Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 21
Barnabækur
FRÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS
IB
Bakað með Láru og Ljónsa
Höf: Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal
Myndir: Anahit Aleqsanian, Elen Nazaryan og Íris
Dögg Einarsdóttir
Lára og Ljónsi elska að hjálpa til í eldhúsinu og
skemmtilegast af öllu er auðvitað að prófa sig
áfram við bakstur . Hér eru fjölmargar ljúffengar
uppskriftir eftir Sylvíu Haukdal bakara sem henta
krökkum á öllum aldri, bæði fyrir hátíðleg tækifæri
og hversdaginn . Bókina prýða fallegar ljósmyndir auk
fjölmargra litríkra teikninga af Láru og Ljónsa .
96 bls .
Forlagið - Vaka-Helgafell
IB
Byggingarnar okkar
Íslensk byggingarlistasaga fyrir börn
Höf: Alma Sigurðardóttir
Myndh: Rakel Tómasdóttir
Bókin fjallar um þá strauma og stíla sem
einkenna íslenska byggingarlistasögu frá
torfhúsum til steinsteyptra húsa á einfaldan
hátt með það að markmiði að sem flestir geti
fræðst um íslenska byggingarlistasögu .
Alma Sigurðardóttir
IB
Einar, Anna og safnið sem var bannað
börnum
Höf: Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir
Hér er sagt á lifandi og skemmtilegan hátt frá
listamanninum Einari Jónssyni, Önnu konu
hans, listaverkunum sem allt þeirra líf snerist
um og safninu sem var eitt sinn bannað börnum .
Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir hafa
vakið verðskuldaða athygli fyrir bækur sínar sem
henta bæði fyrir unga lesendur og eldri .
56 bls .
Forlagið - Iðunn
IB
Fræðsla og fjör
Eldfjöll
Þýð: Kristian Guttesen
Bókin er sneisafull af áhugaverðum upplýsingum,
með góðum skýringarmyndum og ríkulega
myndskreytt . Henni er ætlað að svara spurningum
og fræða lesendur um eldgos, eldfjöll og ýmis tengd
náttúrufyrirbrigði . Í bókinni er fróðleikur um
eldstöðvar, bæði á Íslandi og víða um heim .
70 bls .
Óðinsauga útgáfa
IB
Ég vil skoða mig og þig
Höf: Katie Daynes
Bók nr . 3 í bókaflokknum „Ég vil skoða . . .“
Bókin er með meira en 60 flipum til þess að
fletta . Þessi skemmtilega bók svarar alls konar
spurningum um hvernig þú stækkar og þroskast .
Hvenær byrja ég að tala? Hvað er kynþroski?
Hvernig stækka ég? Skemmtilegar harðspjalda
fróðleiksbækur fyrir forvitna krakka 5 ára+
14 bls .
Rósakot
IB
Fótboltaspurningar Illuga Jökulssonar
Höf: Illugi Jökulsson
Hér er komin mögnuð spurningabók sem snýst
eingöngu um fótbolta! Í bókinni eru 15 leikir sem
innihalda 15 spurningar hver . Alls 225 spurningar!
Veistu allt um fótbolta? Nú kemur það í ljós!
112 bls .
Drápa
IB
Fótboltastjörnur!
Ronaldo
Liverpool
Höf: Simon Mugford
Þýð: Guðni Kolbeinsson
Tvær nýjar bækur í hinni geysivinsælu
fótboltabókaseríu Bókafélagsins . Nú er það
bókin um feril Ronaldo og svo um hina glæstu
sögu Liverpool . Heilmikil tölfræði er í bókunum,
sem ungir lesendur hafa mjög gaman að .
126 bls .
Bókafélagið
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 21GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Barnabækur FR ÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS
Fræði og bækur almenns efnis
SÁLARÞROSKI.
Lestur
styrkir
jákvæða
sjálfsmynd
og skerpir
gagnrýna
hugsun.