Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 18
Unglingabækur
SKÁLDVERK
KIL RAF
Benjamín dúfa
Höf: Friðrik Erlingsson
Sagan um Benjamín dúfu er ein vinsælasta barnabók
sem komið hefur út á Íslandi . Benjamín og vinir hans
stofna riddarareglu Rauða drekans og eiga viðburðaríkt
sumar í vændum . Dagarnir í Hverfinu verða sem
ótrúlegt ævintýri, þar til brestir koma í vináttuna og
kaldur veruleikinn breytir lífi þeirra til frambúðar .
180 bls .
Forlagið - Vaka-Helgafell
RAF
Dóttir tímavarðarins
Höf: Jóhanna Kristín Atladóttir
Öðruvísi saga þar sem nornabrennur miðalda
blandast nútímanum . Hver er hún þessi stúlka, sem
fannst meðvitundarlaus og næstum nakin á kaldri
októbernótt á bílaplani í Breiðholti . Getur verið að
hún sé norn frá miðöldum? Hvernig? Sigrún var
viss um að hún væri tímaferðalangur en Elínborg
félagsráðgjafi vill halda sig við staðreyndir .
Rimaútgáfan
IB
Álfheimar
Gyðjan
Höf: Ármann Jakobsson
Hörkuspennandi lokaþáttur í bókaflokki prófessors
Ármanns Jakobssonar um fjögur ungmenni í
heimi álfanna . Dagný, Konáll, Soffía og Pétur
reyna að fóta sig í gráa heiminum sem óbreyttir
menntskælingar eftir að hafa neyðst til að flýja
Tudati . Þrátt fyrir að vera komin heim er Dagný
óróleg . Eru mannheimar í raunverulegri hættu?
156 bls .
Angústúra
IB
Hvíti ásinn
Höf: Jóhanna Sveinsdóttir
Það er fátt venjulegt við Iðunni . Hún býr í felum
og lítur ekki út eins og aðrir unglingar . Eftir
óvænta heimsókn flytur hún á Himinbjörg og líf
hennar breytist svo um munar . Mun hún loksins
fá að tilheyra umheiminum eða verður lífið enn
undarlegra? Í Hvíta ásnum fléttast heimur ása og
vætta saman við framtíðina á ævintýralegan hátt .
320 bls .
Salka
IB RAF HLB
Vinkonur
Jólaverkefnið
Höf: Sara Ejersbo
Þýð: Ingibjörg Valsdóttir
Jósef ína ætlar að skipuleggja rosalegustu Lúsíugöngu
í sögu skólans . Emma er leynivinur stráks sem hatar
jólin en hún neitar að gefast upp - hann skal komast
í jólaskap! Amöndu finnst allt gjafastússið farið úr
böndunum og stingur upp á að gefa heimatilbúnar
gjafir í ár - en getur hún búið til gjafir?
187 bls .
Bókabeitan
IB RAF
Kasia og Magdalena
Höf: Hildur Knútsdóttir
Magdalena hefur verið í barnaverndarkerfinu alla
ævi og dvalið á ótal fósturheimilum . Mamma hennar
glímir við f íkn og nú virðist hún vera að missa fótanna
aftur . Þegar Magdalena verður ástfangin af Kasiu
finnur hún öryggið sem hana hefur alltaf skort . Þess
vegna lætur hún allar vísbendingar um skuggalega
fortíð hennar sem vind um eyrun þjóta .
191 bls .
Forlagið - JPV útgáfa
IB RAF HLB
Kærókeppnin
Höf: Embla Bachmann
Myndh: Blær Guðmundsdóttir
Davíð og Natalía hafa verið bestu vinir síðan þau
fæddust . Þau hafa líka verið að keppa síðan þau
fæddust . Nú etja þau kappi í splunkunýrri keppni
sem gengur út á að komast í samband . Upphitun
sem setur tóninn, brösuglegt upphaf, æsispennandi
framvinda og óvæntar lokamínútur .
191 bls .
Bókabeitan
IB
LÆK
Höf: Bergrún Íris Sævarsdóttir og Gunnar Helgason
Sæskrímsli, uppvakningar, tröll, kolkrabbahamstur,
fangamyndavél, ofurhetja og allskyns aðrar f ígúrur
búa innan um mannfólkið í Hafnarfirði – og lifna við
í stórskemmtilegum, sprenghlægilegum, á stundum
afar sorglegum en aðallega spennandi smásögum .
184 bls .
Drápa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa18
Unglingabækur SK ÁLDVERK
Unglingabækur
Hó, hó, hó!
Jólabóka,
bókajól!
Bóksala stúdenta, boksala.is
góð
gjöf