Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 39
39Á faglegum nótumBændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024
mikill hjá kúm með litla seiglu.
Auk þess er tekið tillit til fjölda
áfalla á mjólkurskeiðinu þannig að
eiginleikinn er skilgreindur sem
fjöldi áfalla og hversu hratt kýrnar
jafna sig á þeim. Rannsóknin sýndi
að seigla er með lágt arfgengi og
jákvætt samband við heilsufars-,
frjósemis- og endingareiginleika
sem skýra 55% af eiginleikanum.
Þau 45% sem út af standa eru
hins vegar viðbótarupplýsingar
varðandi heilsufar kúnna og geta
því aukið á hreysti og endingu
þeirra. Hollendingar hafa nú þegar
birt kynbótamat fyrir eiginleikann
þar sem t.d. 92 þýðir að það tekur
kúna 14 daga að ná fyrri nyt eftir
áfall og fjöldi áfalla á mjólkurskeiði
er 4,8. Kynbótamat upp á 108 þýðir
aftur á móti að kýrin verður fyrir 2,4
áföllum á mjólkurskeiði og jafnar
sig á 7 dögum að meðaltali. Það þarf
ekki að horfa lengi á þessar tölur til
þess að sjá hve miklu máli skiptir að
kýrnar jafni sig hratt á fáum áföllum
til þess að fjárhagslegur ávinningur
sé orðinn verulegur.
Seinni málstofurnar tvær
fjölluðu einkum og sér í lagi um
endurbætur aðferða við erfðamat
og samanburð milli landa.
Meðhöndlun óþekktra foreldra við
keyrslu erfðamats fékk þó nokkra
athygli sem og uppbygging á
fjölþjóðlegu erfðamati þeirra
landa sem nota EuroGenomics-
flögu til arfgreininga. Þá var
einnig umfjöllun um endurbættan
hugbúnað til þess að meðhöndla
gríðarstór gagnasöfn en slíkt er
víða orðið áþreifanlegt vandamál
með fjölgun mælinga, mæliþátta
og arfgreindra gripa.
Sá lærdómur sem við getum
dregið af þessum fundi og erindum
er sá að við þurfum svo fljótt
sem verða má að þróa mat fyrir
fóðurnýtingu kúnna. Til þess höfum
við nú þegar gögn um fallþunga
kúnna en flest bendir til að bæta
megi matið með fleiri mælingum á
metanlosun. Hérlendis er einungis
verið að mæla metanlosun á
Hvanneyri en til þess að safna
megi nægilegu magni gagna þyrfti
að framkvæma þessar mælingar
á fleiri búum. Jafnframt bættri
fóðurnýtingu væri vert að huga enn
betur að mati á heilsufarsþáttum og
þar kemur eiginleiki eins og seigla
sterkt inn í myndina. Slíkt er þó
tæplega raunhæfur möguleiki fyrr
en hægt verður að safna gögnum
um dagsnyt verulegs fjölda kúa með
rafrænum og sjálfvirkum hætti.
Höfundur er ráðunautur hjá RML
Efnistök sem
voru fyrirferðar-
mikil að þessu sinni
snúa að aukinni
notkun holdasæðis á
mjólkurkýr samhliða
aukinni notkun
á kyngreindu sæði,
loftslagsmálum og
sjálfbærni auk þess
sem gagnasamskipti
og gagnamagn voru
einnig til umræðu.
ÖFLUG VÖKVADRIFIN VERKFÆRI FRÁ HYCON
DÖNSK GÆÐASMÍÐI OG ÁRATUGA REYNSLA
Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík / 551 5464 / wendel.is
Brothamrar Kjarnaborvélar Steypusagir Vatnsdælur GlussadælurNiðurrekstarhamrar
Ný kynslóð
útihitara
Gæða útihitarar á verönd, svalir
og öll útisvæði. Þola regn og
mega vera úti allan ársins hring.
Stillanleg veggfesting fylgir og
fjarstýring með 3 hitastillingum.
Skjólveggir
fyrir bústaðinn
Sérlega fallegir skjólveggir úr gleri
sem veita gott skjól án þess að trua
útsýnið. Veggirnir koma í ýmsum
stærðum og útfærslum.
Verið velkomin í Flísabúðina og fáið
ráðgjōf sérfræðinga okkar.
Stórhöfða 21, 110 Reykjavík | 545 5500 | flis@flis.is | flisabudin.is
Urðarhvarfi 4 - 203 Kópavogi - nitro.is
BETA TILBOÐ
100.000,- kr.
afsláttur af öllum
Beta hjólum
á lager.