Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 32

Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 32
SVK RAF Vatnið brennur Höf: Gunnar Theodór Eggertsson Gríma er komin austur til að spila á Eistnaflugi en ferðin reynist vendipunktur í lífi hennar . Margslungin og spennandi hrollvekja með sögusvið sem spannar Ísland samtímans jafnt sem Svíþjóð hippatímans en auk þess er samband mannskepnunnar við tónlist skoðað frá óvæntum og oft myrkum hliðum . 421 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell KIL Veðurfregnir og jarðarfarir Höf: Maó Alheimsdóttir Veðurfræðingurinn Lena ferðast um tíma og rúm í leit að sátt við lífið og fortíðardrauga . Íslenskar veður- og náttúrulýsingar eru aðalhrynjandi sögunnar og í þeim endurspeglast tilfinningar og ástarmál veðurfræðingsins . Saga þriggja kynslóða sem gerist á þremur stöðum: Íslandi, Frakklandi og Póllandi . 220 bls . Ós Pressan KIL Viðkomustaðir Höf: Ásdís Ingólfsdóttir Hér segir frá Lóu sem fóstruð er upp í hrakningi á 19 . öld og berst fyrir veðri og vindum vestur á sléttur Kanada . Sagan er full af ævintýrum og raunum, sigrum og ósigrum . Haldreipi Lóu er minningin um óskylda langömmu, nöfn sem eiga sér engin andlit lengur og þráin eftir samastað og rótfestu í tilveru sem er ekki nema í meðallagi velviljuð . Bókaútgáfan Sæmundur KIL RAF Eddumál #6 Voðaverk í Vesturbænum Höf: Jónína Leósdóttir Hin vinsæla Edda á Birkimelnum snýr aftur! Hver ræðst á dreng á grunnskólaaldri og skilur hann eftir stórslasaðan í hjólageymslu við Tómasarhaga? Svoleiðis ráðgátu er augljóslega ekki hægt að treysta lögreglunni einni til að leysa og hin nýstofnaða Vesturbæjarvakt, með Eddu í broddi fylkingar, tekur málið upp á sína arma . 300 bls . Forlagið - Mál og menning RAF HLB Völundur Höf: Steindór Ívarsson Allt bendir til þess að Árni Sigríðarson hafi stytt sér aldur, en þegar Rúna og Hanna kafa dýpra í líf hans reynist ekkert eins og það sýnist . Eftir því sem þær rekja upp sívaxandi vef leyndarmála og lyga leiða draugar fortíðar þær á kalda slóð morðs sem stendur Rúnu nær en hana hefði grunað . Völundur er önnur bókin um lögreglukonuna Rúnu . 441 bls . Storytel IB RAF HLB Þegar sannleikurinn sefur Höf: Nanna Rögnvaldardóttir Bergþóra, húsfreyja í Hvömmum, er nýlega orðin ekkja og nýtur þess að ráða sér sjálf . Þegar ung kona finnst látin á lækjarbakka áttar Bergþóra sig á því að henni hafi verið drekkt . Einhvers staðar leynist morðinginn og þegar sýslumaðurinn tekur að yfirheyra vitni og grunaða verður ljóst að flestir hafa eitthvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf . 240 bls . Forlagið - Iðunn SVK Þín eru sárin Höf: Þórdís Þúfa Einlæg og ögrandi skáldævisaga þar sem höfundur fjallar um eldfimt málefni af áræðni og hispursleysi . Tímabær og mikilvæg bók . Þórdís Þúfa hefur hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín, sem hafa m .a . verið gefin út á ensku og þýsku, auk þess sem ljóð hennar hafa birst í tímaritum víða um heim . 264 bls . Þúfan RAF HLB Öskrið Höf: Anna Margrét Sigurðardóttir Les: Þórunn Lárusdóttir Ekkert bendir til þess að dauða Freyju hafi borið að með saknæmum hætti - ekkert nema rósirnar og samúðarkveðjan . Skömmu síðar lyppast umdeildur þingmaður niður í mathöll í Reykjavík og liggur fyrir dauðanum . Læknarnir finna enga orsök . Ofan á þetta erfiða sakamál þarf rannsóknarlögreglukonan Bergþóra að takast á við eigin djöfla . Storytel B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa32 Skáldverk ÍSLENSK SLÖKUN. Lestur veitir hvíld frá raunveruleikanum, dregur úr streitu og hefur róandi áhrif.

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.