Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 62
Sagnfræði,
trúarbrögð og
ættvísi
IB
Ástand Íslands um 1700
Lífshættir í bændasamfélagi
Höf: Árni D. Júlíusson, Björgvin Sigurðsson, Guðmundur
Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir, Óskar
Guðlaugsson og Sigríður H. Jörundsdóttir
Ritstj: Guðmundur Jónsson
Hvernig var að búa á Íslandi á tímum
bændasamfélagsins, landi bænda og sjómanna,
höfðingja og almúgamanna? Í bókinni er lýst
lífsháttum Íslendinga í upphafi 18 . aldar og fjallað um
fjölskyldur og heimili; jarðir, byggðaskipan og búsvæði;
lífskjör þjóðfélagsstétta; fátækt og ríkidæmi .
442 bls .
Sögufélag
KIL
Betri heimur
Um metsölubók allra tíma
Höf: Halldór Lár
Hrífandi frásögn mest seldu bókar allra tíma . Biblían
er metsölubók, en hvernig bók er hún? Um hvað
fjallar bókin í raun? Hvað segir Biblían okkur um
tilgang lífsins, jörðina og betri heim? Hvað segir hún
okkur um Guð, himnaríki og helvíti? Þar er ýmislegt
öðruvísi en margir ætla . Hvernig passar Jesús svo
inn í allt dæmið, hvað er málið með hann?
356 bls .
AKF Books
SVK
Dag í senn
Hugleiðingar fyrir hvern dag ársins
Höf: Karl Sigurbjörnsson
Dag í senn kom fyrst út árið 2019 en birtist hér í nýrri
og endurbættri útgáfu . Bókin er hollt og nærandi
veganesti fyrir hvern dag ársins . Stuttar og grípandi
íhuganir miðla von í önnum hversdagsins .
544 bls .
Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið
IB
Aldarlýsing - Ættarsaga
Drottningin í Dalnum
Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir
Höf: Eggert Ágúst Sverrisson
Saga Guðrúnar Margrétar Þorsteinsdóttur, tveggja
eiginmanna og sona hennar í Vatnsdal, er um margt
merkileg . Foreldrar hennar urðu að láta hana frá sér
vegna fátæktar og ómegðar þegar hún var þriggja
ára . Hún eignaðist þrjú börn og varð ekkja í annað
sinn 42 ára . Í kjölfarið keypti hún jörðina Haukagil
í Vatnsdal og bjó þar með reisn í 26 ára .
632 bls .
Bókaútgáfan Hólar
KIL
Eitt andartak - ljóð
Höf: Halla Jónsdóttir
Höfundur tekst á við tilvistarspurningar og
tilfinningalegar upplifanir þar sem vonin og þakklætið
skipa öndvegi . Höfundur hefur starfað um áratugaskeið
við fræðslumál innan skólakerfisins, en síðast sem
aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands .
48 bls .
Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið
KIL
Gimsteinninn
Sælir eru friðflytjendur
Höf: Þorvaldur Víðisson
Bókin setur í brennidepil það sem kristin lífsskoðun
fjallar um, trú, von og kærleika i friði við alla menn .
Höfundur sér þau viðhorf og trú koma saman eins og í
ljósbroti gimsteins . Hún er hnitmiðuð og hentar öllum
forvitnum lesendum sem vilja vita meira og upplifa
eitthvað nýtt og spennandi í sínu lífi og starfi .
74 bls .
Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið
IB
Hvað verður fegra fundið?
Úrval kveðskapar sr. Hallgríms Péturssonar
Höf: Hallgrímur Pétursson
Ritstj: Margrét Eggertsdóttir
Úrval þess fjölbreytta kveðskapar sem liggur eftir
sr . Hallgrím Pétursson, helsta skáld 17 . aldar á
Íslandi . Hann er þekktastur fyrir Passíusálma sína
en orti kvæði og sálma af öllu tagi . Hér má til dæmis
finna heilræði, bænavers, ádeilu og náttúrulýsingar,
auk þekktra erinda úr Passíusálmunum .
200 bls .
Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið
IB
Kærleikur og friður
Lifi lífið!
Höf: Sigurbjörn Þorkelsson
100 trúarljóð höfundar ásamt lögum sem samin
hafa verið við mörg þeirra, í kórútsetningum .
Ljóðin eru einlæg og kærleiksrík, nærandi og
huggandi . 55 ljóðanna hafa birst yfir 700 sinnum í
minningargreinum í Morgunblaðinu . Höfundur flestra
laganna er Jóhann Helgason tónlistarmaður .
205 bls .
Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa62
Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi
Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi
Félagsleg tengsl.
Leshringir,
bókmenntaviðburðir,
fjölmiðlaumfjallanir og
upplestrar skapa líflegar umræður lesenda.