Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 11

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 11
IB Stafakarlarnir Höf: Bergljót Arnalds Myndir: Frédéric Boullet Í þessu smellna ævintýri, sem er ein vinsælasta barnabók sem komið hefur út á Íslandi, lifna stafirnir við sem litlir karlar og vilja ólmir fá að leika sér . Von bráðar er barnið farið að þekkja þá og hljóðin sem þeir gefa frá sér svo að lestrarnámið verður leikur einn! 45 bls . Forlagið - JPV útgáfa IB Sögur fyrir eins árs Þýð: Huginn Þór Grétarsson Vögguvísur, stuttar sögur og fallegar myndir til að gleðja yngstu lesendur . Einnig eru fáanlegar bækur í sama bókaflokki fyrir tveggja, þriggja og fjögurra ára börn . Þær bækur innihalda þrjár stuttar sögur í einni bók ásamt vísum og/eða söngvum . 96 bls . Óðinsauga útgáfa IB Til hamingju með afmælið Gurra! Höf: Asley Baker Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Afmælisdagur Gurru er runninn upp og hún er mjög spennt . Í veislunni verða gjafir og leikir og kaka - húrra! Gurra óskar sér þegar hún blæs á afmæliskertin en ætli ósk hennar rætist? 26 bls . Unga ástin mín IB Tjörnin Höf: Rán Flygenring Þegar Fífa og Spói rekast á ókunna dæld í miðjum garðinum sínum breytist allt . Hélukeppir og gljáfætlur, óstýrilát selshamsstytta, dularfullt draugabarn og bíræfnir nágrannar eru bara brot af þeim undrum sem koma upp úr kafinu þegar vinirnir munda skóflurnar . Hyldjúp og töfrandi saga fyrir náttúrubörn á öllum aldri . 64 bls . Angústúra IB Tumi fer til tunglsins Höf: Jóhann G. Jóhannsson Myndh: Lilja Cardew „Til tunglsins hefur mig svo lengi langað . . .“ Ævintýraferð Tuma til tunglsins er hér lýst í skemmtilegu söguljóði og söngvum . Bókin er listilega myndlýst . 37 bls . Bókabeitan IB Úlfur og Ylfa: Sumarfrí Höf: Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir Myndh: Auður Ýr Elísabetardóttir Úlfur og Ylfa eru bestu vinir . Þau eru komin í sumarfrí og eru á leið í ferðalag með mömmum hans Úlfs . Þau ætla að keyra alla leið á Vestfirði og að sjálfsögðu slæst hundurinn Bósi Ljóshár með í för . Vinanna bíða mörg ævintýri á áfangastað, bæði náttúruundur og nýir vinir og þau taka þátt í spennandi keppni . 40 bls . Salka IB Víst kann Lotta að hjóla Höf: Astrid Lindgren Myndir: Ilon Wikland Þýð: Ásthildur Egilson Lotta kann víst að hjóla - þegar enginn sér hana! Gallinn er bara sá að hún á ekkert hjól og mamma og pabbi halda að hún geti látið gamla þríhjólið duga í heilt ár í viðbót . Þá grípur Lotta til sinna ráða . 34 bls . Forlagið - Mál og menning IB Þegar Trölli stal jólunum Höf: Dr. Seuss Þýð: Þorsteinn Valdimarsson Trölli þolir ekki jólin en í næsta nágrenni halda menn þau hátíðleg með mat og drykk, söng og gjöfum . Eitt árið fær Trölli nóg . Hann arkar af stað nóttina áður en jólin ganga í garð og fjarlægir allt sem minnir á þau . Sígild saga sem kemur öllum í jólaskap! 64 bls . Forlagið - Mál og menning IB Þorri og Þura eignast nýjan vin Myndh: Bergrún Íris Sævarsdóttir Höf: Sigrún Harðardóttir Þura heimsækir Þorra vin sinn sem er upptekinn í leik við Eystein álfastrák . Þura fær sting í magann því henni finnst erfitt að þurfa að deila besta vini sínum . Falleg saga um sannar tilfinningar og mikilvægi vináttunnar . 27 bls . Bókabeitan SVK Ævintýri Petru papriku Höf: Hafdís Helgadóttir Myndh: Hildur Hörn Sigurðardóttir Petra paprika lendir á ókunnugum stað og fer í ævintýraleiðangur að leita svara hvers vegna hún endaði þar . Hún kemst fljótt að því að þessi staður er lítill bær sem kallast Líkaminn . Þar kynnist hún alls kyns furðuverum sem allar hafa sitt hlutverk . Petra paprika lærir ýmislegt um orku og næringarefni í leiðinni . 32 bls . Hafdís Helgadóttir  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 11GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur MYNDRÍK AR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.