Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 37

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 37
KIL Lygin Höf: Eyðun Klakstein Þýð: Hjálmar Waag Árnason Æsispennandi færeysk glæpasaga . Daginn eftir skyndilegt andlát bróður síns fær Sara Emmudóttir dularfullt bréf . Það verður til þess að hún fer að kafa í fortíð sem hún hafði flúið . Við sögu koma meðal annars rokktónleikar í Þórshöfn tuttugu árum fyrr þar sem ung kona lét lífið . 259 bls . Ugla KIL Lykillinn Höf: Kathryn Hughes Þýð: Ingunn Snædal Frá metsöluhöfundi Bréfsins, Leyndarmálsins og Minningaskrínisins kemur nú Lykillinn . Ógleymanleg saga um glataða ást og hræðilegt leyndarmál . 368 bls . Drápa IB Maðurinn sem dó Höf: Antti Tuomainen Þýð: Sigurður Karlsson Jaakko Kaunisma er farsæll sveppabóndi í finnskum smábæ þar til einn fagran sumardag að líf hans umturnast . Niðurstöður læknisrannsókna staðfesta að honum hefur verið byrlað eitur, í smáum skömmtum á löngum tíma . Hann er dauðvona aðeins 37 ára gamall . Hefst nú æsispennandi leit hans að þeim sem vilja hann feigan . 276 bls . Skrudda KIL Morðin á heimavistinni Höf: Lucinda Riley Þýð: Arnar Matthíasson Sjálfstæð skáldsaga eftir höfund metsölubókanna um systurnar sjö . Nemi í f ínum heimavistarskóla deyr skyndilega . Skólayfirvöld afgreiða andlátið sem slys en Jazmine „Jazz“ Hunter er send til að rannsaka málið . Á sama tíma reynir hún að standast persónutöfra fyrrverandi eiginmanns síns sem vill að þau taki saman á ný . En þá fer morðunum að fjölga . 408 bls . Benedikt bókaútgáfa KIL Myrku frúrnar Höf: Ann Cleeves Þýð: Ragnar Hauksson Þegar lík finnst skammt frá afskekktu unglingaheimili er Vera Stanhope kölluð til . Fórnarlambið er Josh, starfsmaður á unglingaheimilinu . Í sama mund kemur í ljós að Chloe, fjórtán ára vistmaður á heimilinu, er horfin . Vera á erfitt með að trúa því að hún geti hafa átt aðild að mannslátinu en hún verður að gera ráð fyrir öllum möguleikum . 439 bls . Ugla KIL RAF HLB Mýrarstúlkan Höf: Elly Griffiths Þýð: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Ruth Galloway er fornleifafræðingur sem býr á afskekktum stað ásamt köttunum sínum . Þegar barnsbein finnast er þörf á sérfræðiþekkingu hennar . Málið er flókið og smám saman dregst Ruth inn í hættulega atburðarás . 325 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell SVK Naustið Höf: Jon Fosse Þýð: Hjalti Rögnvaldsson Óhefðbundin saga sem gerist á þremur sumardögum og fjallar um náin tengsl þriggja persóna . Bókin kom fyrst út 1989 og markaði upphafið að velgengni höfundarins í heimalandinu, en haustið 2023 hlaut Jon Fosse Nóbelsverðlaunin í bókmenntum . 177 bls . Dimma RAF HLB Nyaxia-bókaflokkurinn Naðran og vængir næturinnar Rústirnar og bölvun konungsins Höf: Carissa Broadbent Þýð: Herdís M. Hübner Í vampíruheiminum Nyaxiu blandast saman átakanleg rómantík, óhugnanlegir galdrar og óslökkvandi blóðþorsti . Bækur Carissu Broadbent, Naðran og vængir næturinnar og Rústirnar og bölvun konungsins, eru fullkomnar fyrir unnendur sagna um stórhættulega ást og forboðna rómantík í grimmilegum furðuheimum . Storytel SVK Parísardepurð Stutt ljóð í lausu máli Höf: Charles Baudelaire Þýð: Ásdís R. Magnúsdóttir Ritstj: Kristín Guðrún Jónsdóttir Le Spleen de Paris kom út árið 1869, tveimur árum eftir andlát höfundar . Þar er að finna fimmtíu ljóð í lausu máli, samin á árunum 1855-1867, flest birtust upphaflega í dagblöðum og tímaritum . Verkið átti þátt í að breyta í grundvallaratriðum viðhorfi til ljóðlistarinnar og hafði umtalsverð áhrif á skáld innan og utan heimalandsins . 144 bls . Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan KIL Persepolis Höf: Marjane Satrapi Þýð: Snæfríð Þorsteins Ógleymanleg uppvaxtarsaga íranska höfundarins Marjane Satrapi (f . 1969), sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom fyrst út . Spaugilegar hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar fléttast listilega saman þessari margrómuðu myndasögu sem lætur engan ósnortinn . 172 bls . Angústúra B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 37GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.