Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 52

Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 52
Fræðirit, frásagnir og handbækur IB ADHD í stuttu máli Lykillinn að skilningi og þroska Höf: Dr. Edward M. Hallowell Þýð: Nanna Rögnvaldardóttir Aðgengileg og fróðleg bók sem fjallar ekki síst um þá kosti sem geta fylgt röskuninni og hvernig fólk með ADHD getur dafnað sem best í lífi og starfi . Hér útskýrir hinn heimsþekkti ADHD-sérfræðingur, metsöluhöfundur og TikTok-stjarna, dr . Edward M . Hallowell, vísindin að baki ADHD um leið og hann hrekur mýtur og leiðréttir misskilning . 224 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Alkíbíades Höf: Platon Þýð: Hjalti Snær Ægisson Glæsimennið Alkíbíades er í þann mund að sigra heiminn þegar hann hittir heimspekinginn Sókrates á förnum vegi . Þeir taka tal saman og þegar upp er staðið þarf stjórnmálamaðurinn ungi að endurmeta flest það sem hann taldi sig vita . Þessi snjalla samræða er fyrirtaks byrjunarreitur í heimspeki Platons . 244 bls . Ófelía KIL Almanak Háskóla Íslands 2025 Höf: Gunnlaugur Björnsson og Páll Jakobsson Í almanaki 2025 er grein um fjarreikistjörnur, en það eru reikistjörnur utan okkar sólkerfis . Með þróaðri mælitækni er nú auðvelt að finna þær og nálgast staðfestur fjöldi 6000 . Einnig er fjallað um dvergstjörnur í geimnum . Loks er pistill um fjarlægðarmælingar í geimnum og fjarlægustu fyrirbæri sem fundist hafa í alheimi . 96 bls . Háskólaútgáfan KIL Almanak HÍÞ 2025 Ásamt árbók 2023 Höf: Arnór Gunnar Gunnarsson og Gunnlaugur Björnsson Hér er 151 . árgangur Almanaks Hins íslenska þjóðvinafélags ásamt árbók . Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla . Almakinu fylgir Árbók 2023 þar sem rakin eru helstu tíðindi ársins á ýmsum sviðum íslensks mannlífs . Háskólaútgáfan SVK Andvari 2024 Ritstj: Ármann Jakobsson Aðalgrein Andvara 2024 er æviágrip Ragnhildar Helgadóttur, fv . ráðherra, eftir sagnfræðingana Rósu Magnúsdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur . Ragnhildur var kjörin á þing aðeins 26 ára og sat á þingi í alls 23 ár . Hún var fyrsta konan sem var ráðherra í heilt kjörtímabil og ferill hennar er um margt merkilegur . 10 aðrar greinar eru í riti ársins . 235 bls . Háskólaútgáfan SVK Austur, vestur og aftur heim Höf: Jóhann Páll Árnason Ritstj: Ágúst Þór Árnason og Geir Sigurðsson Greinarnar níu eru þverskurður af rannsóknum á sviði félagsfræði, siðmenningargreiningu og heimspeki sem Jóhann Páll Árnason hefur lagt stund á . Auk greinanna ritar Jóhann endurminningakafla þar sem hann gerir litríku lífshlaupi sínu skil, fjallar jafnt um áhrifavalda sína sem stjórnmálaskoðanir og setur í sögulegt samhengi . Hið íslenska bókmenntafélag SVK Barnavernd á Íslandi – fyrr og nú Ritstj: Sigrún Harðardóttir, Halldór S. Guðmundsson og Hrefna Friðriksdóttir Fræðirit um þróun barnaverndar á Íslandi í hugmyndafræðilegu og sögulegu ljósi, lagaþróun, starfsaðferðir, úrræði og stofnanir í barnavernd . Í bókinni er einnig varpað upp svipmyndum úr barnaverndarstarfinu með viðtölum við fólk sem hefur starfað eða haft aðkomu að barnavernd . Áhersla er lögð á að bókin sé í senn fagleg, fræðileg og persónuleg . Háskólaútgáfan SVK Berlínarbjarmar Langamma, David Bowie og ég Höf: Valur Gunnarsson Sagnfræðingurinn Valur Gunnarsson kryfur hér sögu hinnar margslungnu Berlínar og nágrennis frá mörgum hliðum allt frá tímum keisara, nasista, heimsstyrjalda og svo aðskilnaðar til falls múrsins . Við sögu koma meðal annarra hin þýska langamma höfundar, goðsögnin David Bowie og ýmsir lykilleikmenn í sögu Evrópu . 448 bls . Salka KIL Besti vinur aðal Höf: Björn Þorláksson Blaðamenn sem beittir hafa verið grímulausu ofbeldi leggja spil sín á borðið . Söguritari, Björn Þorláksson, afhjúpar sjálfur óeðlileg inngrip valdhafa og spilltra afla á löngum ferli sínum í blaðamennsku . Einnig er rætt við þolendur og ýmsa sérfræðinga um spillingu . 352 bls . Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa52 Fræðirit, frásagnir og handbækur Fræðirit, frásagnir og handbækur

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.