Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 56
SVK
Hugsandi skólastofa í stærðfræði
14 aðferðir sem styðja við nám og kennslu á öllum
skólastigum
Höf: Peter Liljedahl
Þýð: Bjarnheiður Kristinsdóttir
Íslensk þýðing á metsölubókinni Building Thinking
Classrooms eftir Peter Liljedahl . Einstök handbók
fyrir kennara í stærðfræði og öðrum faggreinum .
Inniheldur ítarlegar leiðbeiningar um 14 aðferðir
sem stuðla að virkri þátttöku nemenda, samræðum
í skólastofunni og auknum hugtakaskilningi .
Háskólaútgáfan
KIL
Hvers vegna karlmenn geta bara gert eitt í
einu og konur þagna aldrei
Höf: Allan Pease og Barbara Pease
Þýð: Katrín Fjeldsted
Hjónin Allan og Barbara Pease fjalla hér á einstaklega
gamansaman hátt um samskipti hjóna og para .
Lesandinn sér líf sitt örugglega í nýju ljósi .
140 bls .
Bókaútgáfan Tindur
GOR
Jæja 1 og 2
Íslenska fyrir byrjendur
Höf: Brynja Stefánsdóttir og Viðar Hrafn
Steingrímsson
Bókunum er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir
námsefni í íslensku fyrir erlenda nemendur
á öllum aldri og á mörgum getustigum . Efni
þeirra er á þyngdarstigi A1‒A2 samkvæmt
evrópska tungumálarammanum og bera þemu
og orðaforði bókanna þess merki . Í þeim er
lögð áhersla á orðaforða og talæfingar um
málefni sem standa ungu fólki nær .
75 bls .
IÐNÚ útgáfa
SVK
Íslensk menning
Jötnar hundvísir
Norrænar goðsagnir í nýju ljósi
Höf: Ingunn Ásdísardóttir
Jötnar hundvísir er í senn tímamótaverk í
alþjóðlegum rannsóknum á norrænni goðafræði og
áhugavekjandi íslenskt fræðirit, lifandi og alþýðlega
fram sett . Með rannsókn sinni sýnir höfundur
fram á að jötnar goðheimsins eru mun flóknari en
talið hefur verið; þeir tengjast sköpun heimsins og
búa yfir þekkingu um upphaf hans og örlög .
260 bls .
Hið íslenska bókmenntafélag
IB
Kjarrá
og síðustu hestasveinarnir á Víghól
Höf: Arnór Sigurjónsson, Einar Sigurjónsson og
Stefán Þórarinsson
Bókin fjallar um veru og störf ungra hestasveina í
fjallveiðinni í Kjarrá, um hesta, laxveiði, veiðimenn og
náttúruna í heiðarlöndum árinnar . Við sögu kemur
fjöldi þjóðþekktra einstaklinga og endurspeglar bókin
hið sérstaka samspil manna, hesta og náttúru við
laxveiðar á fjalli, fjarri öllum nútímaþægindum .
250 bls .
Skrudda
KIL
Ritröð Auðarstrætis
Klassísk tónlist
Á ferðalagi um tónlistarsöguna
Höf: Magnús Lyngdal Magnússon
Fjallað er um sögu vestrænnar tónlistar frá
miðöldum til dagsins í dag með fróðlegum en
aðgengilegum hætti . Sagt er frá tugum tónskálda,
þar á meðal þekktum höfundum á borð við Bach,
Haydn, Mozart, Beethoven og Brahms auk annarra
tónskálda sem mörg hver eru minna þekkt .
237 bls .
Auðarstræti
IB
Laxá
Lífríki og saga mannlífs og veiða. Veiðistaðalýsingar í
Mývatnssveit og Laxárdal
Ritstj: Jörundur Guðmundsson
Höf: Sigurður Magnússon og Ásgeir Hermann
Steingrímsson
Veiðistaðalýsing fyrir Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal
ásamt þáttum um lífríki, sögu og mannlíf við þessa
merku silungsveiðiá . Frásagnir af merku fólki og
náttúrufari árinnar sem nýtur alþjóðlegrar friðunar .
304 bls .
Veraldarofsi
GOR
Learn Icelandic
Höf: Aldís Schram
Kennslubók fyrir útlendinga sem vilja læra
íslensku . Höfundur hefur kennt þessa bók
undanfarin ár með mjög góðum árangri .
120 bls .
Bókaútgáfan Tindur
IB
Leiðtogi
Höf: Einar G. Harðarson
Rit er hentar öllum sem hafa leiðtogahæfileika eða
óska sér að hafa þá . Höfundur rýnir í sögu sína
sem er yfirgripsmikil og gefur afskaplega góð ráð .
Ummæli um bókina sýna framar öllu að lesendur
taka til sín fróðleikinn og geta nýtt sér hann í daglegu
lífi . Bók sem er fyrir alla . Sjá Leidtogi .net
118 bls .
Einar G. Harðarson
SVK RAF
Leiðtoginn
Valdeflandi forysta
Höf: Ingvar Jónsson
Myndir: Jim Ridge
Ögrandi og nýstárleg bók um leiðtogafærni sem
tekur lesandann með í persónulega og krefjandi
vegferð þar sem hann öðlast djúpan sjálfsskilning . Á
tímum hraða og örra breytinga er tilfinningagreind
leiðtoganum mun mikilvægari en vitsmunagreind þar
sem árangurinn endurspeglast ekki í því sem hann
gerir – heldur öðru fremur í því hver hann er .
352 bls .
Forlagið - Vaka-Helgafell
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa56
Fræðirit, frásagnir og handbækur