Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 31

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 31
KIL Snerting Höf: Ólafur Jóhann Ólafsson Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var söluhæsta bókin fyrir jólin 2020 og hlaut einróma lof, auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna . Sagan er nú endurútgefin í tilefni af því að Baltasar Kormákur hefur gert kvikmynd eftir henni . 279 bls . Bjartur IB RAF Speglahúsið Höf: Benný Sif Ísleifsdóttir Miðaldra hárgreiðslukonan Rósa leggur skærin á hilluna, flytur austur í Mjóafjörð og kemur á fót óvenjulegri ferðaþjónustu . Meðan ferðamenn setja sig í spor Lísu, sem lá lömuð þar um miðja síðustu öld, bakar Rósa fyrir kaffihúsið og hugsar til ömmu sinnar sem sá um Lísu og heimilið . Mögnuð saga frá höfundi Hansdætra . 256 bls . Forlagið - Mál og menning IB Sporðdrekar Höf: Dagur Hjartarson Meistaralega fléttuð skáldsaga um leyndarmál og svik, ástir og vináttu . Föstudagsmorgunninn 28 . október: Fyrir utan bárujárnshús í Hafnarfirði bíður maður í felum . Hann er nýkominn til landsins, skelfur af kulda og er að hefja eftirförina . Þetta er afmælisdagurinn hennar Stellu og hún hefur slæma tilfinningu fyrir kvöldinu . Svo byrjar að snjóa . 308 bls . Benedikt bókaútgáfa KIL Súkkulaðileikur Höf: Hlynur Níels Grímsson Hér segir frá manni sem kerfið hefur hafnað, tekið í fóstur eða jafnvel í gíslingu, allt eftir því hvernig á það er litið . Hann segir sögu sína, hún er ófögur . Flugbeitt og bráðfyndin ádeila sem á erindi við okkur öll . Höfundur leggur fyrir lesandann grimma skáldsögu þar sem gleði og sorgir vegast á . 247 bls . Bókaútgáfan Sæmundur IB KIL RAF HLB Svikaslóð Höf: Ragnheiður Jónsdóttir Svikaslóð segir frá Sverri og Lísu sem tilheyra listalífinu í Reykjavík . Hann er áhrifamikill leikstjóri og höfundur en hún leikkona sem hverfur gjarnan í skuggann . Þegar sonur Sverris úr fyrra sambandi finnst myrtur tekur líf hjónanna óvænta stefnu og margt misjafnt kemur í ljós . 256 bls . Bókabeitan IB RAF Synir himnasmiðs Höf: Guðmundur Andri Thorsson Hér segir af tólf karlmönnum og regnvotum vordegi í lífi þeirra . Þetta eru ólíkir menn á ýmsum aldri, feður, synir og bræður, vinir, eiginmenn og elskhugar . Atvik dagsins og lífssögur þeirra þræðast og bindast saman svo úr verður þéttur vefur umleikinn tónlist og trega . Þessi fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra í rúman áratug er seiðandi, djúp og hlý . 198 bls . Forlagið - Mál og menning KIL RAF HLB Týndur Höf: Ragnheiður Gestsdóttir Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Einari Starra Ólafssyni, sjö ára . Einar Starri er 125 sentimetrar á hæð, grannvaxinn, bláeygur, með stuttklippt, dökkskollitað hár . Hann er klæddur í bláa úlpu, gráar buxur og svört gúmmístígvél . Hans hefur verið saknað síðan um klukkan fjögur í gær . 322 bls . Björt bókaútgáfa - Bókabeitan KIL Umbreyting Jólasaga Höf: Sigríður María Sigurðardóttir Erla er eldri kona í Reykjavík sem er nýorðin ekkja . Hún finnur mikinn einmanaleika hellast yfir sig fyrir jólin . En þá uppgvötvar hún nýjan heim sem á rætur að rekja í íslenskar þjóðsögur . Erla stendur skyndilega frammi fyrir því að þurfa að aðlaga sig að nýjum stað, sem og að segja skilið við sitt gamla líf og ástvini . 43 bls . Mæðgurnar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 31GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÍSLENSK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.