Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 60

Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 60
SVK Tímanna safn Kjörgripabók Ritstj: Halldóra Kristinsdóttir og Hildur Ploder Vigfúsdóttir Fjallað er í máli og myndum um kjörgripi sem varðveittir eru í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni . Þeir endurspegla fjölbreytta safneign og er t .a .m . fjallað um bækur, handrit, einkaskjöl, tímarit og hljómplötur . Bókin er gefin út í tilefni af 30 ára afmæli Þjóðarbókhlöðu en 1994 sameinuðust Landsbókasafn og Háskólabókasafn undir einu þaki . 220 bls . Hið íslenska bókmenntafélag IB Tíminn minn 2025 Höf: Björg Þórhallsdóttir Þýð: Herdís H. Húbner Hlý og falleg myndskreytt dagbók eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur . Ómissandi dagbók fjölda íslenskra kvenna undanfarin 12 ár . 149 bls . Bókafélagið IB Tónar útlaganna Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf Höf: Árni Heimir Ingólfsson Bókin fjallar um tónlistarmennina Róbert Abraham, Heinz Edelstein og Victor Urbancic sem mótuðu íslenskt menningarlíf eftir flótta frá heimalöndum sínum undan klóm nasismans . Hér tókst þeim að lyfta tónlistarmenningu þjóðarinnar á nýtt stig af elju og smitandi ákafa . Tímamótaverk um mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu . 360 bls . Hið íslenska bókmenntafélag IB Um skáldskap eftir Jónas Hallgrímsson Höf: Hannes Pétursson Greinar, nýjar og eldri, um Jónas og athyglisverða staði í kvæðum hans – skrifaðar af því næmi og listfengi sem einkennir skrif Hannesar Péturssonar jafnt í lausu máli sem bundnu . Það er bókmenntaviðburður þegar eitt helsta ljóðskáld samtímans skrifar um verk dáðasta skálds íslenskrar sögu . 407 bls . Fagurskinna IB Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Um uppeldisfræði Höf: Immanuel Kant Þýð: Skúli Pálsson Ritið er aðgengilegt og sýnir hvernig Kant beitti siðfræði sinni í hversdagslegum aðstæðum og sem hjálp við að hugsa um uppeldi og menntun barna, samskipti foreldra og kennara við börn og andrúmsloft á heimili . Í þessu stutta verki hittir Kant iðulega naglann á höfuðið um álitamál sem allir standa frammi fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni . 150 bls . Hið íslenska bókmenntafélag RAF Undirstaðan Efnafræði fyrir framhaldsskóla Höf: Ásdís Ingólfsdóttir Yfirgripsmikil gagnvirk vefkennslubók sem er ætlað að veita nemendum í fyrstu áföngum í efnafræði trausta undirstöðuþekkingu í greininni . Í bókinni er farið yfir helstu grunnatriði hefðbundinnar efnafræði sem býr nemendur undir frekara nám í faginu og skyldum greinum . IÐNÚ útgáfa IB Útkall í ofsabrimi Höf: Óttar Sveinsson Allar Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa vermt efstu sæti metsölulistanna í 30 ár . Hér er greint frá baráttu sjö manna upp á líf og dauða þegar Goðinn sekkur í ofsabrimi í Vöðlavík (1994) . Mennirnir voru að gefast upp þegar þyrla birtist í ofsaveðrinu . Eftir það gerast óvæntir hlutir sem enda með einni tryllingslegustu flugferð Íslandssögunnar . Útkall ehf. KIL Vesturlönd í gíslingu eða harmleikur Mið-Evrópu Höf: Milan Kundera Þýð: Friðrik Rafnsson Þessi litla en innihaldsríka bók geymir tvær ritgerðir eftir Milan Kundera sem mikla athygli hafa vakið og eiga brýnt erindi í samtíma okkar . 84 bls . Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa60 Fræðirit, frásagnir og handbækur HEILAÞJÁLFUN. Lestur heldur heilanum virkum, þjálfar vitræna virkni og dregur úr hættu á andlegri hnignun.

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.