Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 11
IB
Stafakarlarnir
Höf: Bergljót Arnalds
Myndir: Frédéric Boullet
Í þessu smellna ævintýri, sem er ein vinsælasta
barnabók sem komið hefur út á Íslandi, lifna stafirnir
við sem litlir karlar og vilja ólmir fá að leika sér . Von
bráðar er barnið farið að þekkja þá og hljóðin sem þeir
gefa frá sér svo að lestrarnámið verður leikur einn!
45 bls .
Forlagið - JPV útgáfa
IB
Sögur fyrir eins árs
Þýð: Huginn Þór Grétarsson
Vögguvísur, stuttar sögur og fallegar myndir til að
gleðja yngstu lesendur . Einnig eru fáanlegar bækur
í sama bókaflokki fyrir tveggja, þriggja og fjögurra
ára börn . Þær bækur innihalda þrjár stuttar sögur
í einni bók ásamt vísum og/eða söngvum .
96 bls .
Óðinsauga útgáfa
IB
Til hamingju með afmælið Gurra!
Höf: Asley Baker
Þýð: Andri Karel Ásgeirsson
Afmælisdagur Gurru er runninn upp og
hún er mjög spennt . Í veislunni verða
gjafir og leikir og kaka - húrra!
Gurra óskar sér þegar hún blæs á afmæliskertin
en ætli ósk hennar rætist?
26 bls .
Unga ástin mín
IB
Tjörnin
Höf: Rán Flygenring
Þegar Fífa og Spói rekast á ókunna dæld í miðjum
garðinum sínum breytist allt . Hélukeppir og
gljáfætlur, óstýrilát selshamsstytta, dularfullt
draugabarn og bíræfnir nágrannar eru bara brot
af þeim undrum sem koma upp úr kafinu þegar
vinirnir munda skóflurnar . Hyldjúp og töfrandi
saga fyrir náttúrubörn á öllum aldri .
64 bls .
Angústúra
IB
Tumi fer til tunglsins
Höf: Jóhann G. Jóhannsson
Myndh: Lilja Cardew
„Til tunglsins hefur mig svo lengi langað . . .“
Ævintýraferð Tuma til tunglsins er hér
lýst í skemmtilegu söguljóði og söngvum .
Bókin er listilega myndlýst .
37 bls .
Bókabeitan
IB
Úlfur og Ylfa: Sumarfrí
Höf: Ingileif Friðriksdóttir og María Rut
Kristinsdóttir
Myndh: Auður Ýr Elísabetardóttir
Úlfur og Ylfa eru bestu vinir . Þau eru komin í sumarfrí
og eru á leið í ferðalag með mömmum hans Úlfs .
Þau ætla að keyra alla leið á Vestfirði og að sjálfsögðu
slæst hundurinn Bósi Ljóshár með í för . Vinanna bíða
mörg ævintýri á áfangastað, bæði náttúruundur og
nýir vinir og þau taka þátt í spennandi keppni .
40 bls .
Salka
IB
Víst kann Lotta að hjóla
Höf: Astrid Lindgren
Myndir: Ilon Wikland
Þýð: Ásthildur Egilson
Lotta kann víst að hjóla - þegar enginn sér hana!
Gallinn er bara sá að hún á ekkert hjól og mamma og
pabbi halda að hún geti látið gamla þríhjólið duga í
heilt ár í viðbót . Þá grípur Lotta til sinna ráða .
34 bls .
Forlagið - Mál og menning
IB
Þegar Trölli stal jólunum
Höf: Dr. Seuss
Þýð: Þorsteinn Valdimarsson
Trölli þolir ekki jólin en í næsta nágrenni halda menn
þau hátíðleg með mat og drykk, söng og gjöfum . Eitt
árið fær Trölli nóg . Hann arkar af stað nóttina áður
en jólin ganga í garð og fjarlægir allt sem minnir á
þau . Sígild saga sem kemur öllum í jólaskap!
64 bls .
Forlagið - Mál og menning
IB
Þorri og Þura eignast nýjan vin
Myndh: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Höf: Sigrún Harðardóttir
Þura heimsækir Þorra vin sinn sem er upptekinn
í leik við Eystein álfastrák . Þura fær sting í
magann því henni finnst erfitt að þurfa að
deila besta vini sínum . Falleg saga um sannar
tilfinningar og mikilvægi vináttunnar .
27 bls .
Bókabeitan
SVK
Ævintýri Petru papriku
Höf: Hafdís Helgadóttir
Myndh: Hildur Hörn Sigurðardóttir
Petra paprika lendir á ókunnugum stað og fer
í ævintýraleiðangur að leita svara hvers vegna
hún endaði þar . Hún kemst fljótt að því að þessi
staður er lítill bær sem kallast Líkaminn . Þar
kynnist hún alls kyns furðuverum sem allar
hafa sitt hlutverk . Petra paprika lærir ýmislegt
um orku og næringarefni í leiðinni .
32 bls .
Hafdís Helgadóttir
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 11GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Barnabækur MYNDRÍK AR