Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 37

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 37
KIL Lygin Höf: Eyðun Klakstein Þýð: Hjálmar Waag Árnason Æsispennandi færeysk glæpasaga . Daginn eftir skyndilegt andlát bróður síns fær Sara Emmudóttir dularfullt bréf . Það verður til þess að hún fer að kafa í fortíð sem hún hafði flúið . Við sögu koma meðal annars rokktónleikar í Þórshöfn tuttugu árum fyrr þar sem ung kona lét lífið . 259 bls . Ugla KIL Lykillinn Höf: Kathryn Hughes Þýð: Ingunn Snædal Frá metsöluhöfundi Bréfsins, Leyndarmálsins og Minningaskrínisins kemur nú Lykillinn . Ógleymanleg saga um glataða ást og hræðilegt leyndarmál . 368 bls . Drápa IB Maðurinn sem dó Höf: Antti Tuomainen Þýð: Sigurður Karlsson Jaakko Kaunisma er farsæll sveppabóndi í finnskum smábæ þar til einn fagran sumardag að líf hans umturnast . Niðurstöður læknisrannsókna staðfesta að honum hefur verið byrlað eitur, í smáum skömmtum á löngum tíma . Hann er dauðvona aðeins 37 ára gamall . Hefst nú æsispennandi leit hans að þeim sem vilja hann feigan . 276 bls . Skrudda KIL Morðin á heimavistinni Höf: Lucinda Riley Þýð: Arnar Matthíasson Sjálfstæð skáldsaga eftir höfund metsölubókanna um systurnar sjö . Nemi í f ínum heimavistarskóla deyr skyndilega . Skólayfirvöld afgreiða andlátið sem slys en Jazmine „Jazz“ Hunter er send til að rannsaka málið . Á sama tíma reynir hún að standast persónutöfra fyrrverandi eiginmanns síns sem vill að þau taki saman á ný . En þá fer morðunum að fjölga . 408 bls . Benedikt bókaútgáfa KIL Myrku frúrnar Höf: Ann Cleeves Þýð: Ragnar Hauksson Þegar lík finnst skammt frá afskekktu unglingaheimili er Vera Stanhope kölluð til . Fórnarlambið er Josh, starfsmaður á unglingaheimilinu . Í sama mund kemur í ljós að Chloe, fjórtán ára vistmaður á heimilinu, er horfin . Vera á erfitt með að trúa því að hún geti hafa átt aðild að mannslátinu en hún verður að gera ráð fyrir öllum möguleikum . 439 bls . Ugla KIL RAF HLB Mýrarstúlkan Höf: Elly Griffiths Þýð: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Ruth Galloway er fornleifafræðingur sem býr á afskekktum stað ásamt köttunum sínum . Þegar barnsbein finnast er þörf á sérfræðiþekkingu hennar . Málið er flókið og smám saman dregst Ruth inn í hættulega atburðarás . 325 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell SVK Naustið Höf: Jon Fosse Þýð: Hjalti Rögnvaldsson Óhefðbundin saga sem gerist á þremur sumardögum og fjallar um náin tengsl þriggja persóna . Bókin kom fyrst út 1989 og markaði upphafið að velgengni höfundarins í heimalandinu, en haustið 2023 hlaut Jon Fosse Nóbelsverðlaunin í bókmenntum . 177 bls . Dimma RAF HLB Nyaxia-bókaflokkurinn Naðran og vængir næturinnar Rústirnar og bölvun konungsins Höf: Carissa Broadbent Þýð: Herdís M. Hübner Í vampíruheiminum Nyaxiu blandast saman átakanleg rómantík, óhugnanlegir galdrar og óslökkvandi blóðþorsti . Bækur Carissu Broadbent, Naðran og vængir næturinnar og Rústirnar og bölvun konungsins, eru fullkomnar fyrir unnendur sagna um stórhættulega ást og forboðna rómantík í grimmilegum furðuheimum . Storytel SVK Parísardepurð Stutt ljóð í lausu máli Höf: Charles Baudelaire Þýð: Ásdís R. Magnúsdóttir Ritstj: Kristín Guðrún Jónsdóttir Le Spleen de Paris kom út árið 1869, tveimur árum eftir andlát höfundar . Þar er að finna fimmtíu ljóð í lausu máli, samin á árunum 1855-1867, flest birtust upphaflega í dagblöðum og tímaritum . Verkið átti þátt í að breyta í grundvallaratriðum viðhorfi til ljóðlistarinnar og hafði umtalsverð áhrif á skáld innan og utan heimalandsins . 144 bls . Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan KIL Persepolis Höf: Marjane Satrapi Þýð: Snæfríð Þorsteins Ógleymanleg uppvaxtarsaga íranska höfundarins Marjane Satrapi (f . 1969), sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom fyrst út . Spaugilegar hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar fléttast listilega saman þessari margrómuðu myndasögu sem lætur engan ósnortinn . 172 bls . Angústúra B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 37GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.