innan fjölskyldunnar krauma leyndarmál! Þessi hrífandi saga er römmuð inn af stórbrotnu sögusviði Breiðafjarðar . Þetta er önnur bók höfundar en fyrri bók, Hylurinn (2021), hlaut afar góðar viðtökur . 236 bls . Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa24 Skáldverk ÍSLENSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.