Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 14

Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 14
IB Hlutaveikin Höf: Þórarinn Eldjárn Myndh: Sigrún Eldjárn Jólin nálgast . Freysteinn Guðgeirsson er ungur drengur sem verður æ spenntari með hverjum degi sem líður . Biðin er við það að verða óbærileg . Á endanum koma þau samt og Freysteinn getur loksins, loksins farið að opna alla jólapakkana . En þá kemur dálítið í ljós sem reynist erfitt viðureignar þó allt fari vel að lokum . Myndir gerði Sigrún Eldjárn . 46 bls . Gullbringa ehf. RAF HLB Hrekkjavökur Höf: Bragi Páll Sigurðarson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir Les: Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Vignir Rafn Valþórsson og Rúnar Freyr Gíslason Varúð! Hrekkjavökur eru hryllilega fyndnar sögur fyrir hugrökk börn . Hér leynast allskyns kynjaverur og hrikalegar skepnur sem hafa hrætt líftóruna úr kátum krökkum alla tíð síðan í eldgamla daga . Nú er tíminn til að snúa lyklinum í skránni, leiða hjá sér marrið í hurðinni og hleypa óttanum inn fyrir þröskuldinn . . . og kannski hlæja smá í leiðinni . Storytel IB Hræðileg gjöf Höf: Meritxell Martí og Xavier Salomó Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Í kvöld verður veislan Heimshryllingur þar sem koma saman níu verstu skrímsli sögunnar . Fyrst kom Húsið hennar ömmu og svo Húsið hans afa . Frá sömu höfundum kemur nú Hræðileg gjöf . 56 bls . Drápa IB Hundmann: Óbyggðirnar kvabba Höf: Dav Pilkey Þýð: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Bækurnar um Hundmann hafa slegið í gegn um allan heim og hafa selst í tugum milljóna eintaka . Raunar er leit að vinsælli barnabókum um þessar mundir . Hundmann bækurnar er fyndnar og skemmtilegar og hafa komið mörgum ungum lesandanum af stað . 240 bls . Bókafélagið IB Ísadóra Nótt fer á vampíruball Höf: Harriet Muncaster Myndh: Harriet Muncaster Þýð: Ingunn Snædal Ísadóra Nótt er sérstök af því að hún er öðruvísi . Mamma hennar er álfur og pabbi hennar vampíra og hún er blanda af þessu tvennu . Það er komið að hinu árlega vampíruballi og Ísadóra Nótt getur ekki beðið! Það er bara eitt vandamál, hún þarf að keppa í hæfileikakeppninni með hinum vampírubörnunum . 160 bls . Drápa SVK Ísadóra Nótt fer í frí Höf: Harriet Muncaster Þýð: Ingunn Snædal Þegar Ísadóra vinnur frábært frí fyrir fjölskylduna sína hlakkar hún til að fara í sólina, sjóinn og sandinn . En svo þarf að taka til hendinni þegar hún og hafmeyjan Marína finna skjaldbökuunga í vanda . Getur Ísadóra hjálpað litlu skjaldbökunni að rata heim? Mamma hennar er álfur og pabbi hennar er vampíra og hún er blanda af þessu tvennu . 128 bls . Drápa IB Kóngsi geimfari Höf: Laufey Arnardóttir Myndh: Örn Tönsberg Kóngsi er risasmár talandi páfagaukur sem vill skilja alheiminn . Hann hefur áhyggjur af Kela vini sínum sem er fluttur í nýtt hverfi og á enga vini í skólanum . Þeir deila áhuga á víðáttum geimsins og Keli smíðar geimskip með Birtu í næsta húsi . Hjartnæm og fyndin saga um vináttu, kærleika, alheiminn og gátur lífsins, sögð frá sjónarhorni páfagauks . 99 bls . Hugun – Lofn útgáfa IB Leyndarmál Lindu 10 Sögur af ekki-svo frábærri hvolpafóstru Höf: Rachel Renée Russell Þýð: Helgi Jónsson Linda og bestu vinir hennar fara út í leyniverkefni: að bjarga sjö hvolpum og Móru mömmu þeirra . Til þess þarf Linda að fela hundana fyrir foreldrum sínum! Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil . Fjörlegar teikningarnar og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt . 302 bls . Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa14 Barnabækur SK ÁLDVERK Lestu með tilþrifum

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.