Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 38
KIL RAF
Rottueyjan og fleiri sögur
Höf: Jo Nesbø
Þýð: Bjarni Gunnarsson
Fimm hrollvekjandi framtíðarsögur eftir
krimmakónginn Nesbø . Veröld sagnanna er framandi
og uggvænleg en mannlegt eðli er þó samt við sig . Ást
og afbrýði, græðgi og þrá stýra gjörðum persónanna
og grimmd og gæska togast á í sálarlífi þeirra . En þótt
frásagnirnar séu myrkar og hryllingurinn skefjalaus
lifir vonin um að mennskan sé seigasta aflið .
413 bls .
Forlagið - JPV útgáfa
KIL
Rúmmálsreikningur II
Höf: Solvej Balle
Þýð: Steinunn Stefánsdóttir
Annað bindi í skáldsögu um Töru Selter sem
situr föst í nóvemberdegi . Höfundurinn hlaut
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 fyrir
fyrstu þrjú bindin . Bækurnar mynda samhangandi
heild og ögra um leið hugmyndum okkar um
listaverkið sem snyrtilega og afmarkaða einingu .
202 bls .
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Saga af svartri geit
Höf: Perumal Murugan
Þýð: Elísa Björg Þorsteinsdóttir
Dagsgömul, agnarsmá geit kemst óvænt í hendur
fátæks, aldraðs bónda sem ásamt konu sinni
fórnar öllu til að koma huðnukiðinu á legg . Það
reynist erfitt í hörðum heimi þar sem fátækt,
kúgun og uppskerubrestur eru veruleiki manna
og dýra . Heillandi saga lítillar geitar .
200 bls .
Angústúra
KIL RAF
Siddharta
Indversk sögn
Höf: Hermann Hesse
Þýð: Haraldur Ólafsson
Sögusviðið er Indland á dögum Búdda . Siddharta,
sonur hindúaprests, yfirgefur fjölskyldu sína og
tekur að leita skilnings á eðli tilverunnar . Hann
sættir sig ekki við lærdóm og kennisetningar presta
og fræðimanna og leitar annarra leiða til að komast
hjá hinni eilífu hringrás fæðingar og dauða .
135 bls .
Ormstunga
KIL RAF
Sjáumst í ágúst
Höf: Gabriel García Márquez
Þýð: Jón Hallur Stefánsson
Dýrðleg saga um heita þrá, hugrekki og frelsi eftir
Nóbelshöfundinn Márquez . Anna Magdalena hefur
verið gift í 27 ár og átt farsælt líf í borginni . En í ágúst
ár hvert fer hún út í eyna þar sem móðir hennar
er jörðuð og finnur sér elskhuga til einnar nætur .
Sagan var óbirt þegar Márquez lést 2014 og kemur
fyrst út nú; óvæntur fengur fyrir lesendur .
122 bls .
Forlagið - Mál og menning
KIL RAF HLB
Sjö fermetrar með lás
Höf: Jussi Adler-Olsen
Þýð: Jón St. Kristjánsson
Carl Mørck, yfirmaður Deildar Q, er handtekinn
eftir að taska með eiturlyfjum finnst á heimili hans .
Samstarfsfólk hans snýst gegn honum og gömul mál
eru dregin fram í dagsljósið . Æsispennandi krimmi
og tíunda og jafnframt síðasta bókin um Deild Q .
510 bls .
Forlagið - Vaka-Helgafell
KIL
Skuggaliljan
Höf: Johanna Mo
Þýð: Pétur Már Ólafsson
Tíminn er naumur . Morðingi gengur laus og
barn er horfið .
Þegar Jenny Ahlström kemur heim úr helgarferð er
eiginmann hennar og barnungan son hvergi að finna .
Lögreglukonan Hanna Duncker óttast það versta .
Ef drengurinn er enn á lífi þarna úti,
verður hann það varla mikið lengur . „Frábær
glæpasaga .“ New York Times Book Review
444 bls .
Bjartur
KIL
Skuggavíddin
Höf: Nona Fernández
Þýð: Jón Hallur Stefánsson
Í einræðisríki Pinochets í Chile kemur órólegur
karlmaður inn á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs
á vegum stjórnarandstæðinga í landinu . Hann
er öryggissveitarmaður . Ég vil segja frá því sem
ég hef gert, segir hann, og blaðakonan kveikir
á upptökutæki til að hlýða á vitnisburð sem
opnar dyr inn í áður óþekkta vídd .
272 bls .
Angústúra
KIL
Sonurinn
Höf: Michel Rostain
Þýð: Friðrik Rafnsson
Þessi hrífandi skáldævisaga varð metsöubók
í Frakklandi eftir að hún hreppti hin virtu
Goncourt-verðlaun fyrir fyrstu skáldsögu árið 2011
og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála .
Í bókinni er fjallað með frumlegum og
snjöllum hætti um eitt hræðilegasta áfall sem
hent getur foreldra – barnsmissi .
174 bls .
Ugla
KIL
Spegillinn í speglinum
Höf: Michael Ende
Þýð: Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir
Spegillinn í speglinum er ótrúlegt völundarhús
draumsýna . Lesandinn hverfur inn í
dularfullan frásagnarheim fullan af furðum
og leyndardómum, súrrealískum myndum
og heimpekilegum hugmyndum . Hvað
speglast í spegli sem speglast í spegli?
288 bls .
Ugla
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa38
Skáldverk ÞÝDD