Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 38

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 38
KIL RAF Rottueyjan og fleiri sögur Höf: Jo Nesbø Þýð: Bjarni Gunnarsson Fimm hrollvekjandi framtíðarsögur eftir krimmakónginn Nesbø . Veröld sagnanna er framandi og uggvænleg en mannlegt eðli er þó samt við sig . Ást og afbrýði, græðgi og þrá stýra gjörðum persónanna og grimmd og gæska togast á í sálarlífi þeirra . En þótt frásagnirnar séu myrkar og hryllingurinn skefjalaus lifir vonin um að mennskan sé seigasta aflið . 413 bls . Forlagið - JPV útgáfa KIL Rúmmálsreikningur II Höf: Solvej Balle Þýð: Steinunn Stefánsdóttir Annað bindi í skáldsögu um Töru Selter sem situr föst í nóvemberdegi . Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 fyrir fyrstu þrjú bindin . Bækurnar mynda samhangandi heild og ögra um leið hugmyndum okkar um listaverkið sem snyrtilega og afmarkaða einingu . 202 bls . Benedikt bókaútgáfa KIL Saga af svartri geit Höf: Perumal Murugan Þýð: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Dagsgömul, agnarsmá geit kemst óvænt í hendur fátæks, aldraðs bónda sem ásamt konu sinni fórnar öllu til að koma huðnukiðinu á legg . Það reynist erfitt í hörðum heimi þar sem fátækt, kúgun og uppskerubrestur eru veruleiki manna og dýra . Heillandi saga lítillar geitar . 200 bls . Angústúra KIL RAF Siddharta Indversk sögn Höf: Hermann Hesse Þýð: Haraldur Ólafsson Sögusviðið er Indland á dögum Búdda . Siddharta, sonur hindúaprests, yfirgefur fjölskyldu sína og tekur að leita skilnings á eðli tilverunnar . Hann sættir sig ekki við lærdóm og kennisetningar presta og fræðimanna og leitar annarra leiða til að komast hjá hinni eilífu hringrás fæðingar og dauða . 135 bls . Ormstunga KIL RAF Sjáumst í ágúst Höf: Gabriel García Márquez Þýð: Jón Hallur Stefánsson Dýrðleg saga um heita þrá, hugrekki og frelsi eftir Nóbelshöfundinn Márquez . Anna Magdalena hefur verið gift í 27 ár og átt farsælt líf í borginni . En í ágúst ár hvert fer hún út í eyna þar sem móðir hennar er jörðuð og finnur sér elskhuga til einnar nætur . Sagan var óbirt þegar Márquez lést 2014 og kemur fyrst út nú; óvæntur fengur fyrir lesendur . 122 bls . Forlagið - Mál og menning KIL RAF HLB Sjö fermetrar með lás Höf: Jussi Adler-Olsen Þýð: Jón St. Kristjánsson Carl Mørck, yfirmaður Deildar Q, er handtekinn eftir að taska með eiturlyfjum finnst á heimili hans . Samstarfsfólk hans snýst gegn honum og gömul mál eru dregin fram í dagsljósið . Æsispennandi krimmi og tíunda og jafnframt síðasta bókin um Deild Q . 510 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell KIL Skuggaliljan Höf: Johanna Mo Þýð: Pétur Már Ólafsson Tíminn er naumur . Morðingi gengur laus og barn er horfið . Þegar Jenny Ahlström kemur heim úr helgarferð er eiginmann hennar og barnungan son hvergi að finna . Lögreglukonan Hanna Duncker óttast það versta . Ef drengurinn er enn á lífi þarna úti, verður hann það varla mikið lengur . „Frábær glæpasaga .“ New York Times Book Review 444 bls . Bjartur KIL Skuggavíddin Höf: Nona Fernández Þýð: Jón Hallur Stefánsson Í einræðisríki Pinochets í Chile kemur órólegur karlmaður inn á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs á vegum stjórnarandstæðinga í landinu . Hann er öryggissveitarmaður . Ég vil segja frá því sem ég hef gert, segir hann, og blaðakonan kveikir á upptökutæki til að hlýða á vitnisburð sem opnar dyr inn í áður óþekkta vídd . 272 bls . Angústúra KIL Sonurinn Höf: Michel Rostain Þýð: Friðrik Rafnsson Þessi hrífandi skáldævisaga varð metsöubók í Frakklandi eftir að hún hreppti hin virtu Goncourt-verðlaun fyrir fyrstu skáldsögu árið 2011 og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála . Í bókinni er fjallað með frumlegum og snjöllum hætti um eitt hræðilegasta áfall sem hent getur foreldra – barnsmissi . 174 bls . Ugla KIL Spegillinn í speglinum Höf: Michael Ende Þýð: Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir Spegillinn í speglinum er ótrúlegt völundarhús draumsýna . Lesandinn hverfur inn í dularfullan frásagnarheim fullan af furðum og leyndardómum, súrrealískum myndum og heimpekilegum hugmyndum . Hvað speglast í spegli sem speglast í spegli? 288 bls . Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa38 Skáldverk ÞÝDD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.