Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 24

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 24
RAF HLB Brúðumeistarinn Höf: Óskar Guðmundsson Les: Daníel Ágúst Haraldsson Tveir drengir finnast látnir í Reykjavíkurhöfn árið 1975 . Átta árum síðar fá fimm ólíkir einstaklingar dularfull bréf þar sem þeim er hótað dauða segi þau ekki sannleikann . Brátt finnst sá fyrsti látinn, í dauðanum stillt upp sem strengjabrúðu . Lögreglan etur kappi við tímann og eltir slóð morðingja . Daníel Ágúst les af skuggalegri innlifun . Storytel KIL Dauðaþögn Höf: Anna Rún Frímannsdóttir Hrefna hefur starfað á lögmannsstofunni Skildi frá útskrift en þar sinnir hún aðallega þinglýsingum, skilnaðarpappírum og annarri skriffinnsku . Þegar morðmál dettur óvænt inn á borð hennar teygja þræðir málsins sig í ófyrirséðar áttir og Hrefna þarf að leggja allt í sölurnar til að fóta sig í nýju hlutverki . Er hún að storka örlögunum? 314 bls . Salka IB Dauðinn einn var vitni Höf: Stefán Máni Hörður Grímsson á ekki sjö dagana sæla . Hann er að rannsaka ólöglegt verðsamráð stórfyrirtækja en saknar þess að rannsaka alvöru glæpi . Einn daginn heyrir hann undarlega yfirlýsingu óþekkts manns í lokuðu talstöðvarkerfi lögreglunnar . „Eftir þrjá daga mun ég hlaupa af stað . Eftir að ég hleyp af stað hafið þið þrjár klukkustundir til að stöðva mig .“ 286 bls . Sögur útgáfa SVK Dimma Drungi Mistur Höf: Ragnar Jónasson Bækurnar um lögreglukonuna Huldu hafa borið hróður Ragnars Jónassonar um allan heim . Dimma, Drungi og Mistur voru í einni og sömu vikunni á meðal tíu mest seldu bóka Þýskalands . Þær hlutu Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku og Dimma var valin besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023 . 524 bls . Veröld RAF HLB Dætur regnbogans Höf: Birgitta H. Halldórsdóttir Dásamleg saga sem segir af ævintýralegri lífsbaráttu og örlögum ótrúlegra persóna sem lifað hafa lengi í hugum lesenda . Birgitta H . Halldórsdóttir hefur löngum verið meðal fremstu skáldsagnahöfunda Íslands og með tímanum verður höfundarverk hennar loks aðgengilegt nýjum lesendum í hljóð- og rafbók . 330 bls . Storytel IB Eldri konur Höf: Eva Rún Snorradóttir Ung kona gefur rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum og rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsára gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana . Eldri konur er röntgenmynd af ástandi . Við kynnumst konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum og ósigrum . 160 bls . Benedikt bókaútgáfa KIL RAF HLB Eyja Höf: Ragnhildur Þrastardóttir Af hverju vill fyrrverandi stjúpmóðir Eyju að þær hittist öllum þessum árum síðar; hvað er ósagt? Eyja er saga um flókin fjölskyldutengsl, brengluð samskipti og sár sem ekki gróa . Þetta er fyrsta bók Ragnhildar Þrastardóttur en sagan bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjum röddum, árið 2024 . 122 bls . Forlagið KIL Eyjar Höf: Gróa Finnsdóttir Mæðgurnar Katrín og Magdalena hafa orðið til skiptis í sögu fjölskyldu þar sem allt virðist ósköp slétt og fellt . En brátt verður ljóst að innan fjölskyldunnar krauma leyndarmál! Þessi hrífandi saga er römmuð inn af stórbrotnu sögusviði Breiðafjarðar . Þetta er önnur bók höfundar en fyrri bók, Hylurinn (2021), hlaut afar góðar viðtökur . 236 bls . Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa24 Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.