Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 16

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 16
SVK Þín eigin saga Nýi nemandinn Höf: Ævar Þór Benediktsson Myndir: Evana Kisa Dag einn, þegar þú ert á leiðinni í skólann, rekstu á snareðlu sem felur sig í runna . Ætlarðu að flýja eða taka hana með þér í kennslustund? Þú ræður hvað gerist! Þetta er tíunda bókin í þessum vinsæla bókaflokki þar sem lesandinn ræður ferðinni . Hér spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þitt eigið tímaferðalag. 62 bls . Forlagið - Mál og menning IB Ólga Kynjaslangan Höf: Hrund Hlöðversdóttir Andspyrnuflokkur innan skuggaheima reynir að koma foringjanum frá völdum en barátta skugga og huldufólks nær hæstu hæðum og út brýst blóðug styrjöld . Galdraseyði, galdraþulur, lífsteinar og jarðhræringar koma við sögu þegar þarf að kljást við stórhættulega kynjaslöngu mitt í hatrömmum deilum tveggja heima . 150 bls . Bókaútgáfan Hólar IB Ráðgátan um dularfulla sælgætisskrímslið Draugastofan 2 Höf: Kristina Ohlsson Þýð: Tinna Ásgeirsdóttir Sælgætisverslun Siggu sætu er tómleg . Það vill enginn kaupa neitt þar lengur því þar er draugur sem fær sér bita af sælgætinu og fleygir því á gólfið! En hvað vill sælgætisskrímslið eiginlega og hvers vegna gengur það aftur? Geta Edda og Krummi á Draugastofunni komið Siggu sætu til bjargar eða neyðist hún til að loka búðinni? 112 bls . Ugla IB Fótboltistarnir Ráðgátan um stolnu styttuna Höf: Roberto Santiago Myndh: Carlos Lluch Þýð: Ásmundur Helgason Ein mínúta eftir! Skógargerði á víti . Það eru tvær mjög sérstakar reglur í jólamótinu í Skógargerði . Allir leikmenn og dómarar verða að vera með jólasveinahúfu og allir mega kasta snjóboltum á síðustu mínútu hvers leiks . Sagan byrjar á lokamínútunni . . . og allt getur gerst! 64 bls . Drápa SVK RAF HLB Stella segir bless Höf: Gunnar Helgason Allir krakkar á Íslandi þekkja Stellu og skrautlega fjölskyldu hennar: Mömmu klikk, pabba prófessor, ömmurnar, börnin fimm og nojaða nágrannann . Nú stefnir Stella á Ólympíuleikana en allt sem getur klikkað klikkar . Og hvernig í veröldinni á hún þá að vera eiturhress og í stuði? Hrikalega fyndin saga, með drama að hætti Stellu Erlings . 196 bls . Forlagið - Mál og menning IB Stjáni og stríðnispúkarnir: Spítalapúkar Höf: Zanna Davidson Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri . 80 bls . Rósakot IB Stjáni og stríðnispúkarnir: Útilegupúkar Höf: Zanna Davidson Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri . 80 bls . Rósakot IB RAF Stórkostlega sumarnámskeiðið Höf: Tómas Zoëga Myndir: Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir Pabbi hefur steingleymt að skrá Pétur á sumarnámskeið en Stefanía bjargar því og stofnar til sérsniðins námskeiðs fyrir vin sinn . Og þar með upphefst fjörugt sumar þar sem við sögu koma andsetin töfraþvottavél, vöffluturn, óútreiknanlegir ullarsokkar og rammskakkur leynikofi . Fyrri bók höfunda var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs . 130 bls . Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa16 Barnabækur SK ÁLDVERK Hvern langar þig að hitta í dag?

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.