Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 2
2 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 HLIÐ OG FYLGIHLUTIR Í ÚRVALI Margar útfærslur og stærðir í boði Kynntu þér úrval hliða og annars girðingaefnis hjá Líflandi og leitaðu til sölu- fólks okkar í síma 540 1100 eða á sala@lifland.is GIRÐINGAEFNI Þúsundir manna safnast saman annað hvert ár til að fagna íslenska hestinum á Landsmóti hestamanna. Í ár fer viðburðurinn fram á mótssvæði hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík dagana 1.-7. júlí. Hilda Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri viðburðarins, segir Landsmót fjöregg hestamanna. „Á síðustu mótum hefur gestafjöldinn verið í kringum átta þúsund og við vonumst eftir svipuðum fjölda í ár. Hins vegar eru okkar áætlanir allar miðaðar við heldur hógværari tölur, enda skynsemi í því að eiga borð fyrir báru þar. Erlendir gestir eru jafnan um 15-20 prósent gesta,“ segir Hilda Karen, en hún hefur starfað á síðustu fimm Landsmótum. „Á Landsmótum sinna bæði starfsmenn og sjálfboðaliðar mikilvægum störfum og stemningin er alveg svakalega góð því útgangspunktur allra er sá sami: að hafa gaman, vinna saman og horfa á hesta.“ Hún gerir ráð fyrir að hátt í 800 hross komi fram á Landsmóti, um 500 hross í gæðingakeppni, 170 í kynbótasýningum og 160 í íþróttakeppni, auk þess sem fleiri hross bætast við í hópreiðum og sýningum ræktunarbúa. Dagskráin verður annars með nokkuð hefðbundnu sniði en hana má nálgast á vef Landsmótsins. Á öllum mótum síðan 1990 Sjálf hefur Hilda Karen stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini. „Ég er alin upp á Breiðdalsvík sem er lítið sjávarþorp austur á fjörðum. Þar byrjaði ég að fara á hestbak hjá Þresti föðurbróður mínum og sótti reiðnámskeið öll sumur. Þetta endaði með því að ég varð forfallin hestakona og suðaði um hest þangað til foreldrar mínir létu undan. Þá var ég níu ára, minnir mig, og eignaðist mjög skemmtilega unga hryssu frá Hvannstóði í Borgarfirði eystra og hét hún Brana. Hestasjúka ég gerðist mjög snemma áskrifandi að Eiðfaxa og beið spennt eftir hverju tölublaði. Fljótlega varð það draumur minn að fara á Landsmót og taka þátt. Draumurinn rættist árið 1990 og fyrsta Landsmótið mitt var á Vindheimamelum það sumar. Ég hef farið á öll Landsmót síðan þá,“ segir Hilda Karen, en hún hefur á starfsferli sínum unnið í þágu íslenska hestsins, m.a. sem blaðamaður Eiðfaxa, hjá hestamannafélaginu Fáki og fyrir markaðsverkefni Íslandsstofu, Horses of Iceland. „Fyrir okkur, hinn almenna hestamann, er mikilvægt að halda þeim létta og skemmtilega anda sem hefur einkennt mótin og hafa dagskrána þannig úr garði gerða að það sé eitthvað fyrir alla. Mótin eru líka mikilvægur markaðsgluggi fyrir ræktendur og atvinnumenn í hestamennsku og þeirra tækifæri til að kynna sig og sín hross. Það verður því aldrei of oft sagt að við þurfum að standa þétt saman til að halda utan um Landsmótin og hafa skýra stefnu sem leyfir viðburðinum að blómstra enn frekar,“ segir Hilda Karen. Eftirminnileg augnablik Hápunktur Landsmóts hestamanna er í huga Hildu Karenar úrslit í A-flokki gæðinga. „Þar finnst mér íslenski gæðingurinn njóta sín vel og oftar en ekki hefur maður upp- lifað „gæsahúðarmóment“ í þessum úrslitum. Frá því að ég byrjaði eru sérstakar upplifanir til dæmis þegar Spuni setti heimsmet á Vindheima- melum 2011 og hlaut 9,25 fyrir hæfi- leika. Töltsigrarnir hjá Árna Birni á Stormi frá Herríðarhóli sitja líka eftir sem sýningar sem hafa hreyft við manni og sömuleiðis þegar Glóða- feykir frá Halakoti vann B-flokkinn í Reykjavík 2012 með Einari heitnum Öder og þegar Eyrún Ýr stýrði Hrannari frá Flugumýri II til sigurs í A-flokknum á Hólum 2016.