Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 56

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 56
SVK Hugsandi skólastofa í stærðfræði 14 aðferðir sem styðja við nám og kennslu á öllum skólastigum Höf: Peter Liljedahl Þýð: Bjarnheiður Kristinsdóttir Íslensk þýðing á metsölubókinni Building Thinking Classrooms eftir Peter Liljedahl . Einstök handbók fyrir kennara í stærðfræði og öðrum faggreinum . Inniheldur ítarlegar leiðbeiningar um 14 aðferðir sem stuðla að virkri þátttöku nemenda, samræðum í skólastofunni og auknum hugtakaskilningi . Háskólaútgáfan KIL Hvers vegna karlmenn geta bara gert eitt í einu og konur þagna aldrei Höf: Allan Pease og Barbara Pease Þýð: Katrín Fjeldsted Hjónin Allan og Barbara Pease fjalla hér á einstaklega gamansaman hátt um samskipti hjóna og para . Lesandinn sér líf sitt örugglega í nýju ljósi . 140 bls . Bókaútgáfan Tindur GOR Jæja 1 og 2 Íslenska fyrir byrjendur Höf: Brynja Stefánsdóttir og Viðar Hrafn Steingrímsson Bókunum er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir námsefni í íslensku fyrir erlenda nemendur á öllum aldri og á mörgum getustigum . Efni þeirra er á þyngdarstigi A1‒A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum og bera þemu og orðaforði bókanna þess merki . Í þeim er lögð áhersla á orðaforða og talæfingar um málefni sem standa ungu fólki nær . 75 bls . IÐNÚ útgáfa SVK Íslensk menning Jötnar hundvísir Norrænar goðsagnir í nýju ljósi Höf: Ingunn Ásdísardóttir Jötnar hundvísir er í senn tímamótaverk í alþjóðlegum rannsóknum á norrænni goðafræði og áhugavekjandi íslenskt fræðirit, lifandi og alþýðlega fram sett . Með rannsókn sinni sýnir höfundur fram á að jötnar goðheimsins eru mun flóknari en talið hefur verið; þeir tengjast sköpun heimsins og búa yfir þekkingu um upphaf hans og örlög . 260 bls . Hið íslenska bókmenntafélag IB Kjarrá og síðustu hestasveinarnir á Víghól Höf: Arnór Sigurjónsson, Einar Sigurjónsson og Stefán Þórarinsson Bókin fjallar um veru og störf ungra hestasveina í fjallveiðinni í Kjarrá, um hesta, laxveiði, veiðimenn og náttúruna í heiðarlöndum árinnar . Við sögu kemur fjöldi þjóðþekktra einstaklinga og endurspeglar bókin hið sérstaka samspil manna, hesta og náttúru við laxveiðar á fjalli, fjarri öllum nútímaþægindum . 250 bls . Skrudda KIL Ritröð Auðarstrætis Klassísk tónlist Á ferðalagi um tónlistarsöguna Höf: Magnús Lyngdal Magnússon Fjallað er um sögu vestrænnar tónlistar frá miðöldum til dagsins í dag með fróðlegum en aðgengilegum hætti . Sagt er frá tugum tónskálda, þar á meðal þekktum höfundum á borð við Bach, Haydn, Mozart, Beethoven og Brahms auk annarra tónskálda sem mörg hver eru minna þekkt . 237 bls . Auðarstræti IB Laxá Lífríki og saga mannlífs og veiða. Veiðistaðalýsingar í Mývatnssveit og Laxárdal Ritstj: Jörundur Guðmundsson Höf: Sigurður Magnússon og Ásgeir Hermann Steingrímsson Veiðistaðalýsing fyrir Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal ásamt þáttum um lífríki, sögu og mannlíf við þessa merku silungsveiðiá . Frásagnir af merku fólki og náttúrufari árinnar sem nýtur alþjóðlegrar friðunar . 304 bls . Veraldarofsi GOR Learn Icelandic Höf: Aldís Schram Kennslubók fyrir útlendinga sem vilja læra íslensku . Höfundur hefur kennt þessa bók undanfarin ár með mjög góðum árangri . 120 bls . Bókaútgáfan Tindur IB Leiðtogi Höf: Einar G. Harðarson Rit er hentar öllum sem hafa leiðtogahæfileika eða óska sér að hafa þá . Höfundur rýnir í sögu sína sem er yfirgripsmikil og gefur afskaplega góð ráð . Ummæli um bókina sýna framar öllu að lesendur taka til sín fróðleikinn og geta nýtt sér hann í daglegu lífi . Bók sem er fyrir alla . Sjá Leidtogi .net 118 bls . Einar G. Harðarson SVK RAF Leiðtoginn Valdeflandi forysta Höf: Ingvar Jónsson Myndir: Jim Ridge Ögrandi og nýstárleg bók um leiðtogafærni sem tekur lesandann með í persónulega og krefjandi vegferð þar sem hann öðlast djúpan sjálfsskilning . Á tímum hraða og örra breytinga er tilfinningagreind leiðtoganum mun mikilvægari en vitsmunagreind þar sem árangurinn endurspeglast ekki í því sem hann gerir – heldur öðru fremur í því hver hann er . 352 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa56 Fræðirit, frásagnir og handbækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.