Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 26

Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 26
IB Gröf minninganna Höf: Bjarki Bjarnason Fátækt og rótleysi setja sterkan svip á æsku ungrar stúlku og lesandinn horfir á heiminn með hennar augum . Við sögu kemur einnig eftirminnileg þátttaka nokkurra Íslendinga í borgarastyrjöldinni á Spáni á 4 . áratug síðustu aldar . Undarleg tilviljun veldur því að stúlkan fær stórt hlutverk í kvikmynd við upphaf íslenska kvikmyndavorsins . 288 bls . Bókaútgáfan Sæmundur KIL Hefndir Höf: Guðjón Baldursson Maður fer austur fyrir fjall um hávetur og kveikir í sumarbústað þar sem einn lætur lífið . Ári síðar er ung kona numin á brott á íslensku farþegaskipi og flutt til Brasilíu . Hún sleppur og mannræninginn finnst myrtur . Þriggja manna teymi lögreglumanna reynir að leysa gátuna . Hefndir er sérlega vel skrifuð sakamálasaga um skipulagða glæpastarfsemi . 284 bls . Bókaútgáfan Sæmundur KIL Heim fyrir myrkur Höf: Eva Björg Ægisdóttir Heim fyrir myrkur fékk Blóðdropann – Íslensku glæpasagnaverðlaunin 2023 . Eva Björg hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir glæpasögur sínar, bæði heima og erlendis . Þær sitja á metsölulistum víða um heim og fá hvarvetna frábæra dóma . „Eva Björg er í fremstu röð íslenskra glæpasagnahöfunda .“ The Times . 391 bls . Veröld IB Himintungl yfir heimsins ystu brún Höf: Jón Kalman Stefánsson Árið 1615 skrifar presturinn Pétur um atburði sem hafa skekið sveitina á Brúnasandi, um ástina, mennskuna og ábyrgðina sem við berum hvert á öðru . Á ystu rönd heimsins blása alþjóðlegir vindar og flytja með sér nýja heimsmynd, hugmyndir og bækur, enskar duggur, spánska hvalfangara og tilskipanir frá konunginum . Og penninn er beittari en sverðið . 360 bls . Benedikt bókaútgáfa IB RAF HLB Hittu mig í Hellisgerði Höf: Ása Marin Bráðskemmtileg og rómantísk vetrarsaga . Jólin hafa verið eyðilögð fyrir Snjólaugu . Barnsfaðir hennar ætlar að vera erlendis með dóttur þeirra í þrjár heilar vikur yfir hátíðarnar og Snjólaug sér fram á afar einmanalegt aðfangadagskvöld . En þá fær hún hugljómun: Hún ætlar að finna ástina í tæka tíð fyrir klukknahringinguna í Ríkisútvarpinu . 265 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell SVK Hótelsumar Höf: Gyrðir Elíasson Skáldsaga sem var einskonar forsmekkur að hinum rómaða þríleik, Sandárbókinni, Suðurglugganum og Sorgarmarsinum. Í Hótelsumri snýr sögumaður aftur á heimaslóðir eftir erfiðan skilnað og reynir að ná sambandi við sjálfan sig að nýju . Bókin hefur lengi verið ófáanleg en kemur nú út í nýrri ritröð af verkum höfundarins . 112 bls . Dimma IB Hulda Höf: Ragnar Jónasson „Hulda er ein af hinum miklu harmsögulegu hetjum nútímaglæpasagna,“ segir Sunday Times . Hulda er ný bók, forleikur að bókunum um þessa stórkostlegu persónu Ragnars Jónassonar sem lesendur þekkja úr Dimmu, Drunga og Mistri . Bálkurinn um hana hefur farið sigurför um heiminn og nú hefur verið gerið sjónvarpsþáttaröð eftir Dimmu . 248 bls . Veröld RAF HLB Hún gengur í myrkri Höf: Kolbrún Valbergsdóttir Les: Sigríður Láretta Jónsdóttir Undir friðsælu yfirborði smábæjarins Þorlákshafnar leynist þreifandi myrkur . Lára þarf að kafa ofan í djúp leyndarmál bæjarbúa og rífa af gömlum sárum til að leysa ráðgátuna um heyrnarlausa stúlku sem hvarf með húð og hári . En hvað ef lausnin er nær en virðist? Storytel B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa26 Skáldverk ÍSLENSK Sæmundargata 4, Háskólatorgi, 102 Reykjavík Þú færð jólapakkann hjá okkur Kíktu í jólaka  og notalega stemningu. Alltaf hei‚ á könnunni á ka húsinu. Opið mánudaga-föstudaga 9-17 og allan sólarhringinn í vefverslun okkar, boksala.is góð gjöf

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.