“ /ghp – Aðrar fregnir af Landsmóti, síða 8 Hestamennska: Léttur andi á Landsmóti Hilda Karen Garðarsdóttir. Mynd / Aðsend Fimm hundruð hross munu koma fram á Landsmótinu í ár í gæðingakeppni, á kynbótasýningum, í íþróttakeppni, hópreiðum og sýningum ræktunarbúa. Mynd / Landsmót hestamanna Úthlutun fyrsta fjárfestinga- stuðnings í kornrækt er gagnrýnd, m.a. fyrir að dreifa fjármagni of víða í stað þess að veita fullan styrk, 40% af heildarfjárfestingu, til eins eða tveggja sterkustu verkefnanna. Fjárfestingastuðningi í kornrækt fyrir árið 2024 hefur nú verið úthlutað. Þrettán umsóknir bárust og var 144 milljónum króna úthlutað til átta verkefna víða um land. Samanlögð fjárfesting umsækjenda var skv. umsóknum um 893 milljónir króna. Stuðningurinn er veittur til fjárfestinga í kornþurrkun, korngeymslum og tilheyrandi tækjabúnaði. Úthlutun ekki í samræmi við áherslur Matvælaráðuneytið segir fjár- magninu úthlutað á grundvelli forgangsröðunar þar sem m.a. hafi verið horft til afkastagetu, nýtingar endurnýjanlegrar orku, eignarhalds bænda og fyrirætlana um þjónustu við aðra bændur. Hins vegar hefur komið fram gagnrýni á úthlutunina varðandi samlegð fleiri aðila og afkastagetu og að hluti verkefnanna sem fengu stuðning muni nýta jarðefna- eldsneyti í stað sjálfbærra orku- gjafa. Þá hafi verið lagt upp úr því að þau verkefni sem fengju stuðning yrðu fullstyrkt, um 40% af heildarfjárfestingu, en það ekki orðið niðurstaðan. Hæstu styrkina hlutu Flateyjar- búið Hornafirði, 36,8 m.kr. og Korn- skemman, Laugalandi í Eyjafirði, 35,3 m.kr. Aðrir sem hlutu styrki, á bilinu 8,3–15 m.kr., voru Grís og flesk, Gunnarsholti, Búnaðarsamband S-Þing., Búnaðarfélag Eiðaþinghár, Góður biti ehf., Borgarfirði, Þreskir ehf. í Skagafirði og Gullkorn Þurrkun ehf., Snæfellsnesi. Vonbrigði en enginn bilbugur „Við erum að meta stöðuna en það er engan bilbug á okkur að finna,“ segir Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi í Klauf í Eyjafirði. Hermann er einn aðila að Kornskemmunni, um 200 milljóna króna verkefnis. Stofnaðilar að samlaginu eru auk þess frá bæjunum Hrafnagili, Grænuhlíð, Svertingsstöðum og Hólshúsum. Þeir hófu í vor framkvæmdir að grunni undir kornþurrkstöð, í trausti þess að ríkið myndi standa með verkefninu í fjárfestingastuðningi. Auk þess var búnaður pantaður fyrir stöðina um áramótin. Ekki hafi verið hægt að bíða með að fara af stað ef möguleiki ætti að vera á að þurrka korn í stöðinni næsta haust. „Við bjuggumst við meiru, enda búið að tala um að ætti að fullfjármagna verkefni fremur en að dreifa peningunum,“ segir Hermann. „Við reiknuðum fastlega með að vera í góðum forgangshópi því við erum bæði með langstærsta verkefnið hvað varðar afköst, með endurnýjanlega orku og félag bænda stendur á bak við þetta. Menn voru hvattir til að fara í stærri verkefni til að ná kornræktinni upp á hærra plan. Og það var það sem við gerðum,“ bætir hann við. Hermann segir að vel hafi gengið að fá fjármagn til þurrkstöðvarinnar, að því gefnu að um fullan stuðning yrði að ræða. Hann segir einhvern aukakostnað verða vegna lántaka fyrst niðurstaðan varð þessi, en alltaf séu einhverjir óvissuþættir og verkefnið muni halda áfram af fullum krafti. Grænir orkugjafar og olía á sama báti Haukur Marteinsson, bóndi á Grænu- völlum í Suður-Þingeyjarsýslu, segir úthlutunina hafa komið nokkuð á óvart. Búnaðarsamband S-Þing. fékk 14,1 milljón króna í stuðning