Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 31
KIL
Snerting
Höf: Ólafur Jóhann Ólafsson
Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var söluhæsta
bókin fyrir jólin 2020 og hlaut einróma lof, auk þess
að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna .
Sagan er nú endurútgefin í tilefni af því að Baltasar
Kormákur hefur gert kvikmynd eftir henni .
279 bls .
Bjartur
IB RAF
Speglahúsið
Höf: Benný Sif Ísleifsdóttir
Miðaldra hárgreiðslukonan Rósa leggur skærin
á hilluna, flytur austur í Mjóafjörð og kemur á
fót óvenjulegri ferðaþjónustu . Meðan ferðamenn
setja sig í spor Lísu, sem lá lömuð þar um miðja
síðustu öld, bakar Rósa fyrir kaffihúsið og hugsar
til ömmu sinnar sem sá um Lísu og heimilið .
Mögnuð saga frá höfundi Hansdætra .
256 bls .
Forlagið - Mál og menning
IB
Sporðdrekar
Höf: Dagur Hjartarson
Meistaralega fléttuð skáldsaga um leyndarmál og
svik, ástir og vináttu . Föstudagsmorgunninn 28 .
október: Fyrir utan bárujárnshús í Hafnarfirði bíður
maður í felum . Hann er nýkominn til landsins,
skelfur af kulda og er að hefja eftirförina . Þetta er
afmælisdagurinn hennar Stellu og hún hefur slæma
tilfinningu fyrir kvöldinu . Svo byrjar að snjóa .
308 bls .
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Súkkulaðileikur
Höf: Hlynur Níels Grímsson
Hér segir frá manni sem kerfið hefur hafnað, tekið
í fóstur eða jafnvel í gíslingu, allt eftir því hvernig
á það er litið . Hann segir sögu sína, hún er ófögur .
Flugbeitt og bráðfyndin ádeila sem á erindi við
okkur öll . Höfundur leggur fyrir lesandann grimma
skáldsögu þar sem gleði og sorgir vegast á .
247 bls .
Bókaútgáfan Sæmundur
IB KIL RAF HLB
Svikaslóð
Höf: Ragnheiður Jónsdóttir
Svikaslóð segir frá Sverri og Lísu sem tilheyra
listalífinu í Reykjavík . Hann er áhrifamikill
leikstjóri og höfundur en hún leikkona sem hverfur
gjarnan í skuggann . Þegar sonur Sverris úr fyrra
sambandi finnst myrtur tekur líf hjónanna óvænta
stefnu og margt misjafnt kemur í ljós .
256 bls .
Bókabeitan
IB RAF
Synir himnasmiðs
Höf: Guðmundur Andri Thorsson
Hér segir af tólf karlmönnum og regnvotum vordegi
í lífi þeirra . Þetta eru ólíkir menn á ýmsum aldri,
feður, synir og bræður, vinir, eiginmenn og elskhugar .
Atvik dagsins og lífssögur þeirra þræðast og bindast
saman svo úr verður þéttur vefur umleikinn tónlist
og trega . Þessi fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra
í rúman áratug er seiðandi, djúp og hlý .
198 bls .
Forlagið - Mál og menning
KIL RAF HLB
Týndur
Höf: Ragnheiður Gestsdóttir
Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Einari
Starra Ólafssyni, sjö ára .
Einar Starri er 125 sentimetrar á hæð, grannvaxinn,
bláeygur, með stuttklippt, dökkskollitað hár .
Hann er klæddur í bláa úlpu, gráar buxur
og svört gúmmístígvél . Hans hefur verið
saknað síðan um klukkan fjögur í gær .
322 bls .
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan
KIL
Umbreyting
Jólasaga
Höf: Sigríður María Sigurðardóttir
Erla er eldri kona í Reykjavík sem er nýorðin ekkja .
Hún finnur mikinn einmanaleika hellast yfir sig fyrir
jólin . En þá uppgvötvar hún nýjan heim sem á rætur
að rekja í íslenskar þjóðsögur . Erla stendur skyndilega
frammi fyrir því að þurfa að aðlaga sig að nýjum stað,
sem og að segja skilið við sitt gamla líf og ástvini .
43 bls .
Mæðgurnar
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 31GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Skáldverk ÍSLENSK