Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 18

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 18
 Unglingabækur SKÁLDVERK KIL RAF Benjamín dúfa Höf: Friðrik Erlingsson Sagan um Benjamín dúfu er ein vinsælasta barnabók sem komið hefur út á Íslandi . Benjamín og vinir hans stofna riddarareglu Rauða drekans og eiga viðburðaríkt sumar í vændum . Dagarnir í Hverfinu verða sem ótrúlegt ævintýri, þar til brestir koma í vináttuna og kaldur veruleikinn breytir lífi þeirra til frambúðar . 180 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell RAF Dóttir tímavarðarins Höf: Jóhanna Kristín Atladóttir Öðruvísi saga þar sem nornabrennur miðalda blandast nútímanum . Hver er hún þessi stúlka, sem fannst meðvitundarlaus og næstum nakin á kaldri októbernótt á bílaplani í Breiðholti . Getur verið að hún sé norn frá miðöldum? Hvernig? Sigrún var viss um að hún væri tímaferðalangur en Elínborg félagsráðgjafi vill halda sig við staðreyndir . Rimaútgáfan IB Álfheimar Gyðjan Höf: Ármann Jakobsson Hörkuspennandi lokaþáttur í bókaflokki prófessors Ármanns Jakobssonar um fjögur ungmenni í heimi álfanna . Dagný, Konáll, Soffía og Pétur reyna að fóta sig í gráa heiminum sem óbreyttir menntskælingar eftir að hafa neyðst til að flýja Tudati . Þrátt fyrir að vera komin heim er Dagný óróleg . Eru mannheimar í raunverulegri hættu? 156 bls . Angústúra IB Hvíti ásinn Höf: Jóhanna Sveinsdóttir Það er fátt venjulegt við Iðunni . Hún býr í felum og lítur ekki út eins og aðrir unglingar . Eftir óvænta heimsókn flytur hún á Himinbjörg og líf hennar breytist svo um munar . Mun hún loksins fá að tilheyra umheiminum eða verður lífið enn undarlegra? Í Hvíta ásnum fléttast heimur ása og vætta saman við framtíðina á ævintýralegan hátt . 320 bls . Salka IB RAF HLB Vinkonur Jólaverkefnið Höf: Sara Ejersbo Þýð: Ingibjörg Valsdóttir Jósef ína ætlar að skipuleggja rosalegustu Lúsíugöngu í sögu skólans . Emma er leynivinur stráks sem hatar jólin en hún neitar að gefast upp - hann skal komast í jólaskap! Amöndu finnst allt gjafastússið farið úr böndunum og stingur upp á að gefa heimatilbúnar gjafir í ár - en getur hún búið til gjafir? 187 bls . Bókabeitan IB RAF Kasia og Magdalena Höf: Hildur Knútsdóttir Magdalena hefur verið í barnaverndarkerfinu alla ævi og dvalið á ótal fósturheimilum . Mamma hennar glímir við f íkn og nú virðist hún vera að missa fótanna aftur . Þegar Magdalena verður ástfangin af Kasiu finnur hún öryggið sem hana hefur alltaf skort . Þess vegna lætur hún allar vísbendingar um skuggalega fortíð hennar sem vind um eyrun þjóta . 191 bls . Forlagið - JPV útgáfa IB RAF HLB Kærókeppnin Höf: Embla Bachmann Myndh: Blær Guðmundsdóttir Davíð og Natalía hafa verið bestu vinir síðan þau fæddust . Þau hafa líka verið að keppa síðan þau fæddust . Nú etja þau kappi í splunkunýrri keppni sem gengur út á að komast í samband . Upphitun sem setur tóninn, brösuglegt upphaf, æsispennandi framvinda og óvæntar lokamínútur . 191 bls . Bókabeitan IB LÆK Höf: Bergrún Íris Sævarsdóttir og Gunnar Helgason Sæskrímsli, uppvakningar, tröll, kolkrabbahamstur, fangamyndavél, ofurhetja og allskyns aðrar f ígúrur búa innan um mannfólkið í Hafnarfirði – og lifna við í stórskemmtilegum, sprenghlægilegum, á stundum afar sorglegum en aðallega spennandi smásögum . 184 bls . Drápa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa18 Unglingabækur SK ÁLDVERK Unglingabækur Hó, hó, hó! Jólabóka, bókajól! Bóksala stúdenta, boksala.is góð gjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.