en heildarstofnkostnaður verkefnisins er um 80 milljónir króna. „Um er að ræða kornþurrkstöð, algjörlega knúna með heitu vatni og rafmagni en engri olíu,“ útskýrir Haukur. „Við fengum þennan pening og erum sáttir við það en efumst, svona við fyrstu sýn, um að farið hafi verið eftir úthlutunarreglum. Stöðvar sem keyra sig á olíu fengu sama hlutfallsstuðning og þær sem eiga að vera á heitu vatni, eða grænum orkugjöfum,“ segir hann. Búið var að leggja mikla vinnu í að fá aðgang að heitu vatni fyrir kornþurrkstöðina sem standa á skammt sunnan við Húsavík, við Orkuhúsið þar sem eru tengingar við 120°C heitt vatn frá gróðrarstöðinni Hveravöllum. „Við erum komin það langt með fjármögnun, frá einstaklingum, bændafélögum og fjárfestinga- sjóðum, að við erum í raun og veru nánast fullfjármögnuð stöð. Okkar nálgun var að við vonuðumst eftir því að ná kannski 40% stuðningi á árabilinu sem má sækja um hann,“ segir Haukur. Framkvæmdir við stöðina hefjast á næstu dögum eða vikum. Ekki í takt við ráðleggingar Egill Gautason, Helgi Eyleifur Þorvaldsson og Hrannar Smári Hilmarsson sem skrifuðu skýrsluna Bleika akra, aðgerða- áætlun um aukna kornrækt, fyrir stjórnvöld, voru fengnir til að gefa matvælaráðuneytinu faglegt álit á umsóknunum þrettán. Helgi, aðjunkt við Landbúnaðar- háskóla Íslands (LbhÍ), segir þá hafa varið tíma til að fara yfir um- sóknirnar, gagnrýnt þær m.t.t. við- eigandi reglugerðar og forgangs- raðað þeim. Ekki hafi allar umsóknir þótt styrkhæfar. „Úthlutunin er alls ekki í takt við ráðleggingar okkar og ekki vel rökstudd,“ segir Helgi. „Beina hefði átt stuðningnum til þeirra sem nýta sjálfbæra orkugjafa og hyggja á stærri þurrkstöðvar fyrir stærri svæði og meira magn,“ segir hann. Í svari matvælaráðuneytisins vegna fyrirspurnar um málið kemur fram að leitað hafi verið ráðgjafar hjá sérfræðingum LbhÍ við mat á umsóknunum. „Matvælaráðuneytið lagði eftir sem áður sjálfstætt mat á umsóknirnar og tók ákvörðun um úthlutun enda bera sérfræðingar LbhÍ ekki ábyrgð á henni. Í tillögu LbhÍ var lagt til að færri fengju styrki og þar af leiðandi kæmi hærri fjárhæð í hlut hvers og eins. Miðað við mat ráðuneytisins varð niðurstaðan að 8 af 13 umsækjendum fengu styrki ...“ segir í svari ráðuneytisins. Sækja um aftur Samkvæmt ákvæðum reglugerðar um fjárfestingastuðning í korn- rækt fá allar umsóknir sem samþykktar voru sama hlutfall af hámarksstuðningi. Hámarkið er 40% af heildarfjárfestingu og þau átta verkefni sem fengu stuðning fá 46% af því hámarki. Þar sem fjármagn til úthlutunar nægir ekki til hámarksstuðnings skerðast framlög hlutfallslega vegna allra samþykktra umsókna. Fyrri helmingur stuðningsins verður greiddur út í júní eða þegar fyrir liggur að framkvæmdir séu hafnar. Síðari hluti verður greiddur út í árslok í framhaldi af skilum á lokaskýrslu. Fyrrgreind átta verkefni geta sótt um að nýju næstu tvö ár, eða þar til hámarkinu er náð. Verkefnum sem ekki fengu styrk núna er jafnframt heimilt að sækja um að nýju á næsta ári. Fjárfestingastuðningur er einn þáttur aðgerðaáætlunar stjórnvalda þar sem gert er ráð fyrir að verja um tveimur milljörðum króna til átaks í kornrækt á árunum 2024–2028. /sá Kornrækt: Fjárfestingastuðningur þykir missa marks – Gagnrýni á dreift fjármagn og forgangsröðun „Við erum bara brattir og framkvæmdir við kornþurrkstöð ganga vel. Tækin eru í gámum á leiðinni til landsins og verið að steypa stóra steypu í grunninum. Svo kemur húsið vonandi í kjölfarið,“ segir Hermann I. Gunnarsson í Eyjafirði. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.