Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 13
IB
Ævintýri hinna fimm fræknu
Fimm og ævintýri í vetrarfríinu
Höf: Enid Blyton
Þýð: Huginn Þór Grétarsson
Smásaga eftir Enid Blyton skreytt
glænýjum litmyndum:
Tommi tekur eftir mjög grunsamlegu
fólki um borð í lest .
Hvað er svona óvenjulegt við einn farþegann? Hvernig
munu hin fimm fræknu leysa þessa ráðgátu?
80 bls .
Óðinsauga útgáfa
IB
Fíasól í logandi vandræðum
Höf: Kristín Helga Gunnarsdóttir
Myndh: Halldór Baldursson
Áttunda bókin um hina heimsfrægu Fíusól sem
er í logandi vandræðum . Það er eldgos í Vindavík,
Bjössi byssó flytur í götuna, Fíasól tínir upp
skítalummur og syngur í Skólóvisjón . Halldór
Baldursson teiknar sem fyrr veröld Fíusólar .
232 bls .
Bjartur
IB
Fjársjóður í mýrinni
Höf: Sigrún Eldjárn
Þriðja bókin um krakkana í Mýrarsveit, þau Stellu,
Ella og Bellu sem búa með pabba sínum í gráa húsinu
og Móses sem býr með mæðrum sínum þremur í
bláa húsinu . Einn daginn birtast óprúttnir gestir með
ískyggileg plön um framtíð mýrarinnar í farteskinu .
Skemmtileg og spennandi saga sem tekur á brýnum
málum eins og umhverfisvernd og börnum á flótta .
97 bls .
Forlagið - Mál og menning
IB
Fóa og Fóa feykirófa
Höf: Huginn Þór Grétarsson
Myndir: Katrín Vigfúsdóttir
Ýmsar munnmælasögur hafa varðveist um Fóu og Fóu
feykirófu . Þessi saga segir af því þegar Fóa feykirófa
kastar Fóu úr heita og feita hellinum sínum . Fóa fer
að gráta en þá koma þau eitt af öðru; lambið, ærin,
sauðurinn og hrúturinn … Sagan um Fóu og Fóu
feykirófu er ein vinsælasta þjóðsaga Íslendinga .
34 bls .
Óðinsauga útgáfa
IB
Gling Gló og bletturinn
Höf: Hrafnhildur Hreinsdóttir
Myndir: Diandra Hwan
Bókaflokkurinn fjallar um Gling Gló sem fer
stundum í pössun til ömmu og leikur sér þar við
Óbó vin sinn . Þetta er fjórða bókin um Gling Gló .
Dag nokkurn gerir hún svolítið sem hún ekki má
og skrökvar svo um það . Amma sem er hjátrúarfull
segir að börn fái svartan blett á tunguna ef þau
segja ekki satt . Fallegar myndir eru í bókinni .
46 bls .
Gimbill bókasmiðja
IB
Ævintýri hinna fimm fræknu
Hárið á Georg er of sítt
Höf: Enid Blyton
Þýð: Huginn Þór Grétarsson
Georg vill bara komast í klippingu en hún flækist
inn í mál bíræfinna þjófa . Júlli, Jonni og Anna eru of
upptekin við ísát til að hjálpa til . Hver mun bjarga
deginum? Hin fimm fræknu Júlli, Jonni, Georg, Anna
og Tommi hafa glatt lesendur í meira en 70 ár!
80 bls .
Óðinsauga útgáfa
IB
Bekkurinn minn 8
Hendi!
Höf: Yrsa Þöll Gylfadóttir
Myndh: Iðunn Arna
Hendi! Fjallar um fótboltastrákinn Hallgrím og
eftirminnilegt atvik á battavellinum . Þegar þeir Amir
keppa á móti eldri krökkum í fótbolta heyra þeir sögu
sem ásækir þá . Missti Úlfur í alvörunni hendina í
ísbjarnarárás á Grænlandi? Eða var það hákarl…?
64 bls .
Bókabeitan
KIL
Heyrðu Jónsi: Allt í köku
Höf: Sally Rippen
Jónsi er hlédrægur strákur sem þarf að takast á
við alls konar áskoranir, stundum með hjálp bestu
vinkonu sinnar, hennar Binnu B . Í þessari bók
ákveða Jónsi og Binna að taka upp matreiðsluþátt .
Ætli þau séu góðir bakarar? Bækurnar um
Jónsa henta vel fyrir yngstu lesendurna .
44 bls .
Rósakot
KIL
Heyrðu Jónsi: Galdur í garðinum
Höf: Sally Rippen
Jónsi er hlédrægur strákur sem þarf að takast á við alls
konar áskoranir, stundum með hjálp bestu vinkonu
sinnar, hennar Binnu B . Í þessari bók finnur Jónsi púpu
í garðinum og bíður spenntur eftir því að fiðrildið
skríði út . En er þetta örugglega fiðrildapúpa? Bækurnar
um Jónsa henta vel fyrir yngstu lesendurna .
44 bls .
Rósakot
IB
Hin eini sanni jólasveinn
Höf: Hjalti Halldórsson
Myndh: Herborg Árnadóttir
Jólympíuleikarnir! Matthildur var svo viss um að það
væri frábær hugmynd að láta jólasveinana keppa í alls
konar jólaþrautum í sjónvarpinu . Þá myndu þeir hætta
að rífast um hver væri mestur og bestur . Jólaandinn
færðist aftur yfir bæinn og pabbi héldi starfinu hjá
sjónvarpsstöðinni . En núna er allt farið í vaskinn .
176 bls .
Bókabeitan
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 13GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Barnabækur SK ÁLDVERK