Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 16

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 16
SVK Þín eigin saga Nýi nemandinn Höf: Ævar Þór Benediktsson Myndir: Evana Kisa Dag einn, þegar þú ert á leiðinni í skólann, rekstu á snareðlu sem felur sig í runna . Ætlarðu að flýja eða taka hana með þér í kennslustund? Þú ræður hvað gerist! Þetta er tíunda bókin í þessum vinsæla bókaflokki þar sem lesandinn ræður ferðinni . Hér spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þitt eigið tímaferðalag. 62 bls . Forlagið - Mál og menning IB Ólga Kynjaslangan Höf: Hrund Hlöðversdóttir Andspyrnuflokkur innan skuggaheima reynir að koma foringjanum frá völdum en barátta skugga og huldufólks nær hæstu hæðum og út brýst blóðug styrjöld . Galdraseyði, galdraþulur, lífsteinar og jarðhræringar koma við sögu þegar þarf að kljást við stórhættulega kynjaslöngu mitt í hatrömmum deilum tveggja heima . 150 bls . Bókaútgáfan Hólar IB Ráðgátan um dularfulla sælgætisskrímslið Draugastofan 2 Höf: Kristina Ohlsson Þýð: Tinna Ásgeirsdóttir Sælgætisverslun Siggu sætu er tómleg . Það vill enginn kaupa neitt þar lengur því þar er draugur sem fær sér bita af sælgætinu og fleygir því á gólfið! En hvað vill sælgætisskrímslið eiginlega og hvers vegna gengur það aftur? Geta Edda og Krummi á Draugastofunni komið Siggu sætu til bjargar eða neyðist hún til að loka búðinni? 112 bls . Ugla IB Fótboltistarnir Ráðgátan um stolnu styttuna Höf: Roberto Santiago Myndh: Carlos Lluch Þýð: Ásmundur Helgason Ein mínúta eftir! Skógargerði á víti . Það eru tvær mjög sérstakar reglur í jólamótinu í Skógargerði . Allir leikmenn og dómarar verða að vera með jólasveinahúfu og allir mega kasta snjóboltum á síðustu mínútu hvers leiks . Sagan byrjar á lokamínútunni . . . og allt getur gerst! 64 bls . Drápa SVK RAF HLB Stella segir bless Höf: Gunnar Helgason Allir krakkar á Íslandi þekkja Stellu og skrautlega fjölskyldu hennar: Mömmu klikk, pabba prófessor, ömmurnar, börnin fimm og nojaða nágrannann . Nú stefnir Stella á Ólympíuleikana en allt sem getur klikkað klikkar . Og hvernig í veröldinni á hún þá að vera eiturhress og í stuði? Hrikalega fyndin saga, með drama að hætti Stellu Erlings . 196 bls . Forlagið - Mál og menning IB Stjáni og stríðnispúkarnir: Spítalapúkar Höf: Zanna Davidson Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri . 80 bls . Rósakot IB Stjáni og stríðnispúkarnir: Útilegupúkar Höf: Zanna Davidson Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri . 80 bls . Rósakot IB RAF Stórkostlega sumarnámskeiðið Höf: Tómas Zoëga Myndir: Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir Pabbi hefur steingleymt að skrá Pétur á sumarnámskeið en Stefanía bjargar því og stofnar til sérsniðins námskeiðs fyrir vin sinn . Og þar með upphefst fjörugt sumar þar sem við sögu koma andsetin töfraþvottavél, vöffluturn, óútreiknanlegir ullarsokkar og rammskakkur leynikofi . Fyrri bók höfunda var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs . 130 bls . Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa16 Barnabækur SK ÁLDVERK Hvern langar þig að hitta í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.