Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 60

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 60
SVK Tímanna safn Kjörgripabók Ritstj: Halldóra Kristinsdóttir og Hildur Ploder Vigfúsdóttir Fjallað er í máli og myndum um kjörgripi sem varðveittir eru í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni . Þeir endurspegla fjölbreytta safneign og er t .a .m . fjallað um bækur, handrit, einkaskjöl, tímarit og hljómplötur . Bókin er gefin út í tilefni af 30 ára afmæli Þjóðarbókhlöðu en 1994 sameinuðust Landsbókasafn og Háskólabókasafn undir einu þaki . 220 bls . Hið íslenska bókmenntafélag IB Tíminn minn 2025 Höf: Björg Þórhallsdóttir Þýð: Herdís H. Húbner Hlý og falleg myndskreytt dagbók eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur . Ómissandi dagbók fjölda íslenskra kvenna undanfarin 12 ár . 149 bls . Bókafélagið IB Tónar útlaganna Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf Höf: Árni Heimir Ingólfsson Bókin fjallar um tónlistarmennina Róbert Abraham, Heinz Edelstein og Victor Urbancic sem mótuðu íslenskt menningarlíf eftir flótta frá heimalöndum sínum undan klóm nasismans . Hér tókst þeim að lyfta tónlistarmenningu þjóðarinnar á nýtt stig af elju og smitandi ákafa . Tímamótaverk um mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu . 360 bls . Hið íslenska bókmenntafélag IB Um skáldskap eftir Jónas Hallgrímsson Höf: Hannes Pétursson Greinar, nýjar og eldri, um Jónas og athyglisverða staði í kvæðum hans – skrifaðar af því næmi og listfengi sem einkennir skrif Hannesar Péturssonar jafnt í lausu máli sem bundnu . Það er bókmenntaviðburður þegar eitt helsta ljóðskáld samtímans skrifar um verk dáðasta skálds íslenskrar sögu . 407 bls . Fagurskinna IB Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Um uppeldisfræði Höf: Immanuel Kant Þýð: Skúli Pálsson Ritið er aðgengilegt og sýnir hvernig Kant beitti siðfræði sinni í hversdagslegum aðstæðum og sem hjálp við að hugsa um uppeldi og menntun barna, samskipti foreldra og kennara við börn og andrúmsloft á heimili . Í þessu stutta verki hittir Kant iðulega naglann á höfuðið um álitamál sem allir standa frammi fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni . 150 bls . Hið íslenska bókmenntafélag RAF Undirstaðan Efnafræði fyrir framhaldsskóla Höf: Ásdís Ingólfsdóttir Yfirgripsmikil gagnvirk vefkennslubók sem er ætlað að veita nemendum í fyrstu áföngum í efnafræði trausta undirstöðuþekkingu í greininni . Í bókinni er farið yfir helstu grunnatriði hefðbundinnar efnafræði sem býr nemendur undir frekara nám í faginu og skyldum greinum . IÐNÚ útgáfa IB Útkall í ofsabrimi Höf: Óttar Sveinsson Allar Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa vermt efstu sæti metsölulistanna í 30 ár . Hér er greint frá baráttu sjö manna upp á líf og dauða þegar Goðinn sekkur í ofsabrimi í Vöðlavík (1994) . Mennirnir voru að gefast upp þegar þyrla birtist í ofsaveðrinu . Eftir það gerast óvæntir hlutir sem enda með einni tryllingslegustu flugferð Íslandssögunnar . Útkall ehf. KIL Vesturlönd í gíslingu eða harmleikur Mið-Evrópu Höf: Milan Kundera Þýð: Friðrik Rafnsson Þessi litla en innihaldsríka bók geymir tvær ritgerðir eftir Milan Kundera sem mikla athygli hafa vakið og eiga brýnt erindi í samtíma okkar . 84 bls . Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa60 Fræðirit, frásagnir og handbækur HEILAÞJÁLFUN. Lestur heldur heilanum virkum, þjálfar vitræna virkni og dregur úr hættu á andlegri hnignun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.